Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 31

Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 31
Ri trý nt e fn i 31 æðaveggnum bæði ofan og neðan gúls og festast þannig. Blóð flæðir þá um fóðringuna en ekki út í æðagúlinn, þannig er spennu létt af vegg gúlsins og rofhætta minnkar (mynd 6). Ekki er hægt að bjóða öllum sjúklingum ósæðarfóðringu. Út frá tölvusneiðmynd má meta hvort líffærafræði sjúklings sé heppileg fyrir fóðringu sem og taka ákvarðanir fyrirfram um gerð og stærð eininga sem henta. Sem dæmi þarf ósæðarhálsinn að vera nægilega langur, mjaðmarslagæðar nægilega víðar, æðar ekki of hlykkjóttar og ekki má vera blóðsegi þar sem fóðring á að festast við æðavegginn. Til að byrja með var aðeins um helmingur sjúklinga sem hentaði til ósæðarfóðringa en með framþróun ígræða og aðgerðartækni má nú framkvæma þær á um tveimur þriðju hluta sjúklinga48,49. Sem stendur eru ósæðarfóðringar á Landspítala aðeins framkvæmdar á sjúklingum með ósæðargúl neðan nýrnaslagæða en aðrir sjúklingar eru sendir til samstarfsaðila erlendis ef við á. Eftir aðgerð er sjúklingi fylgt reglulega eftir með tölvusneiðmyndum. Helstu fylgikvillar ósæðarfóðringar eru endolekar þar sem við- varandi blóðflæði er utan fóðringar og inn í gúlinn. Endolekar geta verið af ýmsum toga, til dæmis getur lekið meðfram fóðringu eða til baka inn í gúlinn frá greinum ósæðar. Sumir endolekar eru hættulitlir og stöðvast af sjálfu sér og nægir því að fylgjast með þeim með reglulegum tölvusneiðmyndum. Öðrum fylgir stækkun á gúl og viðvarandi rofhætta og þarf í þeim tilvikum að bregðast við með frekari inngripum50. Sjúklingurinn í tilfellinu hér að ofan er með slíkan endoleka í nánu eftirliti og gæti þurft að bregðast við síðar. Val á meðferð: Ósæðarfóðring eða opin aðgerð? Hvort opin aðgerð eða ósæðarfóðring verði fyrir valinu hjá einkennalausum sjúklingum með líffærafræði sem hentar fyrir hvort tveggja byggist á ýmsum þáttum og er metið í hverju tilviki fyrir sig. Þrjátíu daga dánartíðni er lægri við ósæðarfóðringu en við opna aðgerð en enginn marktækur munur hefur reynst á langtíma útkomu. Snemmkomnir fylgikvillar aðgerðar eru sjaldgæfari hjá sjúklingum sem gangast undir ósæðarfóðringu, þeir eyða marktækt færri dögum á sjúkrahúsi og þurfa síður innlögn á gjörgæslu. Ósæðarfóðring hefur þó reynst hafa í för með sér hærri tíðni enduraðgerða og er töluvert dýrara meðferðarúrræði en opin aðgerð. Enn fremur hefur ósæðarfóðring ekki reynst bæta lifun óskurðtækra sjúklinga í samanburði við þá sjúklinga sem ekki gangast undir meðferð með inngripi51-54. Í ljósi þessara rannsókna virðist helsti ávinningur ósæðarfóðringar fram yfir opnar aðgerðir vera til skemmri tíma og ætti því að vera fýsilegur valkostur hjá sjúklingum með takmarkaðar lífslíkur eða í aukinni hættu á skurðdauða. Hafa ber í huga að ósæðarfóðring er tiltölulega ungt inngrip. Fyrsta slíka aðgerðin var framkvæmd í Kiev árið 1987 en fyrsta ósæðarfóðringin á Íslandi var framkvæmd árið 199755. Gæðum ígræða og aðgerðartækni hefur fleygt fram á undanförnum árum og langtímarannsóknir eru því takmarkaðar. Einkennagefandi og rofnir ósæðargúlar Ef grunur liggur á að kviðverkir stafi af rofi á ósæð er rétt að taka tölvusneiðmynd með skugga efni til að staðfesta greiningu og hrekja aðrar mögulegar greiningar. Meðan á uppvinnslu stendur er lágur bóðþrýstingur leyfður (e. permissive hypotension) til að draga úr blæðingu svo framarlega sem blóðflæði til helstu líffæra sé nægilegt56. Ef ósæð hefur ekki rifnað en hætta á rofi er talin yfirvofandi er venja að leggja sjúkling inn á gjörgæslu, hraða undirbúningi og gera aðgerð við fyrsta heppilega tækifæri, svo sem næsta morgun þegar aðstæður eru ákjósanlegar. Ef rof er staðfest á tölvusneiðmynd er inngrip undirbúið strax. Á Íslandi, enn sem komið er, er oftast gerð opin skurðaðgerð við staðfest rof. Til að hægt sé að gera ósæðarfóðringar í bráðum tilfellum með góðu móti þarf helst að hafa vakthafandi teymi þjálfað í slíku, svokallaða hybrid skurðstofu þar sem hægt er að gera bæði opnar aðgerðir og inn æða- aðgerðir, sem og góðan lager af mis munandi fóðringum. Nýleg safngreining sýnir að árangur EVAR í samanburði við opnar aðgerðir á óstöðugum sjúklingum er sambærilegur á stórum stofnunum þar sem mikil þekking og þjálfun starfsfólks til viðbótar við hybrid skurðstofur er til staðar57. Slíkar skurðstofur eru fyrirhugaðar í kjarnabyggingu hins nýja Landspítala. Lyfjameðferð Ekkert lyf hefur reynst hafa marktæk áhrif á vaxtarhraða eða rofhættu ósæðargúla þrátt fyrir miklar rannsóknir58. Mikilvægt er að sjúklingar fái viðeigandi aðstoð til reykbindindis til að draga úr vaxtarhraða gúlsins15,16. Draga má úr hættu á vandamálum tengdum hjarta- og æðasjúkdómum með því að meðhöndla háþrýsting, gefa blóðfitulækkandi lyf og Hjartamagnýl®. Langtímanotkun statína hefur reynst draga úr dánartíðni sjúklinga sem undirgangast aðgerð vegna ósæðargúls í kviðarholi59. Skimun Ósæðargúlar í kviðarholi eru í stórum hluta tilfella einkennalausir þar til hið válega rof ríður yfir. Skimun áhættuhópa hefur rutt sér til rúms víða í heiminum enda hafa stórar, slembiraðaðar rannsóknir sýnt fram á marktæka lækkun á dánartíðni hjá sjúklingum í áhættuhópi60. Skimun er framkvæmd með ómskoðun og oftast aðeins í eitt skipti nema sérstakar ábendingar séu til annars. Markmið skimunar er að bera kennsl á sjúklinga með smærri gúla og koma þeim til eftirlits. Áhrif skimunar til lækkunar á dánartíðni hafa helst komið fram hjá karlmönnum 65 ára og eldri sem skýrist væntanlega af því að um 86% andláta verða hjá þessum hópi. Í ljósi þess eru karlmenn ≥65 ára sennilega ákjósanlegasti markhópur skimunar en íhuga mætti skimun einstaklinga með ákveðna áhættuþætti líkt og reykingamenn og bræður sjúklinga með ósæðargúl en ávinningur af því hefur ekki verið rannsakaður enn sem komið er61. Sterkar vísbendingar eru um að skimun sé kostnaðarvirk (e. cost effective) forvörn gegn andláti af völdum ósæðargúls í kviðarholi62. Horfur Fimm ára lifun eftir valaðgerð á ósæðargúl í kviðarholi er um 70% í samanburði við 80% Mynd 6. Ígræði innan ósæðargúls eftir EVAR aðgerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.