Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Síða 85

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2024, Síða 85
83 Ritrýnd grein | Peer review Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 100. árg. 2024 Framkvæmd og gagnasöfnun Gagnasöfnun fór fram í gagnagrunni Sögukerfis HSN eða gagnagrunnum sykursýkismóttaka HSN í Fjallabyggð og á Dalvík. Gögn voru tekin úr heilsugátt og samskiptaseðlum lækna og hjúkrunarfræðinga, bæði úr almennum samskiptaseðlum og þar til gerðum samskiptaseðlum sem ætlaðir eru sykursýkis- móttökum, samskiptaseðill vegna sykursýki. Þátttakendur fengu þátttökunúmer sem var skráð í excel-gagnagrunn ásamt rannsóknarbreytum. Rannsóknarbreytur Breytur í rannsókninni voru: kyn, aldur, sjúkdómslengd, hreyfing, mataræði og reykingar. Skráð voru gildi HbA1c, blóðþrýstings, blóðfitu, kreatíns, gaukulsíunarhraða (Gfr) og LÞS, tvær mælingar sem voru með a.m.k. sex mánaða millibili, mæling 1 (T1) og mæling 2 (T2). Samantekt var gerð á lyfjanotkun úrtaks: blóðsykurs-, blóðþrýstings- og blóðfitulækkandi lyfjum ásamt notkun á GLP-1 hliðstæðulyfi. Skráð var þjónusta móttöku: veitt fræðsla, tilvísun í hreyfiseðli, tilvísun til næringarfræðings, fótaskoðun, augnskoðun, notkun á streitulistanum (Problem Areas In Diabetes - PAID) og mæting í móttöku. Gagnagreining Úrvinnsla og greining gagna fór í gegnum tölfræðiforritið Statistical Package for Social Sciences (SPSS) útgáfu 26 (IBM, Armonk, NY, USA). Lýsandi og ályktunar tölfræði var notuð til að greina rannsóknarbreytur. Fylgni var reiknuð á milli bakgrunnsbreyta og HbA1c gildis, kólesteróls, HDL, þríglýseríðs, kreatíns, Gfr, slagbilsþrýstings, hlébilsþrýstings og LÞS ásamt notkun á GLP-1 hliðstæðulyfjum. Gerður var samanburður á mælingum HbA1c- gildis, kólesteróls, HDL, þríglýseríðs, kreatíns, Gfr, slagbilsþrýstings, hlébilsþrýstings og LÞS þátttakenda, T1 og T2. Parað t-próf var notað til að skoða breytingar á sömu mælingum milli T1 og T2. Miðað var við marktektarmörk p-gildi <0,05 og einhliða marktektarmörk (e. one-sided p). Spábreytur í línulegri aðhvarfsgreiningu til að skoða tengsl á milli HbA1c- gildis (háð breyta) voru valdar vegna fylgni við háða breytu á T1: GLP-1 lyf, LÞS, hjartasjúkdómar, reykingar, sjúkdómslengd og kyn. Siðfræði Leyfi til rannsóknarinnar fékkst hjá Vísindasiðanefnd (VSN-21-091) og framkvæmdastjórn HSN veitti samþykki fyrir rannsókninni. NIÐURSTÖÐUR Einstaklingar sem komu í móttökurnar tvær á umræddu tímabili voru 101 en 13 áttu ekki tvær mælingar á HbA1c- gildi og voru því útilokaðir frá frekari rannsókn. Úrtakið voru 88 einstaklingar, því voru gögn um 87,1% skjólstæðinga viðkomandi sykursýkismóttaka á rannsóknartíma greind. Bakgrunnur Tafla 1 sýnir persónu- og heilsuþætti þátttakenda í upphafi rannsóknartímabilsins (T1). Þátttakendur voru á aldrinum 32- 90 ára (M=66,1 ár) og hlutfall karla 58%. Meðaltal HbA1c var 50,9 mmól/mól (±16,5) með spönn frá 27,9 mmól/mól-105,5 mmól/ mól. Meðal LÞS var 33,5 kg/m2 og meðal sjúkdómslengd úrtaks var 10,3 ár (spönn 1-21 ár). Um 57% voru með sjúkdómslengd upp á níu ár eða skemur. Þegar skoðaðir voru lífsstílshættir kom í ljós að 38,6% höfðu á einhvern hátt gert breytingu á mataræði, 34,1% stunduðu hreyfingu og 30,7% höfðu hætt reykingum. Tafla 1. Persónu- og heilsuþættir sem einkenndu þátt- takendur (n=88) í upphafi rannsóknartímabils Meðaltal (±Sf) Spönn Vantar upp- lýsingar (%) Persónuþættir Aldur, ár 66,1 (12,68) 32-90 Sjúkdómslengd 10,3 (6,09) 1-21 n (%) Karl 51 (58) Kona 37 (42) n (%) Heilsuþættir Reykingar 23,9 Reykir 15 (17) Hætt/ur að reykja 27 (30,7) Aldrei reykt 25 (28,4) Hreyfing 30 (34,1) Breyting á mataræði 34 (38,6) Meðaltal (±Sf) Spönn HbA1c (mmól/ mól) 50,9 (16,5) 27,9-105,5 Slagbilsþrýstingur (mmHg) 143 (19,35) 105-198 9,1 Hlébilsþrýstingur (mmHg) 81 (9,17) 62-105 9,1 Þyngd (kg) 99,8 (19,69) 63-156,2 10,2 LÞS (kg/m2) 33,5 (5,93) 21,8-47,6 13,6 n (%) Meðferðarform Insúlín ásamt töflum 8 (9,1) Metformin 28 (31,8) Töflur, 2 tegundir og fleiri 22 (25) GLP-1 39 (44,3) Engin blóðsykurs- lækkandi lyf 6 (6,8) Blóðþrýstings- lækkandi lyf 71 (80,7) Blóðfitu- lækkandi lyf 48 (54,5) n (%) Fylgikvillar Hjarta- og æða- sjúkdómar 74 (84,1) 4,5 Nýrnakvillar 7 (8) 9,1 Taugakvillar 25 (28,4) 17 Augnsjúkdómar 8 (9,1) 18,2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.