Edda - 01.06.1958, Síða 79
gilti og að sumu leyti gildir enn á íslandi. Vona
ég, að þó að þetta sé allþurr fróðleikur, leiki
einhverjum hugur á að kynnast honum.
III. kafli laganna er um kosningarétt og kjör-
gengi. Allir, sem voru 18 ára og með óflekkað
mannorð, höfðu kosningarrétt, en kjörgengir
voru þeir, sem Iiöfðu náð 21 árs aldri. Þó voru
þjónandi prestar og ráðnir alþýðuskólakenn-
arar ekki kjörgengir í byggðarnefndir. Það
kann að virðast furðulegt ákvæði að neita
prestum og kennurum um sæti í byggðarnefnd-
unum, sérstaklega þar sem Vestur-Islendingar
báru sérstaklega mikla virðingu fyrir starfi
þessara manna og fundu gildi þess jafnvel enn
þá betur á framandi slóðum en margur gerði
hér heima. En ég get þó hugsað mér tvær á-
stæður til þessa ákvæðis. Prestar og alþýðu-
kennarar áttu í raun og veru heimili í nýlend-
unni allri. Starf þeirra var kostað af almenn-
ingi, og skyldur þeirra voru alls staðar jafnt.
Það gat því verið óréttmætt að gera þá að full-
trúum einhvers sérstaks hluta þingsins, og
spillt fyrir starfi þeirra í öðrum landshlutum.
Enn fremur er sennilegt, að því er prestana
áhrærði, að prestsembættið hafi verið undan-
skilið af því, að á því hvíldi helgi í meðvitund
fólksins. Alveg eins og hér á landi þykir ekki
viðeigandi, að prestar séu hreppstjórar eða
sýslumenn, gat mönnum fundizt hið marghátt-
aða veraldarvafstur byggðarstjóranna ósam-
rýmanlegt þjónustu orðsins.
IV. kaflinn er um skyldur almennings. Þar
er fram tekið, að hver karlmaður, sem er 21
árs að aldri, skuli inna af hendi tvö dagsverk
til vegabóta á hverju sumri', en greiði að öðr-
um kosti 2 dali í vegasjóð. Hver maður skyldi
tilkynna byggðarstjóra barnsfæðingar, manns-
lát og hjónavígslur. Búnaðarskýrslur átti að
gefa árlega um jarðabætur og heyföng, sán-
ingu og uppskeru, lifandi pening, veiðarfæri
og afla. Styrkur skyldi veittur ekkjum og mun-
aðarleysingjum á þann liátt, sem hver byggð
taldi heppilegast. Fundahús skyldi byggt og
því haldið við með tilstyrk almennings í hverri
byggð. Opinber skattur í byggðarsjóð skyldi
vera 25 cent á hvern atkvæðisbæran íbúa
byggðarinnar.
Það hlýtur að vekja athygli, hve hin opin-
beru gjöld eru lág. En bæði var það, að af litlu
var að taka hjá hverjum einstaklingi og hitt,
að enn var þjóðfélagið einfalt að byggingu og
lítill kostnaður, sem á því hvíldi. Embættis-
mennirnir höfðu engin föst laun. Fyrir sátta-
nefndarstörf, uppboð og virðingar var goldið
af málsaðilum eftir föstum taxta. Það er engin
tilviljun, að hinar fyrstu opinberu framkvæmd-
ir í Vatnsþingi eru vegalagningar, því að á því
reið mikið, að unnt væri að koma afurðum ný-
lendumannanna á markað í bæjunum suður af
vatninu. Nokkur kostnaður mun og bafa verið
samfara skýrslugerðum og bókhaldi þingsins,
en varla hafa það þó orðið neinar stór-upp-
hæðir.
VI. kafli laganna fjallar um skyldur byggð-
arnefnda. Þær áttu að hafa umsjón með vega-
gerðinni, og var það óefað töluvert mikið ’verk
að sjá um, að sú vinna yrði vel af hendi leyst.
Þá skyldu þær og útvega ekkjum og munaðar-
leysingjum meðráðamenn og fjárhaldsmenn,
annast fátækraframfærslu, hafa umsjón með
fundahúsum, kjósa þingráðsstjórann, hafa eft-
irlit með heilbrigðisástandi og loks að upp-
örva og hvétja til alls konar samtaka og fé-
lagsskapar, er miða til hagsældar og framfara
í byggðinni.
Akvæðið um eftirlit með heilbrigðisástand-
inu og ráðstafanir til að hindra útbreiðslu
næmra sjúkdóma er áreiðanlega sprottið af
hinni sáru og sorglegu reynslu, er frumbyggj-
arnir urðu fyrir annan veturinn, sem þeir
E D D A
77