Mímir - 01.11.1986, Qupperneq 24

Mímir - 01.11.1986, Qupperneq 24
gjörbreyttu útliti hans. Andlitið að sönnu enn jafn frítt, en þó var sá munur á hversu það áður geislaði af fegurð sem nú þurfti að skyggnast um eftir. Að öðru leyti var hann hálf ámáttlegur. Eiginlega ömurlegur. Einsog tíu ára rykfallin gína útí horni tískuverslunar — slíkur var klæðnaðurinn. En þó auðsæilega smekkleg og vel valin föt á sínum tíma: hár og breiður hæll skónna, buxurnar flakandi um kálfann svona víðar; rúllukragaskyrta, óslitin einsog hitt, en komin á hana vegna notkunar einhver and- styggileg glansáferð líkt og hún hafi verið of- straujuð. Innan hennar mótaði fyrir sterklegu brjósti einsog á líkamsræktarmanni sem enn hefur ekki náð lengra en svo að geta talist nokk- uð fallegur; herðarnar breiðar og vöðvastæltir handleggir. í fljótu bragði fögur Iíkamsbygging, en gjörsamlega misboðið með væskilslegum fótleggjum sem héngu einsog áfestar lufsur neð- an úr búknum; í hæsta máta aumingjalegir. Og það jók enn á ósamræmið þegar hann með jöfnu millibili lyfti sér upp úr stólnum nokkrum sinn- um í senn eins konar armbeygjum sitjandi, líkt og hann vildi undirstrika vaxtarlag sitt; það var hans líkamsrækt, að eigin sögn. Aumingja Logi. En hann var alltaf með eindæmum góður heim að sækja. Það hvíldi yfir heimili hans ein- stök ró, næstum einsog á heilsuhæli fyrir dauðvona gamalmenni. Jafnvel lyktin — mér dettur það svona í hug útfrá þessari samlíkingu — það er ekki laust við að lyktin hafi verið svipuð. Samt engin nálykt, það er af og frá, og alls ekki hin óþægilega hrörnun slíkra biðstofa, heldur þvert á móti viðkunnanlegt andrúmsloft sveitakyrrðar. Enda eyddi ég sumarleyfi mínu árum saman í húsi hans, við þriðja mann; Ingvi heitir hann; við vorum gamlir skólafélagar. Vorum kallaðir þrílokan í menntaskóla af því við héngum hver í öðrum — eða öllu heldur við Ingvi í Loga — og stunduðum saman fyllirí og kvennafar einsog gengur á þeim aldri. Það voru góð ár. Að loknu stúdentsprófi fór hver í sína átt og það komu nýir vinir og öðruvísi; við sinntum nú meira konum en hver öðrum og þeim fækkaði stöðugt en dvöldu æ lengur þar til það varð bara ein; nema Logi sem aldrei lét sér nægja aðeins eina konu. Og framhaldið skiptir í sjálfu sér litlu máli, nema það gengu þessi ósköp á og Logi flutti vestur; það var ekki framar nokkur vinátta heldur fremur kunningsskapur sem byggðist á þessum árlegu heimsóknum, og þær urðu fljótt ómissandi hluti af lífi manns, að minnsta kosti mínu lífi, ég hef unnið og þraukað fyrir ekki neitt nema þessar stundir vestur á Nesi. Samt áttum við fátt sameiginlegt nema ánægjuna af að diskútera óskyld efni og ekki nema til annars en að diskútera. Þess á milli gengum við Ingvi á f jöll eða jökul; stundum kringum jökulinn um grænmosótt hraunið, eða meðfram ströndinni að næstu höfn, sem er einnig óviðjafnanleg höfn; stöku sinnum ráfuðum við um staðinn í næði að skoða fuglalíf og sjávarföll. En við vorum aldrei samferða við Ingvi. Reyndar sneiddum við hvor hjá öðrum utan heimilis Loga; í sannleika gast mér ekki að honum í seinni tíð. Og ég er ekki frá því að hann hafi haft óbeit á okkur hinum líka, og ekki komið vestur nema til þess eins að hrella Loga. Og ná af sér spiki með fjallapríli. Ég vé- fengdi jafnvel landslagsást hans og náttúru — einsog hann orðaði sjálfur — honum varð svo tíðrætt um hana, en gat svo látið aumar skúrir aftra sér frá gönguför. Og eitt sinn heyrði ég hann fara ófáum orðum um ferð sína á jökul og fegurð útsýnarinnar af tindi þessa dulræða fjalls, þá skorti ekki lýsingarorðin; sama dag hafði ég séð til hans vappa í aðgerðarleysi kringum einn hinna yfirgefnu húskofa. Já, hann virtist hafa ómælda ánægju af að lýsa fyrir Loga því sem fyrir augu bar þar uppi; hann færði honum blóm og steina sem nokkurs konar sýnishorn og hafði ætíð á orði um leið að það væri ekki nema húmbúkk hjá því sem gæti að líta þar eigin augum. — Þetta blóm, sagði hann kannski og veifaði fagurlitri jurt, hvað er það í mínum lófa? Það er einsog fegurðardís í tötrum. Já eða illa lyktandi fjósagalli. — En hitt gat honum ekki dulist að Logi vildi sem minnst sjá eða heyra af leyndardómnum handan hins rauð- gráa fells. Ingvi kom ævinlega að garði með sömu fyndni í nösum: Er ekki mikill lífslogi í þessu húsi? — og henni fylgdi rosahlátur og hurðaskellir og föð- urlegt klapp á bak okkar beggja, en ég var alla- jafna viku fyrri honum á stað. Síðan sneri hann sér að Loga einum og spurði þann gamla ref og félaga að heilsu, og bætti svo kaldglottandi við: Alltaf í líkamsrækt? — já ekki veitir af nú á 24

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.