Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Side 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Side 58
56 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 100. árg. 2024 aðstoð tölfræðistuðla hvaða atriði virðast eiga betur saman en önnur. Atriðin sem eiga betur saman en önnur kallast „þættir“ (e. factors). Stærðin sem gefur til kynna styrkleika sambands atriðis á spurningalista við þátt, kallast þáttahleðsla (DeVellis, 2016; Field, 2017). Notast var við afbrigði af þáttagreiningu sem kallast meginhlutagreining (e. Principal Components Analysis), með varimax-snúningi. Ef þáttahleðslurnar eru háar og samband atriðanna innbyrðis í samræmi við kenninguna um mælitækið er kominn vísir að réttmæti en sé þessu öfugt farið er það vísbending um að svörin við listanum endurspegli ekki viðkomandi hugsmíð eins og lagt var upp með (DeVellis, 2016). Leiðbeinandi viðmið um hversu há þáttahleðsla í leitandi þáttagreiningu þarf að vera er 0,4 (Hair o.fl., 2019). Þáttagreind atriði voru skoðanakvarði PREMIS-IS, það er atriði sem ætlað er að mæla skoðanir heilbrigðisstarfsfólks á ONS. Við úrvinnslu gagna úr þáttagreiningu var tekið tillit til öfugkóðunarleiðbeininga sem fengnar voru frá dr. Short. NIÐURSTÖÐUR Kaiser-Meyer-Olkin-talan var 0,71 sem gaf til kynna að gögnin henti til þáttagreiningar (Field, 2017). Cronbach’s alpha fyrir undirkvarða PREMIS-IS mældist a=0,97 fyrir áætlaðan undirbúning, a=0,98 fyrir áætlaða þekkingu, og a=0,83 fyrir skoðanakvarðann í heild. Áreiðanleiki undirkvarða verklags- og starfsumhverfis var á bilinu a=0,71 til 0,99, sem telst frá ásættanlegu upp í mjög gott eftir atvikum (Nunnally, 1978; Nunnally og Bernstein, 1994). Ekki var reiknaður áreiðanleiki fyrir lykilkvarðann raunveruleg þekking. Ástæðan er að í þeim kvarða eru tekin saman rétt og röng svör og markmið þessarar rannsóknar var ekki að kanna þekkingu heilbrigðisstarfsfólks á ofbeldi, heldur að meta próffræðilega eiginleika listans. Í bandarísku gerð PREMIS var a=0,96 fyrir áætlaðan undirbúning og a=0,96 fyrir áætlaða þekkingu. Í heild er áreiðanleiki hvers lykilkvarða og undirkvarða PREMIS-IS örlítið hærri en upprunalega listans. Meginhlutagreiningin á skoðanakvarða PREMIS-IS skilaði sjö þáttum, sama fjölda og fékkst úr upprunalega PREMIS en þó aðeins frábrugðnum þáttahleðslum, þ.e. að atriðin/spurningarnar röðuðust ekki alveg eins á hvern þátt. Þáttunum voru gefin eftirfarandi nöfn, eftir efni atriðanna sem hlóðust á þættina: Starfsmaðurinn og vinnustaðurinn (SV); þekking (Þ); lagaleg ákvæði (LÁ); ábyrgð þolenda (ÁÞ); aðstæður (A); réttur þolanda (RÞ); og úrræði (Ú). Í töflu 3 má sjá kvarða, lykilkvarða og þætti úr þáttagreiningu á PREMIS-IS, þáttahleðsluna má sjá í töflu 4 og áreiðanleika þáttanna má sjá í töflu 5. Fylgni milli kvarða PREMIS-IS og þátta úr þáttagreiningu má sjá í töflu 6. Fylgni milli þáttanna úr meginhlutagreiningunni var engin, fyrir utan lága neikvæða fylgni r= -36 milli SV og RÞ. Þetta þýðir að svör á einum þætti eru óháð svörum á öðrum þætti. Undantekningin er sú að svör við spurningum um starfsmanninn og vinnustaðinn annars vegar og upplifaða þekkingu á ONS hins vegar haldast lítillega í hendur, sem kemur ef til vill ekki á óvart miðað við innihald atriðanna, það er að þekking á ONS helst í hendur við það sem starfsmaðurinn upplifir um úrræði við ONS á vinnustaðnum. Atriðin sem röðuðu sér saman í þætti í íslensku útgáfunni eru talsvert önnur en í upprunalegu útgáfunni en þó vekur athygli að þáttagerðin er tiltölulega hreinleg. Með því er átt við að atriðin hlaðast almennt afgerandi mest á einn þátt. Þar við bætist að áreiðanleiki PREMIS-IS í heild var sambærilegur upprunalega PREMIS. Þar sem atriðin í þáttagreiningunni röðuðu sér ólíkt á þættina og ólíkar spurningar þar með í hverjum þætti er ekki merkingarbært að bera saman fylgni milli þátta bandarísku og íslensku útgáfna listans. Aðeins eitt atriði hlóð á tvo þætti, miðað við viðmið Hair o.fl. (2019) sem notuð voru hér, það er „Ég get aflað upplýsinga til að bera kennsl á ONS sem undirliggjandi orsök“. Þetta atriði hlóð bæði á þáttinn um starfsmann og vinnustað annars vegar, og lagaleg ákvæði hins vegar, sem er rökrétt þegar hugsað er til þeirrar óhjákvæmilegu skörunar sem oft verður milli heilbrigðiskerfis og réttarkerfis. Fjölbreytuaðhvarfsgreining (e. Multiple Regression) var notuð til að kanna hvort kvarðarnir og/eða þættir úr þáttagreiningu hefðu forspárgildi fyrir svör úr kvarðanum verklag og starfsumhverfi. Þetta var gert til að skoða hvort þessir kvarðar spiluðu eins saman og í bandarísku útgáfunni. Ekki fundust tölfræðilega marktæk áhrif þátta PREMIS-IS á verklags- og starfsumhverfiskvörðunum, ólíkt því sem er í upprunalega PREMIS-listanum (Short o.fl., 2006). UMRÆÐA Niðurstöður greiningarinnar sem sjá má hér að framan styðja við notkun PREMIS-IS til endurmenntunar og stefnumótunar í íslensku heilbrigðiskerfi. Áreiðanleiki allra kvarða PREMIS-IS reyndist sambærilegur eða örlítið hærri en í upprunalegu útgáfunni. Niðurstöður meginhlutagreiningar á skoðanakvarðanum studdu við sjö þætti í samræmi við það sem búist var við, en röðun atriða var ólík því sem fékkst í bandarísku útgáfunni. Uppröðun atriðanna á þættina eftir efni var tiltölulega hreinleg. Með öðrum orðum gefa niðurstöður til kynna að innihald listans endurspegli efnisflokka sem koma íslensku heilbrigðisstarfsfólki við þegar kemur að því að Þýðing og prófun á PREMIS: Spurningalisti til að kanna þekkingu heilbrigðisstarfsmanna á ofbeldi í nánum samböndum Tafla 3. Lykilkvarðar, undirkvarðar og þættir úr þáttagreiningu PREMIS-IS 1) Bakgrunnskvarði 1a ) Áætlaður undirbúningur 1b) Áætluð þekking 1c) Fyrri þjálfun 2) Raunveruleg þekking 3) Skoðanakvarði 3a) Starfsmaðurinn og vinnustaðurinn 3b) Þekking 3c) Lagaleg ákvæði 3d) Ábyrgð þolenda 3e) Aðstæður 3f) Réttur þolanda 3g) Úrræði 4) Verklag og starfsumhverfi (nefnt Klínískir þættir í upprunalega PREMIS) Tafla 5. Innra samræmi á þáttum skoðanakvarða PREMIS-IS Nafn þáttar Cronbach‘s a Fjöldi atriða Starfsmaðurinn og vinnustaðurinn 0,82 10 Þekking 0,84 5 Lagaleg ákvæði 0,80 3 Ábyrgð þolenda 0,58 6 Aðstæður 0,55 6 Réttur þolanda 0,28 3 Úrræði 0,46 3

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.