Edda - 01.06.1958, Page 92
orðið hafa í því sambandi eru nálega eingöngu
okkur að kenna, en það er önnur saga og verð-
ur ekki rakin að þessn sinni.
Meðan ég var í Winnipeg 1938 lagði séra
Rögnvaldur Pétursson fyrir mig að finna
merkan íslending þar í borginni og heita fast
á hann að leggja ríflegan skerf fram í íslenzka
liáskólasjóðinn. Grettir Jóhannsson fór með
mig í þessa for og beið stilltur og þolinmóður
í bílnum, meðan ég bar fram fjármálaóskina.
Ekki varð mér ágengt í það sinn, sem varla var
von, en síðar, þegar þeir voru báðir fallnir
frá, Asmundur Jóhannsson og séra Rögnvald-
ur Pétursson, og dr. IJorláksson hafði tekið við
megin forystu fjársöfnunar vestan hafs í há-
skólasjóðinn, þótti mér hörmulegt, ef íslenzka
þjóðin legði ekki sinn skerf til stuðnings þessu
máli, fremur til að sýna móðurlegan hug til
landa í Vesturheimi, þó að það framlag væri
ef til vill ekki beinlínis nauðsynlegt fyrir mál-
efnið sjálft. J>essu málefni var vel tekið á Al-
þingi. Allir þingmenn vildu sýna Vestur-ís-
lendingum sóma og stuðning í þessu efni. Mest
munaði varðandi þessi framlög um þann stuðn-
ing, sem Olafur Thors veitti. Munu 20 þúsund
dalir hafa runnið í háskóla-sjóðinn í Winni-
peg frá íslenzka ríkissjóðnum. Það er lítil
fjárhæð, en borin fram í þeim anda, sem ein-
kenndi viðhorf Vestur-íslendinga í skiptum
við ættlandið allt frá því að fátækir vesturfar-
ar sendu vandamönnum nokkra dollara til
stuðnings í erfiðri fjárhagsbaráttu og til þess
tíma, þegar stórhuga landar í Vesturheimi
stofnuðu Kanadasjóðinn, sem fyrr er að vik-
ið, og kornu því til leiðar að Leifs minnismerk-
ið með glæsilegri áletrun kom til íslands sem
heiðurs- og þakkargjöf á þúsund ára afmæli
Alþingis. Ég hafði um 1930 haft forgöngu um
stofnun menningarsjóðs á Islandi, sem hefur
meðal annars það hlutverk að gefa út merki-
legar bækur um þjóðleg málefni. Þegar Vest-
ur-íslendingar hófust handa að rita sögu sína
voru allmiklir erfiðleikar að fá slíkt verk gef-
ið út, bæði í Winnipeg og Reykjavík, en þá
kom Menningarsjóður til skjalanna og gaf út
sögu Vestur-Islendinga samhliða því að hann
gefur út sögu íslendinga, sem ekki var áður
rituð, þannig að verkið nær yfir allar aldir Is-
landsbyggðar.
Menningarsjóður Islands hefur ennfremur
gefið út með miklum myndarskap bréf
Stephans G. Stephanssonar og nýja útgáfu af
ljóðum hans. Er það mikill ávinningur fyrir
íslendinga báðum megin hafsins, að öll ritverk
hins mikla skálds, sem er glæsilegur höfðingi
í andlegu veldi Islendinga, eru nú öll út gefin
á þann veg, sem sæmir l>æði skáldinu og þeirri
þjóð, sem ól hann og bar ljóð hans fram til
varanlegrar frægðar.
Svo vildi til, að vinur minn á Akureyri, Árni
Bjarnarson, ritstjóri, er mikill stuðningsmað-
ur íslenzka þjóðernisfélagsins og málefna þess.
Fór hann til Ameríku og hóf þar starf sitt, sem
síðar mun þykja þýðingarmikill atburður í
skiptum Islendinga yfir hafið. Árni Bjarnar-
son sá, að vestan liafs var mikið um íslenzkar
heimildir, sem hvergi hafði verið safnað sam-
an á skipulegan hátt, þótt sumt af því hafi
verið prentað. Árni fór vestur án nokkurs
stuðnings annarra. Hann vann það þrekvirki
að fá gefið út á Islandi mörg bindi heimilda
um ritstörf íslendinga í Vesturheimi. Hefur
útgáfufélagið Norðri með tilstilli Árna Bjarn-
arsonar tekið að sér þessa útgáfustarfsemi.
Eru nú þegar komin út fjögur bindi og líkur
til að í þessari xitgáfu verði 16 bindi, þegar
henni verður fulllokið.
En nú hyggur Arni Bjarnarson á aðra fram-
kvæmd til vegs og sæmdar íslendingum í
Vesturheimi. Lánist honum þetta verk borgar
90
E D D A