Mímir - 01.11.1986, Page 18

Mímir - 01.11.1986, Page 18
G 585 E: Er ísvakir augnanna brustu Sem veikur ís yfir votu myrkri minn draumur lá, er glaumsins dís með hendi styrkri hratt mér frá. Nú rökkrið rís úr rotnu djúpi í hennar brá, og bláu augun (vafin hjúpi) verða grá. í raun minni sárri var lítið um varnir, sveið mér því: Hví mín biðu’ei blárri og fegurri tjarnir að drukkna í. la belle dame sans merci kveður prins valjant hann merkti ekki ofurlítinn titringinn því meðan varir þeirra mættust reikuðu augu hans yfir öxl hennar en grófu sig ekki í flaksandi hári eða leituðu niður hvítan háls heldur liðu um dagg- stirnd stræti upp í myrkrið sem enn hékk í ufsum húsanna undan regnefldri birtu dögunarinnar sem flæddi miskunnarlaust yfir borgina meðan hún kvaddi og hann fann ekki til neins nema þess léttis sem frelsi einsemdarinnar veitir hverjum þeim sem gefið hefur of mikið af sjálfum sér og fengið að fullu endurgreitt 18

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.