Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Side 85

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Side 85
83 Ritrýnd grein | Peer review Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 100. árg. 2024 Framkvæmd og gagnasöfnun Gagnasöfnun fór fram í gagnagrunni Sögukerfis HSN eða gagnagrunnum sykursýkismóttaka HSN í Fjallabyggð og á Dalvík. Gögn voru tekin úr heilsugátt og samskiptaseðlum lækna og hjúkrunarfræðinga, bæði úr almennum samskiptaseðlum og þar til gerðum samskiptaseðlum sem ætlaðir eru sykursýkis- móttökum, samskiptaseðill vegna sykursýki. Þátttakendur fengu þátttökunúmer sem var skráð í excel-gagnagrunn ásamt rannsóknarbreytum. Rannsóknarbreytur Breytur í rannsókninni voru: kyn, aldur, sjúkdómslengd, hreyfing, mataræði og reykingar. Skráð voru gildi HbA1c, blóðþrýstings, blóðfitu, kreatíns, gaukulsíunarhraða (Gfr) og LÞS, tvær mælingar sem voru með a.m.k. sex mánaða millibili, mæling 1 (T1) og mæling 2 (T2). Samantekt var gerð á lyfjanotkun úrtaks: blóðsykurs-, blóðþrýstings- og blóðfitulækkandi lyfjum ásamt notkun á GLP-1 hliðstæðulyfi. Skráð var þjónusta móttöku: veitt fræðsla, tilvísun í hreyfiseðli, tilvísun til næringarfræðings, fótaskoðun, augnskoðun, notkun á streitulistanum (Problem Areas In Diabetes - PAID) og mæting í móttöku. Gagnagreining Úrvinnsla og greining gagna fór í gegnum tölfræðiforritið Statistical Package for Social Sciences (SPSS) útgáfu 26 (IBM, Armonk, NY, USA). Lýsandi og ályktunar tölfræði var notuð til að greina rannsóknarbreytur. Fylgni var reiknuð á milli bakgrunnsbreyta og HbA1c gildis, kólesteróls, HDL, þríglýseríðs, kreatíns, Gfr, slagbilsþrýstings, hlébilsþrýstings og LÞS ásamt notkun á GLP-1 hliðstæðulyfjum. Gerður var samanburður á mælingum HbA1c- gildis, kólesteróls, HDL, þríglýseríðs, kreatíns, Gfr, slagbilsþrýstings, hlébilsþrýstings og LÞS þátttakenda, T1 og T2. Parað t-próf var notað til að skoða breytingar á sömu mælingum milli T1 og T2. Miðað var við marktektarmörk p-gildi <0,05 og einhliða marktektarmörk (e. one-sided p). Spábreytur í línulegri aðhvarfsgreiningu til að skoða tengsl á milli HbA1c- gildis (háð breyta) voru valdar vegna fylgni við háða breytu á T1: GLP-1 lyf, LÞS, hjartasjúkdómar, reykingar, sjúkdómslengd og kyn. Siðfræði Leyfi til rannsóknarinnar fékkst hjá Vísindasiðanefnd (VSN-21-091) og framkvæmdastjórn HSN veitti samþykki fyrir rannsókninni. NIÐURSTÖÐUR Einstaklingar sem komu í móttökurnar tvær á umræddu tímabili voru 101 en 13 áttu ekki tvær mælingar á HbA1c- gildi og voru því útilokaðir frá frekari rannsókn. Úrtakið voru 88 einstaklingar, því voru gögn um 87,1% skjólstæðinga viðkomandi sykursýkismóttaka á rannsóknartíma greind. Bakgrunnur Tafla 1 sýnir persónu- og heilsuþætti þátttakenda í upphafi rannsóknartímabilsins (T1). Þátttakendur voru á aldrinum 32- 90 ára (M=66,1 ár) og hlutfall karla 58%. Meðaltal HbA1c var 50,9 mmól/mól (±16,5) með spönn frá 27,9 mmól/mól-105,5 mmól/ mól. Meðal LÞS var 33,5 kg/m2 og meðal sjúkdómslengd úrtaks var 10,3 ár (spönn 1-21 ár). Um 57% voru með sjúkdómslengd upp á níu ár eða skemur. Þegar skoðaðir voru lífsstílshættir kom í ljós að 38,6% höfðu á einhvern hátt gert breytingu á mataræði, 34,1% stunduðu hreyfingu og 30,7% höfðu hætt reykingum. Tafla 1. Persónu- og heilsuþættir sem einkenndu þátt- takendur (n=88) í upphafi rannsóknartímabils Meðaltal (±Sf) Spönn Vantar upp- lýsingar (%) Persónuþættir Aldur, ár 66,1 (12,68) 32-90 Sjúkdómslengd 10,3 (6,09) 1-21 n (%) Karl 51 (58) Kona 37 (42) n (%) Heilsuþættir Reykingar 23,9 Reykir 15 (17) Hætt/ur að reykja 27 (30,7) Aldrei reykt 25 (28,4) Hreyfing 30 (34,1) Breyting á mataræði 34 (38,6) Meðaltal (±Sf) Spönn HbA1c (mmól/ mól) 50,9 (16,5) 27,9-105,5 Slagbilsþrýstingur (mmHg) 143 (19,35) 105-198 9,1 Hlébilsþrýstingur (mmHg) 81 (9,17) 62-105 9,1 Þyngd (kg) 99,8 (19,69) 63-156,2 10,2 LÞS (kg/m2) 33,5 (5,93) 21,8-47,6 13,6 n (%) Meðferðarform Insúlín ásamt töflum 8 (9,1) Metformin 28 (31,8) Töflur, 2 tegundir og fleiri 22 (25) GLP-1 39 (44,3) Engin blóðsykurs- lækkandi lyf 6 (6,8) Blóðþrýstings- lækkandi lyf 71 (80,7) Blóðfitu- lækkandi lyf 48 (54,5) n (%) Fylgikvillar Hjarta- og æða- sjúkdómar 74 (84,1) 4,5 Nýrnakvillar 7 (8) 9,1 Taugakvillar 25 (28,4) 17 Augnsjúkdómar 8 (9,1) 18,2

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.