Læknaneminn - 01.04.2016, Side 36

Læknaneminn - 01.04.2016, Side 36
Ri trý nt e fn i 36 G2-fasa í frumu hringnum18. Sé um genagalla að ræða má á þennan hátt gera við gen með því að innleiða DNA-mót af heilbrigðu geni ásamt Cas9/CRISPR. Rannsókn frá 2013 komst að þeirri niðurstöðu að Cas9 gæti skorið í bindistað leiðsögu-RNA þrátt fyrir að 1-2 núkleótíð eða jafnvel fleiri væru mispöruð. Tíðni þess- ara atburða var mismunandi á milli frumu- lína og markgena19. Mótsvarandi röð leið- sögu-RNA er einungis 20 núkleó tíð auk þess sem PAM röðin verður að vera aðlæg henni. Þrír millj arðar basa para eru í erfða- mengi mannsins og því er hugsanlegt að mótsvarandi röð leiðsögu-RNA parist við erfðaefnið á öðrum stað en í markgeni sínu. Ef aðferðin þolir mispörun 1-2 núkleótíða af einungis 20 er ljóst að möguleikinn á að leiðsögu-RNA bindist utan markgens eykst mikið. Annar rannsóknarhópur ári síðar fékk þær niðurstöður að stökkbreytingar utan mark gens vegna CRISPR væru mjög sjald- gæfar. Sá hópur rann sakaði fjöl gæfar stofn- frumur (e. pluripotent stem cells) en fyrr nefnd rann sóknin var á lang lífum frumu línum (til dæmis HEK293T og K562) sem henta ekki alltaf sem rannsóknar líkan fyrir sjúkdóma í mönnum20. Í nýlegri rannsókn bjuggu rannsak endur til afbrigði af Cas9 (SpCas9- HF1) sem fækkaði stökkbreytingum utan markgens þess til muna21. Cas9 prótínið hefur tvær hvarfstöðvar, HNH og RuvC, sem báðar eru innrænir kjarnsýru- kljúfar (e. endonuclease). HNH og RuvC klippa hvor sinn þátt DNA sam eindar innar. HNH klippir mót svarandi þátt en RuvC klippir sam svarandi þátt13. Le Cong og sam starfs menn þróuðu stökkbreytta útgáfu af Cas9 sem klýfur einungis annan þátt DNA sameindarinnar í stað þess að mynda tvíþátta brot. Þeir bjuggu til útgáfu af Cas9 (Cas9 D10A) með punktstökkbreytingu sem breytti aspartik sýru í alanín í RuvC hvarf- stöðinni þannig að hún óvirkjaðist. Þegar einþátta brot á sér stað gerir fruman beint við brotið og engin NHEJ-viðgerð á sér stað. Ef tvö sgRNA eru leidd í frumuna sem þekkja aðlæg set, verður tvíþátta brot og NHEJ á sér stað. Kosturinn er að sértæknin eykst, því ef sgRNA sameindirnar bindast utan þeirra seta sem ætlunin er að breyta er gert við erfðaefnið á mjög skilvirkan hátt án þess að nokkrar breytingar verði. Mjög ólíklegt er að tvær sgRNA sameindir bindist á sama stað í erfða menginu utan þess sets sem ætlunin er að erfðabreyta. Á þennan hátt er leitast við að auka nákvæmni aðferðar innar og reynt að hindra stökk breytingar utan markgensins vegna CRISPR16. Í stuttu máli er vísindaheimurinn ósam mála um hvert sé umfang stökk breytinga utan markgens en þróunarvinna er í gangi til að gera aðferðina nákvæmari og öruggari. Erfðabreytingar á fósturvísum manna Vísindaheimurinn hefur tekið CRISPR/ Cas tækninni opnum örmum, tæknin er orðin útbreidd1 og meðal annars notuð hér á Íslandi. Tæknin sjálf er tiltölu lega einföld og ódýr í notkun fyrir rann sakanda með þekkingu á sameinda líffræði og með henni er til dæmis mögu legt að erfðabreyta fjölhæfum stofn frumum úr fósturvísum manna. Úr þeim stofn frumum má mynda sérhæfðar frumur sem til dæmis má koma fyrir í dýrum og mönnum. Framtíðarsýn marg ra vísinda- manna er að nota þess ar að ferðir til að lækna sjúkdóma22. Skömmu eftir að tæknin kom á sjónar sviðið fóru hópar innan vísinda- samfélagsins að ræða um að stökk breyta ekki aðeins stofn frumum heldur fóstur- vísum manna. Einungis tveimur árum eftir að tækninni var lýst stökkbreyttu vísinda menn í Kína fósturvísum apa og apar erfðabreyttir með CRISPR urðu til23. Stuttu seinna sá hópur vísindamanna í Bandaríkjunum, sem leitt hefur rann sóknir á aðferða fræðinni, sig knúinn til að vekja athygli á siðferðislegum álitamálum CRISPR og hvetja til þess að vísindamenn í samvinnu við stjórnvöld smíðuðu regluverk til að koma í veg fyrir misnotkun tækninnar22. Lagaramminn á Íslandi er skýr. Í 14. grein íslenskra laga um tæknifrjóvgun og not kun kyn frumna og fósturvísa manna til stofn- frumurannsókna kemur fram: „Óheimilt er: a. að rækta eða framleiða fósturvísa eingöngu í þeim tilgangi að gera á þeim rannsóknir,    b. að rækta fósturvísa lengur en í 14 daga utan líkamans eða eftir að frumrákin kemur fram,    c. að koma mannlegum fósturvísum fyrir í dýrum,    d. að framkvæma kjarnaflutning í æxlunarskyni (einræktun) 2008.“24 Einnig þarf tilskilin leyfi heilbrigðis ráðherra og nauðsynlegt er að upp fyllta strangar kröfur til að fá að rann saka og þróa stofnfrumulínur úr afgangs fósturvísum úr glasafrjóvgunum. Heil brigðis stofnun sem hefur fengið slíkt leyfi er „heimilt með upplýstu samþykki kyn frumu gjafa að gera rannsóknir, tilraunir og aðgerðir á fósturvísum sem verða til við glasafrjóvgunarmeðferð og eru liður í henni eða gerðar til að greina arfgenga sjúkdóma í fósturvísunum sjálfum. Sama á við um rannsóknir sem miða að fram förum í meðferð vegna ófrjósemi eða eru ætlaðar til aukins skilnings á orsökum meðfæddra sjúkdóma og fósturláta“24. Í febrúar síðastliðnum veittu Human Ferti­ li s ation & Embroylogy Authority (HFEA) í Bretlandi vísinda mönnum leyfi til að nýta CRISPR tæknina í rann sóknir á fóstur- vísum. Fóstur vísar sem um ræðir eru afgangs- fósturvísar frá tækni frjóvgunum sem yrði annars eytt. HFEA komst að þeirri niður- stöðu að CRISPR aðferðin væri hentug til að rann saka og þróa meðferð við alvarlegum sjúk dómum í frumulínum þróuðum úr fóstur- vísum manna og einnig til að auka þekkingu okkar á fósturþroskun og ófrjósemi. Í leyfinu var tekið sérstaklega fram að óheimilt væri að nota fóstur vísana til manneldis og ekki leyfilegt að setja erfða breytta fósturvísa í leg kvenna til með göngu. Jafnframt þarf að eyða fósturvísum eftir 14 daga í rækt eða áður en frumrákin (e. primitive streak) myndast2. Það er því mikilvægt að átta sig á því að ekki var gefið leyfi fyrir kynbótum á mönnum. Reglur um fósturvísa eru ekki alls staðar jafn strangar en CRISPR aðferðin hefur nú þegar verið notuð í Kína til að erfða breyta fósturvísum manna. Á síðasta ári notuðu Puping Liang og samstarfs fólk aðferðina til að erfðabreyta þrí kjarna manna fósturvísum25. Þríkjarna fóstur vísar inni halda tvo kjarna frá sitt hvorri sæðis frumunni og einn kjarna frá egg frumu25. Egg voru frjóvguð og þríkjarna ok frumur valdar en hinum eytt. Þríkjarna ok- frumur geta myndað kím blöðru í tilrauna glasi (e. in vitro) en geta aðeins ör sjaldan myndað lifandi fóstur. Rannsóknar hópurinn innleiddi CRISPR/Cas9 í okfrumurnar auk einþátta DNA þáttar, sem gegndi hlutverki sniðmóts fyrir HR-viðgerð. Markgen CRISRP/Cas9 var β-glóbín genið25. Galli í β-glóbín geninu er algengasta ástæða mar blæðis af gerð β (e. β­thalas semia) í Kína. β-glóbín genið er hluti af glóbín gena þyrpingu sem inni heldur mjög líkt gen, δ-glóbín, ásamt öðrum glób ínum25. Það kom í ljós að í rúmum helm ingi fóstur vísanna sem höfðu tekið upp CRISPR/Cas9 hafði Cas9 klofið β-glóbín genið. β-glóbín genið hafði verið lagfært með samstæðri endurröðun þar sem einþátta DNA þátturinn var notaður sem sniðmót í einungis 14,3% tilfella en δ-glóbín genið var notað sem mót í 25% tilfella, sem var ekki ætlunin. Í meirihluta fósturvísanna hafði því ónákvæm NHEJ-viðgerð á skurðinum átt sér stað og ekkert mót notað til að gera við
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.