Læknaneminn - 01.04.2016, Síða 41

Læknaneminn - 01.04.2016, Síða 41
Ri trý nt e fn i 41 með barnaexem hættir jafnframt til að fá frauðvörtur (e. molluscum contagiosum). Sýking af völdum Herpes simplex veiru getur orðið að alvarlegri og dreifðri húðsýkingu (e. eczema herpeticum) hjá einstaklingum með barnaexem1,2,5. Einnig eru börn með barnaexem, einkum þau sem veikjast ung og hafa svæsið form sjúkdómsins, í aukinni hættu á að fá astma og ofnæmiskvef (e. allergic rhinitis). Niðurstöður nýlegra rannsókna sýna þó að sú hætta er minni en áður var talið6,7. Fjölmargir húðsjúkdómar geta líkst barna- exemi en nákvæm sögutaka og skoðun leiðir þó oftast í ljós rétta greiningu. Sem dæmi um mismunagreiningu má nefna flösuþref (e. seborrhoeic dermatitis) sem einkennist af rauðbleikum flekkjum, oft með flögnun eða hreisturmyndun. Dæmigert er að flösuþref sé á höfuðleðri, andliti og húðfellingum, svo sem í holhönd eða nára. Oft fylgja þessu lítil einkenni en börn með barnaexem eru langoftast með talsverðan kláða. Mynthúðbólga (e. nummular dermatitis) er einnig mikilvæg mismunagreining en þar sjást stórir, vessandi og hreistraðir hringlaga flekkir. Þessi húðeinkenni geta sést hvar sem er á líkamanum en þau eru sjaldnast í andliti. Húðsýking af völdum kláðamaurs (l. Sarcoptes scabeii) getur líkst barnaexemi í útliti og henni fylgir oft mikill kláði. Gagnlegt getur verið að afla upplýsinga um hvort aðrir fjölskyldumeðlimir séu með eða hafi fengið ámóta einkenni. Gott er að hafa snertiexem í huga en sé það undirliggjandi vandi getur saga einkennana oft gefið mikilvægar vísbendingar1,4,8. Tvær kenningar hafa verið settar fram um meingerð sjúkdómsins. Önnur gengur út á að sjúkdómurinn orsakist af því að óþroskaðar CD4+ T-hjálparfrumur þroskist í auknum mæli í Th2-frumur. Sú gerð T-eitilfrumna veldur losun ákveðinna bólgumiðla, einna helst IL-4, IL-5 og IL-13, sem valda svo aukinni framleiðslu á IgE mótefnum2. Enskt nafn sjúkdómsins inniheldur einmitt orðið atopy sem merkir að viðkomandi einstaklingar hafa fjölskyldulæga tilhneigingu til aukinnar framleiðslu IgE mótefna við ýmsum mótefnavökum í umhverfinu, svo sem frjókornum, rykmaurum og ákveðnum fæðutegundum. Þessir einstaklingar eru því í aukinni hættu á að þróa með sér barnaexem, astma og ofnæmiskvef1. Rannsóknir síðustu ára hafa þó leitt í ljós að allt að tveir af hverjum þremur sem eru með barnaexem hafa ekki þessa tilhneigingu svo líklega gegnir IgE minna hlutverki í þróun sjúkdómsins en áður var talið en frekari rannsókna er þó þörf9. Hin kenningin gengur út á að varnir húðarinnar séu skertar. Sú kenning á uppruna sinn í þeirri staðreynd að einstaklingum með stökkbreytingu í FLG geninu hættir til að þróa með sér barnaexem. FLG genið tjáir próteinið filaggrin sem er eitt af byggingarpróteinum yfirhúðarinnar (e. epidermis). Ef þetta prótein er gallað þornar húðin og verður auðertanleg og viðkvæm fyrir ýmsum ofnæmisvökum2. Líklegast er að barnaexem orsakist af sam- spili erfða- og umhverfisþátta. Niður stöður danskrar rannsóknar á eineggja tvíburum sýndu að ef annar tvíburinn var með barnaexem var hinum sjöfalt hættara við að fá það líka en hættan var þreföld meðal tvíeggja tví bura samanborið við almennt þýði. Það er því nokkuð ljóst að erfðaþættir skipta máli10. Nokkur gen hafa fundist sem talin eru tengjast sjúkdómnum en þau hafa flest hlut verk í uppbyggingu og starfsemi yfir húðarinnar (til dæmis FLG sem fjallað var um hér að ofan). Það er þó líklega ekki nóg að vera erfðafræðilega móttækilegur fyrir sjúkdómnum heldur virðist sem einnig þurfi einhvers konar kveikju (e. trigger) í umhverfi eða lífsstíl til að sjúkdómurinn fari af stað2. Barnaexem er langvinnur og ólæknandi sjúk dómur og meðferðin miðar því fyrst og fremst að því að halda sjúkdómseinkennum í lágmarki. Mælt er með því að nota mýkjandi rakakrem að minnsta kosti tvisvar á dag til að minnka vökvatap um húðina og koma þannig í veg fyrir þurrk, kláða og afleiddar húðsýkingar. Best er að nota rakakrem án ilmefna eða annarra efna sem gætu valdið ofnæmisviðbrögðum. Einnig er mikilvægt að sjúklingurinn reyni að forðast þætti sem geta espað upp einkennin, svo sem ullarklæðnað, ákveðnar fæðutegundir, klór í sundlaugarvatni og löng, heit böð2. Algengt er að börn með exem séu með fæðuofnæmi og er mikilvægt að þau börn forðist viðkomandi fæðutegundir1. Útvortis sterar geta komið að gagni í mið- lungs eða meðalsvæsnu barnaexemi. Stera- kremum er skipt í fjóra flokka eftir styrkleika (tafla 1). Oftast nægja sterar í flokki I og II við meðhöndlun barnaexems og ekki skal nota sterkari sterakrem á börn eða á húðsvæði sem eru mjög þunn (til dæmis andlit, nára, holhönd)2,4. Aðeins vægustu sterarnir (flokk- ur I) fást í lausasölu en sterkari sterar eru lyfseðils skyldir. Þegar einkenni eru mikil er mælt með að meðalsterkt sterakrem sé borið á húðsvæðið í þunnu lagi 1-2 sinnum á dag í 1-2 vikur. Eftir það er gott að nota sterakremið 2-3 sinnum í viku í 1-2 vikur eða skipta yfir í vægari stera og nota í 1-2 vikur2. Sterk sterakrem geta valdið þynningu húðar, háræðaslitum og slitum í húð en ef meðferðinni er rétt framfylgt og tímalengd meðferðarinnar er hæfileg er lítil hætta á aukaverkunum2,4,11. Ef meðferð með sterum af flokki II ber ekki árangur er rétt að vísa sjúklingi til húðsjúkdómalæknis. Einnig kemur til greina að nota útvortis lyf sem kallast calcineurin hemlar en þeir geta bæði nýst við versnandi sjúkdómi og sem viðhaldsmeðferð. Pimecrolimus (Elidel®) samsvarar vægum stera en tacrolimus Mynd 1. Barnaexem (atopic dermatitis). Myndin sýnir dæmigert útlit og staðsetningu barnaexems1. Flokkur I (vægur) Virkt innihaldsefni Sérlyfjaheiti Hýdrókortisón Mildison® Hýdrókortisón + Míkónazól Daktakort® Hýdrókortisón + Fúsidínsýra Fucidin®- Hydrocortison Tafla 1. Flokkun steralyfja. Flokkur III (sterkur) Virkt innihaldsefni Sérlyfjaheiti Betametasón tvíprópríónat Diproderm® Flútíkasón Cutivat® Mómetasón Ovixan® Elocon® Flúkínólón asetóníð Synalar® Betametasón tvíprópríónat + salisýlsýra Diprosalic® Flokkur II (miðlungs) Virkt innihaldsefni Sérlyfjaheiti Hýdrókortisón bútýrat Locoid® Tríamkínólón asetóníð + ekónazól Pevisone® Flokkur IV (mjög sterkur) Virkt innihaldsefni Sérlyfjaheiti Klóbetasólprópríónat Dermovat®
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.