Læknaneminn - 01.04.2016, Side 12

Læknaneminn - 01.04.2016, Side 12
Ri trý nt e fn i 12 Sjúklingur er 25 ára gömul kona með sögu um þunglyndi, kvíða og persónuleikaröskun með óstöðugum geðbrigðum. Hún var beitt ofbeldi í æsku og greindist með áfallastreituröskun í kjölfar nauðgunar fyrir nokkrum árum. Hafði verið í stuðningsviðtölum hjá hjúkrunarfræðingi á göngudeild geðsviðs og tekið flúoxetín í háum skömmtum og quetiapín fyrir svefn. Sjúklingur lauk stúdentsprófi með góðum árangri um tvítugt og reyndi sig í framhaldinu á nokkrum námsbrautum á háskólastigi en flosnaði upp úr námi. Er nú atvinnulaus og fær örorkubætur vegna vefjagigtar. Var í sambúð og hafði nýlega eignast sitt fyrsta barn með valkeisara vegna sitjandi stöðu. Meðgangan var erfið, fyrst vegna morgunógleði og síðar vegna slæmrar grindargliðnunar sem olli því að hún var meira og minna rúmliggjandi á meðgöngunni. Hún hætti töku allra lyfja í aðdraganda meðgöngu en var í tengslum við FMB-teymið auk þess sem hún hitti reglulega sinn meðferðaraðila á göngudeild geðsviðs. Framan af gekk ágætlega án lyfja en svo fór að bera á vaxandi kvíða og þunglyndi. Á 17. viku meðgöngu var hafin meðferð með sertralín sem var aukið jafnt og þétt og við fæðingu barnsins tók konan 150 mg á dag. Barnið reyndist vera með meðfætt mjaðmavandamál og fæddist með aðra mjaðmakúluna úr lið og þurfti því meðferð með spelku. Nokkrum dögum eftir fæðinguna fékk sjúklingur sýkingu í skurðsár eftir keisaraskurð. Fyrstu dagana eftir fæðinguna gekk þó að mestu ágætlega hjá fjölskyldunni en síðan fór að bera á auknu ójafnvægi sjúklings og lýsti hjúkrunarfræðingur í ungbarnaeftirliti áhyggjum af geðheilsu hennar og foreldrahæfni. Barnið hafði þá endurtekið komist úr spelkunni auk þess sem það var ekki að þyngjast sem skyldi. Tveimur vikum eftir fæðinguna leitaði móðirin með barnið á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins og sagðist hafa áhyggjur af því að barnið svæfi of mikið og erfitt væri að vekja það. Hún lýsti því jafnframt að barnið væri afburðaduglegt og gáfað. Hún var talin í miklu ójafnvægi auk þess sem áhyggjur af foreldrahæfni hennar höfðu farið vaxandi. Því var fengið mat geðlæknis á vakt. Í viðtali við geðlækni var sjúklingur áttaður og skýr, með aukinn talþrýsting, hraða og losaralega hugsun. Hún var ósamkvæm sjálfri sér í frásögn og gaf misvísandi svör um eigin líðan frá fæðingu barnsins, sagðist annars vegar hafa verið með mikinn sængurkvennagrát og hins vegar sagðist hún hafa verið óendanlega hamingjusöm og glöð. Neitaði ofskynjunum en ýmsar ranghugmyndir um getu tveggja vikna gamals barnsins komu fram. Hún sagði meðal annars að barnið gæti snúið sér, skriðið og farið í armbeygjustöðu og auk þess að það hefði drukkið ilmvatn nokkrum dögum áður. Innsæi í ástandið var lítið. Í samtali við ættingja kom fram að hún hefði verið mikið á ferðinni síðastliðna daga, farið með nýfætt barnið í verslanir og keypt „ýmislegt og ekkert“ fyrir háar upphæðir. Hún var metin örlynd, með geðrofseinkenni og í brýnni þörf fyrir innlögn. Var í fyrstu ekki til samvinnu um það og því flutt með aðstoð varnarteymis geðsviðs á móttökugeðdeild 33C. Við komu á deild kom til greina að beita 48 klukkustunda nauðungarvistun en hún samþykkti að lokum að leggjast sjálfviljug inn á deildina með barnið. Hún var meðhöndluð með perphenazín 4 mg á dag og tók áfram sertralín 150 mg á dag. Líðan var mjög breytileg og skipti hún sífellt um skoðun á því hvort hún vildi vera á deildinni eða útskrifa sig. Hún var til lítillar samvinnu við starfsfólk, reyndi mikið á þau mörk sem henni voru sett, var ögrandi og tók samtöl við starfsfólk upp á símann sinn. Var í tvígang nauðungarvistuð í 48 klukkustundir. Í seinna skiptið var hún mjög æst og ógnandi, öskraði hástöfum, berháttaði sig og réðist á starfsfólk. Þá var gripið til nauðungarsprautu og hún róaðist og sofnaði. Morguninn eftir var hún rólegri og viðræðubetri. Var metin af læknum deildarinnar og talið að hvorki væri um örlyndi né geðrof að ræða heldur alvarlega persónuleikaröskun með aðlögunarröskun í kjölfar erfiðrar meðgöngu og fæðingar. Ekki var forsenda fyrir áframhaldandi nauðungarvistun en sjúklingi boðið að vera áfram á deildinni sem hún hafnaði og útskrifaði sig gegn læknisráði. Hún var ekki talin hæf til að sinna barni sínu og var það í framhaldinu vistað á Vistheimili barna að höfðu samráði við Barnavernd. Geðrof í kjölfar fæðingar Tilfelli af geðdeild Erna Hinriksdóttir fimmta árs læknanemi 2015-2016 Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.