Edda - 01.06.1958, Síða 137
hvort af sjálfsdáðum, eða sem fulltrúi ríkis-
stjórnar Islands eða opinberra stofnana. Slíkir
fulltrúar skyldu flytja erindi á þjóðræknis-
þinginu og ræður á samkomunni í sambandi
við það. Þeir sem sækja þjóðræknisþingið
munu veita því athygli, að það er aðallega
aldrað eða fullorðið fólk, sem sækir þingið
sjálft. Ennfremur, að á skemmtisamkomunum,
þar sem yngra fólkið mætir, má búast við því,
að meiri hlutinn' skilji ekki íslenzkt mál, og
langar og hátíðlegar ræður á íslenzku falla því
fyrir ofan garð og neðan, og þorra fólksins
finnst þær leiðinleg tímaeyðsla, sem það tekur
með kurteisi og velvild, en það hefir enga
skemmtun af slíkum ræðuhöldum.
Við komum þá að því viðkvæma atriði, við-
haldi íslenzkrár tungu meðal Vestur-íslend-
inga. Athugum þá fyrst, að börnin læra hina
ensku tungu þegar í skólanum og verða að
nema þá tungu og temja sér, eí þau eiga að
komast áfram á skólabrautinni. Félagarnir
tala ensku, og allt í kringum þau hljómar sú
tunga, í leik og starfi, nema þá á heimilunum,
ef foreldrarnir tala ennþá íslenzka tungu. Þeim
fækkar óðum. Það voru aðallega amma og afi,
sem vernduðu íslenzka tungu og kenndu barna-
börnunum hana í sögum, tilsögn og umsjá
þeirra. Nú eru amma og afi horfin. Vestur-Is-
lendingar þurfa að mennta sig og manna á
enskri tungu. Þeir starfa á enskri tungu, þeir
Iiugsa og tala á enskri tungu, þeir þurfa að
keppa við samborgara sína, í hinu mikla mann-
hafi hinna stóru landa, á enskri tungu, annars
verða þeir troðnir undir og einangraðir af því
að þeir falla ekki inn í hið iðandi líf í kring-
um þá. Það er bezt að við skiljum það, og gjör-
um okkur það ljóst, að hætta er á, að íslenzk-
unni sé að verða ofaukið í lífi Vestur-Islend-
inga. Þeim þykir öllum, sem til þekkja og skil
kunna, vænt um íslenzka tungu, en þeir hafa
ekki þörf fyrir hana í daglegu lífi. Þeim væri
flestum metnaður í því, og andleg nautn að
kunna íslenzka tungu, en ekki nema örfáir af
hinni ungu kynslóð telja sig hafa ráð á því að
eyða tíma í að nema hana að nokkru verulegu
gagni. Þetta er hinn beiski sannleiki.
Mér virðist það gott ráð til að leitast við að
efla íslenzka tungu, að börn og unglingar færu
til Islands til sumardvalar þar eða náms. Eg
efast samt um það, að nægilegur áhugi væri
fyrir þessu hjá foreldrum eða unga fólkinu
sjálfu til að um hópferð gæti verið að ræða, og
þess ber að gæta, að svo langt ferðalag liefir
talsverðan kostnað í för með sér.
Ég óttast, að lestur íslenzkra bóka fari
minnkandi í Vesturheimi. Þetta á raunar við
um bókalestur almennt. Það er svo margt, sem
glepur athyglina og tekur tímann fyrir unga
og aldna nú á tímum. Störf og alls konar er-
indisrekstur hinna eldri, að ógleymdum heim-
ilisstörfum húsfreyjanna og umönnun barn-
anna. Eitt fyrirbrigði hér vestanhafs þekkja Is-
lendingar heima lítt ennþá. Það er sjónvarpið,
sem á öllum tímum dagsins kallar á athygli
ungra og aldinna. Sunmm finnst það hugsvöl-
un og yndi, aðrir tala um það sem tímaþjóf.
Tvennt tel ég einkum stuðla að viðhaldi ís-
lenzkrar tungu í Vesturheimi. Annað eru hin-
ar íslenzku kirkjur og safnaðarlíf fólksins. Is-
lendingar vestanhafs eru trúhneigðir og kirkju-
ræknir og um hið síðara ólíkir frændum sín-
um heima. Islenzku kirkjurnar eru vel sóttar,
cg prestarnir flytja boðskap sinn á íslenzkri
tungu. Þeir hafa því átt og eiga enn einn meg-
inþáttinn í að viðhalda íslenzkunni og íslenzk-
um hugsunarhætti í umhverfi sínu, enda hafa
margir stórmerkir menn skipað hina íslenzku
klerkastétt þar vestra. Hina máttarstoðina tel
ég vera íslenzku vikublöðin, Heimskringlu og
Lögberg. Þau hafa fært fólkinu um allar
E D D A
135