Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Blaðsíða 58
56 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 100. árg. 2024 aðstoð tölfræðistuðla hvaða atriði virðast eiga betur saman en önnur. Atriðin sem eiga betur saman en önnur kallast „þættir“ (e. factors). Stærðin sem gefur til kynna styrkleika sambands atriðis á spurningalista við þátt, kallast þáttahleðsla (DeVellis, 2016; Field, 2017). Notast var við afbrigði af þáttagreiningu sem kallast meginhlutagreining (e. Principal Components Analysis), með varimax-snúningi. Ef þáttahleðslurnar eru háar og samband atriðanna innbyrðis í samræmi við kenninguna um mælitækið er kominn vísir að réttmæti en sé þessu öfugt farið er það vísbending um að svörin við listanum endurspegli ekki viðkomandi hugsmíð eins og lagt var upp með (DeVellis, 2016). Leiðbeinandi viðmið um hversu há þáttahleðsla í leitandi þáttagreiningu þarf að vera er 0,4 (Hair o.fl., 2019). Þáttagreind atriði voru skoðanakvarði PREMIS-IS, það er atriði sem ætlað er að mæla skoðanir heilbrigðisstarfsfólks á ONS. Við úrvinnslu gagna úr þáttagreiningu var tekið tillit til öfugkóðunarleiðbeininga sem fengnar voru frá dr. Short. NIÐURSTÖÐUR Kaiser-Meyer-Olkin-talan var 0,71 sem gaf til kynna að gögnin henti til þáttagreiningar (Field, 2017). Cronbach’s alpha fyrir undirkvarða PREMIS-IS mældist a=0,97 fyrir áætlaðan undirbúning, a=0,98 fyrir áætlaða þekkingu, og a=0,83 fyrir skoðanakvarðann í heild. Áreiðanleiki undirkvarða verklags- og starfsumhverfis var á bilinu a=0,71 til 0,99, sem telst frá ásættanlegu upp í mjög gott eftir atvikum (Nunnally, 1978; Nunnally og Bernstein, 1994). Ekki var reiknaður áreiðanleiki fyrir lykilkvarðann raunveruleg þekking. Ástæðan er að í þeim kvarða eru tekin saman rétt og röng svör og markmið þessarar rannsóknar var ekki að kanna þekkingu heilbrigðisstarfsfólks á ofbeldi, heldur að meta próffræðilega eiginleika listans. Í bandarísku gerð PREMIS var a=0,96 fyrir áætlaðan undirbúning og a=0,96 fyrir áætlaða þekkingu. Í heild er áreiðanleiki hvers lykilkvarða og undirkvarða PREMIS-IS örlítið hærri en upprunalega listans. Meginhlutagreiningin á skoðanakvarða PREMIS-IS skilaði sjö þáttum, sama fjölda og fékkst úr upprunalega PREMIS en þó aðeins frábrugðnum þáttahleðslum, þ.e. að atriðin/spurningarnar röðuðust ekki alveg eins á hvern þátt. Þáttunum voru gefin eftirfarandi nöfn, eftir efni atriðanna sem hlóðust á þættina: Starfsmaðurinn og vinnustaðurinn (SV); þekking (Þ); lagaleg ákvæði (LÁ); ábyrgð þolenda (ÁÞ); aðstæður (A); réttur þolanda (RÞ); og úrræði (Ú). Í töflu 3 má sjá kvarða, lykilkvarða og þætti úr þáttagreiningu á PREMIS-IS, þáttahleðsluna má sjá í töflu 4 og áreiðanleika þáttanna má sjá í töflu 5. Fylgni milli kvarða PREMIS-IS og þátta úr þáttagreiningu má sjá í töflu 6. Fylgni milli þáttanna úr meginhlutagreiningunni var engin, fyrir utan lága neikvæða fylgni r= -36 milli SV og RÞ. Þetta þýðir að svör á einum þætti eru óháð svörum á öðrum þætti. Undantekningin er sú að svör við spurningum um starfsmanninn og vinnustaðinn annars vegar og upplifaða þekkingu á ONS hins vegar haldast lítillega í hendur, sem kemur ef til vill ekki á óvart miðað við innihald atriðanna, það er að þekking á ONS helst í hendur við það sem starfsmaðurinn upplifir um úrræði við ONS á vinnustaðnum. Atriðin sem röðuðu sér saman í þætti í íslensku útgáfunni eru talsvert önnur en í upprunalegu útgáfunni en þó vekur athygli að þáttagerðin er tiltölulega hreinleg. Með því er átt við að atriðin hlaðast almennt afgerandi mest á einn þátt. Þar við bætist að áreiðanleiki PREMIS-IS í heild var sambærilegur upprunalega PREMIS. Þar sem atriðin í þáttagreiningunni röðuðu sér ólíkt á þættina og ólíkar spurningar þar með í hverjum þætti er ekki merkingarbært að bera saman fylgni milli þátta bandarísku og íslensku útgáfna listans. Aðeins eitt atriði hlóð á tvo þætti, miðað við viðmið Hair o.fl. (2019) sem notuð voru hér, það er „Ég get aflað upplýsinga til að bera kennsl á ONS sem undirliggjandi orsök“. Þetta atriði hlóð bæði á þáttinn um starfsmann og vinnustað annars vegar, og lagaleg ákvæði hins vegar, sem er rökrétt þegar hugsað er til þeirrar óhjákvæmilegu skörunar sem oft verður milli heilbrigðiskerfis og réttarkerfis. Fjölbreytuaðhvarfsgreining (e. Multiple Regression) var notuð til að kanna hvort kvarðarnir og/eða þættir úr þáttagreiningu hefðu forspárgildi fyrir svör úr kvarðanum verklag og starfsumhverfi. Þetta var gert til að skoða hvort þessir kvarðar spiluðu eins saman og í bandarísku útgáfunni. Ekki fundust tölfræðilega marktæk áhrif þátta PREMIS-IS á verklags- og starfsumhverfiskvörðunum, ólíkt því sem er í upprunalega PREMIS-listanum (Short o.fl., 2006). UMRÆÐA Niðurstöður greiningarinnar sem sjá má hér að framan styðja við notkun PREMIS-IS til endurmenntunar og stefnumótunar í íslensku heilbrigðiskerfi. Áreiðanleiki allra kvarða PREMIS-IS reyndist sambærilegur eða örlítið hærri en í upprunalegu útgáfunni. Niðurstöður meginhlutagreiningar á skoðanakvarðanum studdu við sjö þætti í samræmi við það sem búist var við, en röðun atriða var ólík því sem fékkst í bandarísku útgáfunni. Uppröðun atriðanna á þættina eftir efni var tiltölulega hreinleg. Með öðrum orðum gefa niðurstöður til kynna að innihald listans endurspegli efnisflokka sem koma íslensku heilbrigðisstarfsfólki við þegar kemur að því að Þýðing og prófun á PREMIS: Spurningalisti til að kanna þekkingu heilbrigðisstarfsmanna á ofbeldi í nánum samböndum Tafla 3. Lykilkvarðar, undirkvarðar og þættir úr þáttagreiningu PREMIS-IS 1) Bakgrunnskvarði 1a ) Áætlaður undirbúningur 1b) Áætluð þekking 1c) Fyrri þjálfun 2) Raunveruleg þekking 3) Skoðanakvarði 3a) Starfsmaðurinn og vinnustaðurinn 3b) Þekking 3c) Lagaleg ákvæði 3d) Ábyrgð þolenda 3e) Aðstæður 3f) Réttur þolanda 3g) Úrræði 4) Verklag og starfsumhverfi (nefnt Klínískir þættir í upprunalega PREMIS) Tafla 5. Innra samræmi á þáttum skoðanakvarða PREMIS-IS Nafn þáttar Cronbach‘s a Fjöldi atriða Starfsmaðurinn og vinnustaðurinn 0,82 10 Þekking 0,84 5 Lagaleg ákvæði 0,80 3 Ábyrgð þolenda 0,58 6 Aðstæður 0,55 6 Réttur þolanda 0,28 3 Úrræði 0,46 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.