Læknaneminn - 01.04.2016, Side 28

Læknaneminn - 01.04.2016, Side 28
Ri trý nt e fn i 28 öllum þremur vegg lögum æðar innar, æðaþeli (e. tunica interna), miðhjúpi (e. tunica media) og úthjúpi (e. tunica adventitia). Falskur æðagúll (e. pseudoaneurysm) er ekki samsettur úr öllum lögum æðaveggsins en rof verður í veggnum sem leiðir til þess að blóð lekur utan innri laga. Mjúkvefir umhverfis æðina eða úthjúpurinn halda þó aftur af blóðinu og gúll myndast. Falskir æðagúlar sjást fremur í kjölfar áverka, svo sem við stungustað eftir æðaþræðingu. Sannir æðagúlar eru umtalsvert algengari en falskir æðagúlar. Æðagúlar eru ýmist spólulaga (e. fusiform) og einkennast af samhverfri víkkun alls ummáls æðarinnar, eða belglaga (e. saccular) þar sem einungis hluti af ummáli æðarinnar bungar út (mynd 4). Meinmyndun Talið er að hrörnunarbreytingar í æðavegg stuðli að myndun æðagúla2. Metallópróteasar eru ensím sem finnast í auknu magni í mið- hjúpi æðaveggsins en þeir brjóta niður prótín í utanfrumuefni, svo sem elastín og kollagen, og leika þannig lykilhlutverk í endurmótun æðaveggsins3. Rannsóknir benda til þess að annmarkar á ensímum sem hindra virkni metallopróteasa séu til staðar4. Aðrar orsakir æðagúla, svo sem æðabólgusjúkdómar, áverkar, sýkingar, bandvefssjúkdómar og meðfæddir gallar eru umtalsvert sjaldgæfari. Æðakölkun (e. atherosclerosis) er ekki beinn orsakavaldur ósæðargúla en sjúklingar með ósæðargúla hafa í mörgum tilvikum æðakölkunarsjúkdóm samfara og jafnframt skarast áhættuþættir þessara tveggja sjúkdóma að sumu leyti5,6. Ósæðargúlar í kviðarholi Líffærafræði og skilgreiningar Algengasta staðsetning æðagúla er neðan nýrna slagæða í kviðarholi. Þvermál kviðar- hols hluta ósæðar er um 2 cm að meðaltali í fullorðnum einstaklingum en þættir svo sem kyn, aldur, kynþáttur og sköpulag hafa áhrif, þó lítil séu5. Sé þvermál ósæðar í kvið >3 cm er það í flestum tilvikum skilgreint sem ósæðargúll og flokkað sem lítill gúll ef þvermál er <4 cm en stór gúll ef þvermál er >5,5 cm1,7. Einnig má flokka gúla eftir staðsetningu og líffærafræðilegri útbreiðslu í einangraða kviðarholsósæðargúla (e. abdominal aneur­ ysms), brjóst- og kviðarholsósæðargúla (e. thoraco abdominal aneurysms) og loks kviðar- hols- og mjaðmarslagæðargúla (e. aortoiliac aneurysms) ef þeir teygja sig niður í aðra eða báðar mjaðmarslagæðar1. Ósæðargúla sem staðsettir eru einungis innan kviðarhols má flokka með tilliti til staðsetningar miðað við nýrnaslagæðar (mynd 5). Svæðið frá upptökum nýrnaslagæða að upp- tökum gúls í kviðarholi kallast háls í daglegu tali. Á hálsinn eru tangir oftast lagðar í opinni aðgerð og þar leggjast ósæðarfóðringar einnig upp að í innæðaaðgerð. Sé hálsinn langur og grannur auðveldar það inngrip, en sé hann stuttur og breiður verða inngrip flóknari. Faraldsfræði Algengi ósæðargúla í kviðarholi hefur reynst á bilinu 4-10% meðal karlmanna yfir 60 ára og um 1-2% meðal kvenna. Algengi eykst með hækkandi aldri og er aukningin meira áberandi hjá körlum en konum. Meðal þeirra sem eru eldri en 85 ára er algengi um 22% hjá körlum og 6% hjá konum. Ósæðargúlar í kviðarholi eru um fjórum til sex sinnum algengari hjá körlum en konum en þrátt fyrir það rofna gúlar hlutfallslega oftar hjá konum5,8-10. Nýgengi rofs hjá karlmönnum á aldrinum 65-80 ára hefur verið á bilinu 1-3% undanfarna áratugi11,12. Vert er að hafa í huga mögulegt vanmat á tíðnitölum þar sem stór hluti sjúklinga deyr strax við rof og kemst aldrei undir læknishendur og ekki eru allir sjúklingar sem látast skyndidauða krufnir. Þar sem nýgengi ósæðargúla í kviðarholi eykst með aldri og meðalaldur fer hækkandi Mynd 4. Sannir æðagúlar eru ýmist spólulaga eða belglaga. Í fölskum æðagúlum sést blæðing utan við æðina sem hamin er af úthjúpi æðarinnar eða mjúkvefjum umhverfis æðina. Mynd 5. Flokkun ósæðargúla í kviðarholi með tilliti til staðsetningar miðað við nýrnaslagæðar. Háls er svæðið milli upptaka nýrnaslagæða og gúls í tilviki ósæðargúls neðan nýrnaslagæða.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.