Edda - 01.06.1958, Blaðsíða 18
vill væri þó mest um vert, að sending slíks
fulltrúa væri óbrigðult vitni þess, að heima-
þjóðin vildi fylgjast með og styðja málefni
frænda sinna þar vestra, og sýna þannig í
verkinu, að hún liti enn á alla menn af rs-
lenzku bergi brotna sem eina heild, hvar senr
þeir dvelja. Hið sama má segja um sendingu
fulltrúa á landnámsafmæli. Það má líkja þeim
mannasendingum við hlýtt handtak á kveðju-
eða hátíðastund, hvort heldur í gleði eða sorg.
En slíkt handtak getur oft orðið ógleyman-
legt og tengt órjúfandi vináttuhönd.
15. Unnið verði að því, að koma é vincbæjasambandi
miíli íslenzkra bæja og þeirra borga og bæja vesfan
hafs, í Canada og Bandaríkjunum, þar sem flest er
fólk af íslenzkum ættum.
Eftir síðustu styrjöld hefir slíkt samband
verið starfandi milli nokkurra íslenzkra bæja
og borga á Norðurlöndum. Hafa bæir þessir
skipzt á heimsóknum og gjöfum, og l’.aldin
liafa verið nokkur vinabæjamót. Starfsemi
þessi hefir aukið verulega kynni á milli l.and-
anna. Norrænu félögin hafa haft forgöngu um
þessi mál á Norðurlöndum með stuðningi við-
komandi bæjarstjórna, og mætti hugsa sér, að
Þjcðræknisfélagið vestra og íslandsdeild þess
ynnu að því á líkan hátt.
13 8. Mennirrgarmál.
16. Stuðningur við kennslustóla í íslenzkum fræðum við
hóskóla vestan hafs, m. c. með sendikennurum.
Hér er að vísu urn að ræða mál, sem snert-
ir miklu fleiri en Vestur-íslendinga, en það
er almenn kynning á íslenzkri tungu og menn-
ingu í Vesturheimi. En vitanlega er slík kynn-
ing ekki sízt mikilvæg vegna sambandsins við
menn af íslenzkum stofni þar vestra. Starf
þetta mætti framkvæma á tvennan liátt: Ann-
ars vegar með beinum stuðningi við fasta
kennslustóla, sem til eru eða stofnaðir kynnu
að verða, einkum þó að tilhlutan Vestur-Is-
lendinga. Að vísu gæti þar ekki orðið um
rnarga kennslustóla að ræða. En hins vegar
mundi vera hægt að konra miklu til leiðar í
þessum efnum með lausum sendikennurum. Er
sennilegt, að komast mætti að samningum við
marga háskóla I Ameríku, er sent gætu kenn-
ara til Háskóla Islands, í stað sendikennara,
er færu héðan að heiman vestur um haf. En
vitanlega yrði þessi starfsemi fyrst og fremst
að vera á vegum Háskóla Islands. Slíkt sendi-
kennarastarf væri vel fallið til lianda ungum
og efnilegum kandídötum í íslenzkum fræð-
urn. Fengju þeir þar eldskírn sína, og yrðu á-
reiðar* ega miklu víðsýnni og hæfari til starfa,
er þeir kæmu aftur heim. Sumir myndu að
vísu ílendast vestra, og þótt það sé ekki eftir-
sóknarvert, að íslenzkir menntamenn flytji bú-
ferlum af landinu, þá er og þess að minnast,
að þeir verða útverðir íslenzkrar menningar
og landi og þjóð harla mikilvægir í því efni.
17. Gefin verði út kennslubók í íslenzku handa byrjend-
um.
Viðhald íslenzkrar tungu meðal Vestur-ís-
lendinga er höfuðskilyrði þess, að þeir hverfi
ekki með öllu í þjóðahafið ameríska. Eins og
gefur að skilja verður viðhald tungunnar sí-
fellt erfiðara og erfiðara eftir því sem íslenzk-
an hverfur meira úr daglegu máli heimilanna
og íslenzkum sveitabýlum fækkar. Og eitt sem
eykur á erfiðleika þeirra, sem annars fýsti að
halda við málinu og kenna það börnum sínum,
er skortur á handhægri kennslubók í íslenzku
með enskum þýðingum og skýringum. Utgáfa
slíkrar bókar ætti að vera eitt hið fyrsta verk,
16
E D D A