Læknaneminn - 01.04.2016, Síða 23

Læknaneminn - 01.04.2016, Síða 23
Ri trý nt e fn i 23 Faraldsfræði Ljóst er að algengi sjúkdómsins er mun hærra en áður var talið, en hlutfall greindra og ógreindra tilfella í Evrópu er talið vera á milli 1:13 og 1:55. Hefur hugtakið „celiac iceberg“ verið notað í því samhengi, þar sem topp urinn á ísjakanum merkir greind tilfelli, en ógreind tilfelli eru neðan vatnsborðsins1. Sjúk dómurinn er sérstaklega algengur í ein stak lingum af norður-evrópskum upp- runa og er algengi sjúkdómsins talið vera um 0,3-1,0% (1:100-500) í Vestur-Evrópu og Skandinavíu en um 2,4% í Finn landi. Algengi er talið vera mun lægra í einstak- lingum af rómönskum og asískum uppruna6,7. Íslensk faraldsfræðirannsókn fyrir 15 ára tíma bil (1992-2005) gefur mun lægri tölur, en algengi meðal fullorðinna síðustu 5 ár rann sóknartímabilsins er um 1:2500 og tíðnin um 3,4/100.000. Algengi sjúkdómsins meðal íslenskra barna á þessu tímabili er um 1:12.6008. Konur eru tvöfalt líklegri til að fá sjúkdóminn en karlar og getur sjúkdómurinn komið fram á öllum aldursskeiðum. Áhættuhópar eru fyrstu gráðu ættingjar einstaklinga með sjúkdóminn (allt að 20% áhætta), en áhættan fyrir eineggja tvíbura er um 70%. Sjúkdómurinn er einnig algengari í einstaklingum með Down’s heilkenni6. Einkenni Einkennamynstur glúten garnameins eru margvísleg og má flokka þau í fernt: 1. Dæmigerð, áberandi meltingareinkenni. 2. Einkenni aðallega utan meltingarvegar (e. extraintestinal). 3. Einkennalaus (þögull) sjúkdómur. 4. Dulinn (e. latent) sjúkdómur, í dvala eða sjúkdómur sem kemur og fer. Dæmigerð meltingareinkenni eru lang- vinnur niðurgangur, fituskita (e. steatorrhea), þyngdar tap, uppþemba, vindgangur og kvið- verkir. Skortur á laktasa leiðir til mjólkur óþols. Dæmigerð skortseinkenni, auk þyngdar- taps og vanþrifa, eru járnskortsblóðleysi en einnig blóðleysi vegna lækkunar á B12 og/eða fólínsýru. Hjá ungum börnum koma einkenni smám saman fram eftir innleiðingu kornmetis í mataræðið. Einkennin koma helst fram sem vanþrif sem leiða til þess að börnin falla niður af eðlilegri vaxtarkúrfu. Meltingarónot (e. dyspepsia) eru meira áberandi hjá börnum en fullorðnum. Alvarleg tilvik geta einnig leitt til seinkunar á kynþroska, járnskortsblóðleysis og D-vítamínskorts með beinkröm9. Sjúkdómurinn getur valdið blæðingar- tilhneig ingu (e. coagulopathy) vegna minnkaðs frásogs á K-vítamíni. Einnig getur hann valdið beinrýrð (e. osteopenia) vegna minnkaðs frásogs á D-vítamíni og kalki sem getur leitt til beinbrota og tannskemmda. Önnur einkenni geta verið endurteknar munnangursbólgur (e. aphthous stomatitis), ósértæk þreyta, einkenni frá stoð- eða taugakerfi, andleg vanlíðan og ófrjósemi10. Einkenni utan meltingarvegarins eru oft meira áberandi en meltingareinkennin4. Margir sjúklingar sýna hins vegar lítil ein- kenni eða eru einkenna lausir. Talið er að aðeins helmingur sjúklinga hafi meltingarfæra- einkenni10. Tengsl við aðra sjúkdóma Hringblöðrubóla (e. dermatitis herpetiformis) er bólgusjúkdómur í húð, líkist herpes- útbrotum og birtist helst á réttihlið (e. extensor surface) olnboga, hnjáa, í hársverði eða á rasskinnum (mynd 1). Sjúkdómurinn er af óþekktum uppruna en er talinn vera af sama meiði og glúten garnamein, því við smásjárskoðun á húðsýnum úr útbrotunum má finna anti-tTG IgA útfellingar. Um 85% einstaklinga með hringblöðrubólu eru einnig með einkennalítið eða einkennalaust glúten garnamein, en aðeins 24% einstaklinga með glúten garnamein fá einhvern tímann einkenni um hringblöðrubólu11. Sjúklingar með glúten garnamein hafa almennt tíu sinnum hærri áhættu á að fá aðra sjálfsofnæmissjúkdóma en einstaklingar án sjúkdómsins, eins og insúlínháða sykursýki, skjaldkirtilsbólgu (e. autoimmune thyroiditis) og sjálfsofnæmislifrarbólgu (e. autoimmune hepatitis). Áhætta á myndun krabbameina er almennt aukin, sérstaklega á T-frumu eitilfrumukrabbameini tengdu garnakvilla (e. enteropathy­associated T­cell lymphoma, EATL) og flöguþekjukrabbameini í vélinda og munnkoki. Dánartíðnin er um tvöföld á við almennt þýði. Áhættan á hvoru tveggja virðist vera í hlutfalli við tímann sem einstaklingur með glútenofnæmi er útsettur fyrir glúteni yfir ævina1. Greining Vegna ósértækra einkenna glúten garna- meins er ekki mögulegt að greina á milli sjúk- dómsins og annarra algengra meltingarfæra- sjúkdóma út frá einkennum. Til dæmis uppfylla um 38% einstaklinga með glúten Mynd 1. Dæmigert útlit hringblöðrubólu á olnboga og rasskinnum11.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.