Edda - 01.06.1958, Síða 86
sína í Borgarfirði. Auk ])ess átt mikinn þátt í
fjársöfnun til Eimskipafélagsins í Vestur-
keimi og komið heim á aðalfundi félags-
ins. Þótti íslenzku stjórninni nú bera vel í
veiði, að fá Árna Eggertsson til að vera sendi-
fulltrúa landsins hjá stjórninni í Washington
og standa fyrir aðdráttum og erindisrekstri
Islendinga vestur þar. Tók Árni vel þessum
tilmælum, og var um stund athafnamikill og
farsæll trúnaðarmaður Islands hjá Banda-
ríkjastjórn. Lauk starfi hans, þegar friður
komst á, og íslenzk verzlun beindist sem fyrr
til landa í Norðurálfu en ekki til Ameríku. En
meðan stríðið stóð, voru þessi skipti þýðingar-
mikil. Má Arni Eggertsson með nokkrum rétti
kallast fyrsti sendiherra íslendinga, þótt ekki
væri það nafn helgað með löggjöf, heldur
starfinu einu saman.
Eftir að fyrra stríðinu lauk, stofnuðu ís-
lendingar vestanhafs Þjóðræknisfélag sitt, og
var það voldug stofnun og er það enn. Má
einna helzt líkja því þjóðernisfélagi við Hið
íslenzka bókmenntafélag á dögum Jóns Sig-
urðssonar. Jón gerði Bókmenntafélagið um
sína daga að andlegu íslenzku ríki með nokkr-
um fjárráðum. Stjórn landsins var þá að öðru
leyti í höndum Dana, en Bókmenntafélagið gat
afkastað furðumiklu verki til þjóðlegrar við-
reisnar, af því að það var sjálfstætt og undir
íslenzkri stjórn. Á sama hátt hefir Þjóðræknis-
félag Islendinga í Vesturheimi starfað við hlið
kirkjufélaganna, tákn íslenzkrar sameiningar
í Ameríku, og verður starf þess aldrei full-
þakkað. Reynt var um þetta leyti að stofna
Þjóðræknisfélag í Reykjavík. Dafnaði það
nokkuð í fyrstu, en fékk ekki nægan ajmennan
stuðning og lognaðist útaf, án þess að hafa
myndað nokkra sögu.
Fram að þessum tímum hafði ég lítil kynni
haft af Vestur-íslendingum, nema helzt í sam-
]>andi við störf Árna Eggertssonar, sem fyrr
er að vikið. Ég var kosinn til þings vorið 1922
og starfaði þá að nýrri flokkamyndun, sem
sneri sér að framfaramálum landsins, sem
aðalatriði, en lét deilumálin við Dani híða
sinnar stundar. Á þingi 1926 ])eitti ég mér
fyrir nýrri hugmynd, sem var mjög þýðingar-
mikil í skiptum og kynnum íslendinga austan
hafs og vestan. Bar ég þá með fleiri þing-
mönnum fram tillögu um það, að haldin skyldi
allsherjarþjóðhátíð á Þingvöllum 1930, til að
minnast 1000 ára afmælis Alþingis. Var kosin
nefnd til að standa fyrir þessari framkvæmd.
Voru í henni fulltrúar allra íslenzkra flokka.
Hafði nefndin 4 ár til að undirbúa hina miklu
])jóðhátíð. Þessi hugmynd var mjög rædd í
ldöðum og málfundum Vestur-íslendinga, og
má segja, að eldur áhugans fyrir heimför á
þessa hátíð, hafi logað um alla Ameríku, hvar
sem Islendingar hjuggu. Störfuðu tvær nefndir
að heimfararmálum vestanhafs, og komu full-
trúar þeirra við og við til Reykjavíkur til sam-
starfs við hátíðarnefndina, sem fyrr er að vik-
ið. Á þessum árum komu þeir séra Rögnvald-
ur Pétursson, Árni Eggertsson og Ásmundur
Jóhannesson mörgum sinnum heim til íslands
til að undirbúa heimfararmálin. Mikil gæfa
fylgdi þessum áhugastörfum Vestur-íslend-
inga. Nefndin í Reykjavík gerði ráð fyrir
hátíðahöldum á Þingvöllum í þrjá daga, og
hafði mikinn viðbúnað með vegagerðir, húsa-
byggingar og aðdrátt tjalda til hátíðarinnar.
1 Reykjavík voru tvö stórhýsi, Landsspítalinn
og Elliheimilið Grund fullgerð en ekki búin
húsgögnum. Var Vestmönnum búin vist í þess-
um húsakynnum, þeim sem ekki bjuggu hjá
vinum og vandamönnum meðan þeir voru í
Reykjavík. Forráðamönnum hátíðarinnar var
ljóst, að þeir áttu um þessa framkvæmd mest
undir veðri og vindi. Ef veður væri þurrt og
84
E D D A