Læknaneminn - 01.04.2016, Side 18

Læknaneminn - 01.04.2016, Side 18
Ri trý nt e fn i 18 (e. endocarditis)1. Má í því samhengi nefna hina svokölluðu þrennu Oslers (e. Osler‘s triad) sem tekur til lungnabólgu, hjarta- þels bólgu og heilahimnubólgu af völdum pneumókokka9. Hafa ber í huga að sýkingin getur einnig verið afleiðing af miðeyrnabólgu eða skútabólgu (e. sinusitis)1. Hvaða einkenni fylgja heilahimnubólgu? Hin klassíska þrenna heilahimnubólgu er hiti, hnakka stífleiki og breytt meðvitundarástand. Rannsóknir hafa hins vegar gefið til kynna að þessi einkennaþrenna sé ekki til staðar í allt að helmingi tilfella6,8 en sé höfuðverkur tekinn með hafa nær allir að minnsta kosti tvö einkenni af fjórum8. Einkenni á borð við ljósfælni og teikn um blæðingar í húð eiga að vekja grun um heilahimnubólgu. Hiti og húðblæðingar eiga til dæmis alltaf að vekja grun um meningó- kokka sjúkdóm. Einnig geta ósértæk eða vill- andi einkenni verið til staðar, svo sem lömun eða flog. Mikil vægt er að hafa í huga að klassísk einkenni koma stundum seint fram í sjúkdómsferlinu og því er grunur nauðsynleg forsenda greiningar1. Gildir þetta sérstak- lega hjá ungum börnum sem oft hafa ósértæk einkenni svo sem óróleika, að nærast ekki, að vilja ekki láta halda á sér eða að þau eru einfaldlega veikindaleg að sjá2. Hvernig er heilahimnubólga greind? Mænustunga með ræktun og frekari greiningu á heila- og mænuvökva er grundvallaratriði í greiningu heilahimnu bólgu. Ef vel er að verki staðið eiga ekki að líða nema 30 mín- útur frá því að sjúklingur grunaður um heila- himnu bólgu af völdum baktería kemur á bráða móttöku þar til meðferð er hafin. Á þeim tíma þarf að fá sögu, skoða sjúklinginn, draga í fyrstu blóðrannsóknir, blóðrækta og mænu stinga. Fyrir utan jákvæða Gramlitun og ræktun getur heila- og mænu vökvinn sýnt hækkun á hvítum blóðfrumum (kleyf- kjarna át frumum) og prótín um ásamt lækkun á glúkósa sem bendir allt til bakteríu- sýkingar1,2. Aðrar greiningar að ferðir eins og keðju verkandi fjöl liðun erfða efnis (e. poly­ merase chain reaction, PCR) eða út felling sértækra efnisagna með ónæmis fræði legum að ferðum (latex kekkjunar próf eða immuno­ chromatography) geta einnig veitt hjálplegar upplýs ingar varðandi með ferðar val þegar ræktun er neikvæð1. Almenn vinnuregla er að draga ekki úr meðferð á grund velli neikvæðrar Gramlitunar heldur að bíða eftir niðurstöðum úr ræktun. Hins vegar getur niðurstaða úr Gramlitun gert það að verkum að bætt er sérstaklega við meðferð til dæmis tryggja að meðferð verki gegn L. monocytogenes ef Gramlitun sýnir Gram-jákvæða stafi3. Talið er að mænustunga geti aukið líkur á haul un (e. hernation) hjá sjúklingum með aukinn innankúpu þrýsting og því er ráðlagt að taka tölvusneiðmynd af höfði fyrir mænu- stungu við vissar aðstæður svo sem nýtil komin flog, ónæmis bælingu, sögu um fyrirferð í heila, mikla skerð ingu á meðvitund eða ein kenni um fyrir ferð í heila (bjúgur í augn botnum eða stað bundin tauga einkenni). Eðlileg tölvu sneiðmynd útilokar þó ekki að haulun geti átt sér stað. Líkur eru þó mjög litlar1. Töf á framkvæmd mænustungu á aldrei að valda töf á sýklalyfja gjöf. Ef töf verður á mænu stungu af einhverri ástæðu, til dæmis vegna reynsluleysis (læknanemi úti í héraði) eða beðið er eftir tölvusneiðmyndatöku, er tekin besta ræktun sem kostur er á og sjúklingi gefin viðeig andi sýklalyf án tafar. Blóðræktun er jákvæð hjá meiri hluta sjúklinga með heila- himnu bólgu (50-80%) en sýkla lyfjagjöf fyrir blóðræktun lækkar hlut fall jákvæðra ræktana um 20%1. Hver er meðferðin? Sérhæfð meðferð við heilahimnubólgu beinist gegn bakteríunni annars vegar og hins vegar gegn bólgunni. Almennur stuðningur við loftvegi, öndun og blóðrás er nauðsyn- legur hluti af meðferð sem ekki verður fjallað um hér. Sýklalyfjagjöf án óþarfa tafar er lykilatriði í meðferð heila himnubólgu. Fyrsta sýkalyfja- gjöf beinist gegn þeim bakter íum sem taldar eru líklegustu mein valdarnir í ljósi aldurs og áhættu þátta sjúk lingsins. Lykil atriði við val á sýkla lyfi er þekking á dreifi ngu sýkla lyfja í heila- og mænu vökva og mikilvægt er að kunna skil á svæðis bundnu sýklalyfja næmi baktería3. Almennt er stuðst við þriðju kynslóðar cephaló sporín, svo sem ceftriaxón eða cefo- taxím, en þau lyf ná áreiðan legri þéttni í heila- og mænuvökva og eru virk gegn helstu mein valdandi bakteríum, svo sem pneumó kokkum, meningókokkum, GBS, H. influenzae og E. coli. Blanda af ampicillíni og gentamicíni (amínóglýkósíð) var meira notuð fyrir tilkomu cephalóspórína en er enn notuð í vissum tilvikum2,3. Vegna vaxandi algengis penisillínónæmra pneumó kokka er sumstaðar notast við vanco mycín sem hluta af fyrstu meðferð, en hérlendis er þess ekki þörf3. Sérstaklega þarf að hafa í huga L. mono­ cytogenes hjá ónæmisbældum, þeim sem eru yngri en 50 daga og eldri en 50 ára. Áhættan á listeriusýkingu er í sjálfu sér lítil en vegna þess að L. monocytogenes er að jafnaði ónæm fyrir cephalósporínum og vegna möguleika á alvarlegum afleiðingum er talin ástæða til þess að bæta við ampi cillín í þeim tilvikum. Hjá ónæmis bældum kemur einnig til greina að nota meroópenem í stað cefotaxím/ ceftriaxón vegna aukinnar tíðni á óvana- legum og ónæmum bakteríum á borð við Pseudomonas aeruginosa2,3. Mikilvægi Gramlitunar, ræktunar og næmis endur speglast í því að hægt er að nota þær upplýsingar til að þrengja meðferð, svo sem penisillín gegn meningó kokkum, og ákvarða meðferðar lengd. Talsverður munur er á með- ferðar lengd eftir því um hvaða mein valdandi bakteríu er að ræða, allt frá einni viku fyrir meningókokka og upp í þrjá vikur fyrir Gram-neikvæðar bakteríur3. Notkun sykurstera í heilahimnubólgu er nokkuð umdeild en niðurstöður rann sókna hafa ekki verið einhlítar um gagn semi þeirra. Hugmyndin er sú að með því að gefa stera fyrir eða sam hliða sýkla lyfja gjöf megi draga úr þeirri bólgu myndun sem fylgir frumu- dauða og losun á bólgu valdandi þáttum. Rannsóknir hafa bent til að með ferðin hafi ekki alltaf ávinn ing. Helst næst ávinn ingur hvað varðar dánar tíðni og síðkomið heyrnar- leysi ef heilahimnu bólgan er af völdum pneumó kokka. Ekki er heldur ljóst hvort að ávinn ingur sé af því að gefa stera eftir að sýklalyfja meðferð er hafin3. Hverjar eru afleiðingar heilahimnubólgu? Fyrir tíma sýklalyfja létust flestir sem fengu heilahimnubólgu og þrátt fyrir miklar framfarir er enn há dánartíðni í þróuð- um löndum eða um 5-30%5,6,10. Jafn framt glímir allt að þriðj ungur þeirra sem lifa af heilahimnubólgu við ein hverjar langtíma- afleiðingar, til dæmis heyrnar leysi eða lömun10. Drepmyndandi húð- og mjúkvefjasýkingar Hvað eru drepmyndandi húð- og mjúkvefjasýkingar? Drepmyndandi húð- og mjúkvefja sýk ingar er samheiti yfir nokkrar gerðir sýkinga sem eiga það sameiginlegt að ein kennast af hröðum gangi með mikilli vefjaeyðingu. Þeim er einkum skipt í þrjá mismunandi flokka: drep - myndandi fellsbólgu (e. necrotizing fasciitis), gas drep (e. gas gangrene) og vöðvaígerð (e. pyomyositis)11. Drepmyndandi fellsbólga er ífarandi mjúk-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.