Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2016, Qupperneq 14

Læknaneminn - 01.04.2016, Qupperneq 14
Ri trý nt e fn i 14 fimm alvarlega veikindalotu í kjölfar fæðingar og ein af hverjum tveimur fá vægari veikindi. Mest er hættan á innlögn vegna geðrænna veikinda 10-19 dögum eftir fæðingu og hættan á þróun geðrofs er mest á fyrstu fjórum vikunum hjá þeim konum sem áður hafa verið greindar með geðhvörf6. Hjá konum sem fengið hafa geðrofseinkenni í kjölfar fæðingar eru yfir 50% líkur á að geðrofseinkenni endurtaki sig í kjölfar síðari fæðinga. Rannsóknir benda einnig til þess að hættan á geðrofi eftir fæðingu sé svipuð hjá konum með geðhvarfasýki og hjá konum sem hafa fjölskyldusögu um slíkt. Þó er um helmingur kvenna sem fara í geðrof í kjölfar fæðingar ekki í þekktum hááhættuhópi. Meiri áhætta er á bæði fyrstu veikindalotu og versnunum í kjölfar fæðingar í geðhvörfum heldur en geðklofa og alvarlegri geðlægð1. Áhættuþættir Helstu áhættuþættir fyrir geðrofi í kjölfar fæðingar eru geðhvarfasýki og fyrri saga um geðrof eftir barns burð. Hvað varðar þætti tengda meðgöngunni sjálfri hafa ekki fundist tengsl við vandamál á með göngu eða í fæðingu, keisara- skurði, kyn barns eða lengd með- göngu1. Aðrir mögulegir áhættu- þættir sem hafa verið skoðaðir eru til dæmis erfðir, hormóna- áhrif, svefnskortur og breytingar á dægursveiflu undir lok með göngu, við fæðingu og á fyrstu dögum eftir hana2, en ekki hafa allar rann sóknir stutt þessa þætti sem áhættuþætti1. Frumbyrjur eru líklegri til að þróa með sér geðrofs einkenni eftir fæðingu en fjöl byrjur1. Þannig er mögulegt að and legt álag við það að sinna sínu fyrsta barni, sérstaklega ef móðirin hefur lítinn félagslegan stuðning, geti ýtt undir þróun veikindanna2. Hins vegar má vera að mæður sem farið hafa í geðrof í kjölfar fæðingar séu ólíklegri til þess að eignast fleiri börn og gæti það valdið skekkju1. Algengt er að konur sem eru á fyrirbyggjandi lyfjameðferð vegna geðhvarfasýki hætti á lyfjunum í aðdraganda með göngu eða á meðgöngunni. Slíkar lyfjabreytingar virðast ekki einar og sér skýra aukna hættu á geðrofi. Rannsókn þar sem bornar voru saman konur sem hættu á jafnvægislyfjum vegna meðgöngu og konur sem hættu af öðrum ástæðum sýndi fram á marktækt hærri tíðni geðrofs hjá konunum í kjölfar fæðingar samanborið við hinar sem eignuðust ekki börn1,7. Lyfjameðferð við geðhvarfasýki á meðgöngu Skortur er á upplýsingum um áhrif margra geðlyfja á fóstur. Þó hafa rannsóknir sýnt að jafnvægislyfin valpróat, lamo- trigín og carbamazepín auka hættu á fósturskaða1. Síðari ár hefur vaknað spurning um hvort lamotrigín valdi minni skaða en áður var talið. Ljóst er að frekari rannsókna er þörf hvað öryggi þessara lyfja á meðgöngu varðar en ráðleggingar eru þó flestar á þann veg að þeim skuli hætta strax og grunur um meðgöngu vaknar, jafnvel að helst skuli ekki nota lyfin hjá konum á barneignaraldri og á það þá sérstaklega við um valpróat1. Öryggi litíum meðferðar á meðgöngu er umdeilt og ber niður stöðum rannsókna ekki saman. Á 8. áratugnum voru klínískar leiðbeiningar á þann veg að forðast ætti litíum á meðgöngu meðal annars í ljósi afturskyggnrar rannsóknar sem sýndi fram á aukna tíðni fæðingargalla og þá sérstaklega 400-falt aukna tíðni Ebstein’s hjartagalla1,8. Fleiri aftursýnar rannsóknir sýndu aukningu á fósturgöllum en nýrri fram- sýnar rannsóknir hafa sýnt fram á svipaða tíðni fóstur galla hjá börnum mæðra á litíum á með- göngu og börnum mæðra í saman burðar hópi1. Í ný legri yfirlitsgrein kom fram að vísindalegur grunnur þess að litíum sé fósturskaðandi sé veikur og að hættan við notkun lyfsins á meðgöngu sé ofmetin1,9. Önnur nýleg dönsk yfirlitsgrein komst að þeirri niðurstöðu að hættan á fósturskemmdum væri lítil og ráðlagði því notkun þess ef ábending væri fyrir notkun jafnvægis lyfja á meðgöngu6. Lík- lega er því eðlilegast að út skýra óvissuna með áhættu á fóstur- skaða fyrir verðandi foreldrum og vega og meta mögulega hættu á fósturskaða gegn hættunni sem fylgt gæti mikilli versnun á geð- hag móður á meðgöngu1,9. Lyfjameðferð við geðhvarfasýki eftir fæðingu Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á geðlyfjameðferð eftir fæðingu og eru ráðleggingar því byggðar á rannsóknum á kon um með geðrofseinkenni án tengsla við meðgöngu. Jafnframt eru fáar rannsóknir til um áhrif geðrofslyfja á börn meðan á brjóstagjöf stendur1. Hjá konum með þekkta geðhvarfasýki bendir flest til þess að best sé að hefja lyfjameðferð aftur mjög fljótlega eftir fæðingu í þeim tilgangi að reyna að fyrirbyggja alvarlega veikindalotu. Rannsóknir benda til þess að litíum reynist vel í þessu samhengi. Það getur þó verið vandamál að ná blóðgildi lyfsins upp fyrir neðri meðferðarmörk á nógu skömmum tíma og halda því innan meðferðarmarka auk þess sem áhyggjur hafa verið uppi um litíum og brjóstagjöf4. Litíum finnst í miklu magni í brjóstamjólk og getur valdið þurrki, þreytu, minnkað ri vöðvaspennu og breytingum á hjartalínuriti hjá barni. Lyfið er því almennt ekki ráðlagt ef konur eru með barn á brjósti nema undir mjög góðu eftirliti7. Í bráðu geðrofi FMB – teymi (Foreldrar meðganga barn) FMB – teymi (Foreldrar meðganga barn) er þjónusta hér á Íslandi fyrir konur sem eru þungaðar eða eiga börn á fyrsta ári og eiga við alvarlegan geðrænan vanda að stríða. Forgangsmál eru þegar færni til að annast barnið og/eða tengjast því er skert. Feður fá þjónustu samhliða í fjölskylduviðtölum en einnig kemur fyrir að tilvísun sé vegna föðurs sem á við geðrænan vanda að stríða. Teymið er þverfaglegt, staðsett í húsnæði á lóð Klepps og fer þjónustan að mestu fram þar. Teymið er hluti af göngudeild geðsviðs en hefur tengsl við fíkniteymi geðsviðs og móttökugeðdeild 33C. Í flestum tilvikum fer meðferðin fram á göngudeildarformi þar sem móðir og barn, oft ásamt föður, hitta meðferðaraðila sinn vikulega. Ef grípa þarf til innlagnar eru móðir og barn oftast lögð inn á deild 33C þar sem er aðstaða til þess að barnið geti verið á deildinni með móður sinni og í mörgum tilfellum báðum foreldrum. Þá hefur starfsfólk deildarinnar fengið sérstaka þjálfun til að annast mæður með ungabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.