Læknaneminn - 01.04.2016, Side 10

Læknaneminn - 01.04.2016, Side 10
Á vö rp o g an ná la r 10 Þriðja starfsár Bjargráðs hefur verið viðburðaríkt og skemmtilegt. Í ár var í fyrsta sinn kjörin stjórn með hefðbundnum hætti þar sem fulltrúar frá öllum árum sitja í stjórn. Markmið Bjargráðs er að veita almenningi fræðslu um skyndihjálp, með sérstakri áherslu á nemendur í grunn- og framhaldsskólum. Í vetur hafa Bjargráðsliðar haldið fjölmarga fyrirlestra fyrir nemendur framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu og næsta nágrenni þar sem lögð er áhersla á endurlífgun. Aldrei hafa fleiri framhaldsskólar tekið á móti okkur en haldnir voru að minnsta kosti 49 fyrirlestrar í tíu framhaldsskólum. Í ár voru fyrsta árs læknanemar hvattir til þátttöku í fyrirlestrum Bjargráðs í fyrsta sinn líkt og annars árs nemar, sem hafa farið í fyrirlestra á vegum Ástráðs. Fyrirlestrarnir eru byggðir á efni frá Endurlífgunarráði Evrópu þannig að kennsluefnið byggir á traustum grunni. Í upphafi skólaárs kynntu eldri Bjargráðsliðar starfið fyrir fyrsta árs nemum og kenndu undirstöðuatriði í skyndihjálp. Einnig fengum við aðstoð frá góðvinum okkar í Björgunarsveitinni Ársæli og frá Kristínu Sigurðardóttur lækni. Bítið á Bylgjunni tók á móti Bergþóri Steini Jónssyni (einnig þekktur sem Bráða-Beggi) stofnanda Bjargráðs og fyrrverandi formanni ásamt undirritaðri þar sem starfsemi Bjargráðs var kynnt og brýnt fyrir mikilvægi kennslu á endurlífgun. Á endurlífgunardeginum þann 16. október hélt Bjargráður fræðslufund þar sem Karl Andersen hjartalæknir ræddi við læknanema. Sama dag tók Bjargráður þátt í „flashmob“ í Kringlunni til að vekja athygli á endurlífgun en viðburðurinn var skipulagður af Endurlífgunarráði Íslands. Einnig var ætlunin að halda opinn fyrirlestur um endurlífgun fyrir alla háskólanema en vegna verkfalla féll sá viðburður niður. Á Háskóladeginum þann 31. mars var Bjargráður með bás þar sem Bjargráðsliðar kenndu gestum og gangandi grunntökin í endurlífgun. Til þess að fagna farsælu skólaári var haldið „BráðaPubQuiz“ í Stúdentakjallaranum. Sá viðburður heppnaðist vel og fjöldi fyrirtækja styrkti okkur um vinninga. Að auki voru þeir sem tekið höfðu þátt í flestum fyrirlestrum á vegum Bjargráðs verðlaunaðir fyrir góð störf. Ekki má gleyma spennandi BS verkefni Ívars Elí Sveinssonar, varaformanns Bjargráðs. Könnun var lögð fyrir framhaldsskólanema, bæði fyrir og eftir fyrirlestur frá Bjargráði til þess að athuga hvort kennsla Bjargráðs skilaði árangri. Bjargráður er ungt félag en ljóst er að miklu hefur verið áorkað á þessum þremur árum. Þó er margt sem má bæta og það er spennandi að taka þátt í þróun slíks félags. Áhugi er fyrir samstarfi við sambærileg félög erlendra læknanema. Með því að kynnast starfi annarra félaga verður vonandi hægt að bæta starf Bjargráðs enn fremur. Á næstu árum er einnig óskandi að hægt verði að heimsækja framhaldsskóla á landsbyggðinni og fleiri framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægt er að vekja upp frekari áhuga almennings á skyndihjálp og breiða út kunnáttu í grunnatriðum skyndihjálpar, landsmönnum öllum til heilla. Bjarg ráður Steinunn Birna Sveinbjörnsdóttir formaður Bjargráðs
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.