Edda - 01.06.1958, Side 92

Edda - 01.06.1958, Side 92
orðið hafa í því sambandi eru nálega eingöngu okkur að kenna, en það er önnur saga og verð- ur ekki rakin að þessn sinni. Meðan ég var í Winnipeg 1938 lagði séra Rögnvaldur Pétursson fyrir mig að finna merkan íslending þar í borginni og heita fast á hann að leggja ríflegan skerf fram í íslenzka liáskólasjóðinn. Grettir Jóhannsson fór með mig í þessa for og beið stilltur og þolinmóður í bílnum, meðan ég bar fram fjármálaóskina. Ekki varð mér ágengt í það sinn, sem varla var von, en síðar, þegar þeir voru báðir fallnir frá, Asmundur Jóhannsson og séra Rögnvald- ur Pétursson, og dr. IJorláksson hafði tekið við megin forystu fjársöfnunar vestan hafs í há- skólasjóðinn, þótti mér hörmulegt, ef íslenzka þjóðin legði ekki sinn skerf til stuðnings þessu máli, fremur til að sýna móðurlegan hug til landa í Vesturheimi, þó að það framlag væri ef til vill ekki beinlínis nauðsynlegt fyrir mál- efnið sjálft. J>essu málefni var vel tekið á Al- þingi. Allir þingmenn vildu sýna Vestur-ís- lendingum sóma og stuðning í þessu efni. Mest munaði varðandi þessi framlög um þann stuðn- ing, sem Olafur Thors veitti. Munu 20 þúsund dalir hafa runnið í háskóla-sjóðinn í Winni- peg frá íslenzka ríkissjóðnum. Það er lítil fjárhæð, en borin fram í þeim anda, sem ein- kenndi viðhorf Vestur-íslendinga í skiptum við ættlandið allt frá því að fátækir vesturfar- ar sendu vandamönnum nokkra dollara til stuðnings í erfiðri fjárhagsbaráttu og til þess tíma, þegar stórhuga landar í Vesturheimi stofnuðu Kanadasjóðinn, sem fyrr er að vik- ið, og kornu því til leiðar að Leifs minnismerk- ið með glæsilegri áletrun kom til íslands sem heiðurs- og þakkargjöf á þúsund ára afmæli Alþingis. Ég hafði um 1930 haft forgöngu um stofnun menningarsjóðs á Islandi, sem hefur meðal annars það hlutverk að gefa út merki- legar bækur um þjóðleg málefni. Þegar Vest- ur-íslendingar hófust handa að rita sögu sína voru allmiklir erfiðleikar að fá slíkt verk gef- ið út, bæði í Winnipeg og Reykjavík, en þá kom Menningarsjóður til skjalanna og gaf út sögu Vestur-Islendinga samhliða því að hann gefur út sögu íslendinga, sem ekki var áður rituð, þannig að verkið nær yfir allar aldir Is- landsbyggðar. Menningarsjóður Islands hefur ennfremur gefið út með miklum myndarskap bréf Stephans G. Stephanssonar og nýja útgáfu af ljóðum hans. Er það mikill ávinningur fyrir íslendinga báðum megin hafsins, að öll ritverk hins mikla skálds, sem er glæsilegur höfðingi í andlegu veldi Islendinga, eru nú öll út gefin á þann veg, sem sæmir l>æði skáldinu og þeirri þjóð, sem ól hann og bar ljóð hans fram til varanlegrar frægðar. Svo vildi til, að vinur minn á Akureyri, Árni Bjarnarson, ritstjóri, er mikill stuðningsmað- ur íslenzka þjóðernisfélagsins og málefna þess. Fór hann til Ameríku og hóf þar starf sitt, sem síðar mun þykja þýðingarmikill atburður í skiptum Islendinga yfir hafið. Árni Bjarnar- son sá, að vestan liafs var mikið um íslenzkar heimildir, sem hvergi hafði verið safnað sam- an á skipulegan hátt, þótt sumt af því hafi verið prentað. Árni fór vestur án nokkurs stuðnings annarra. Hann vann það þrekvirki að fá gefið út á Islandi mörg bindi heimilda um ritstörf íslendinga í Vesturheimi. Hefur útgáfufélagið Norðri með tilstilli Árna Bjarn- arsonar tekið að sér þessa útgáfustarfsemi. Eru nú þegar komin út fjögur bindi og líkur til að í þessari xitgáfu verði 16 bindi, þegar henni verður fulllokið. En nú hyggur Arni Bjarnarson á aðra fram- kvæmd til vegs og sæmdar íslendingum í Vesturheimi. Lánist honum þetta verk borgar 90 E D D A
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244

x

Edda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Edda
https://timarit.is/publication/1933

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.