Læknaneminn - 01.04.2016, Side 42

Læknaneminn - 01.04.2016, Side 42
Ri trý nt e fn i 42 (Protopic®) miðlungs eða sterkum stera. Þessum lyfjum fylgir ekki húðþynning og þau eru því góður kostur þegar þörf er á lengri meðferð en hægt er að beita með sterakremum2,11. Ljósameðferð með UVB NB (Ultraviolet B, Narrow Band) er beitt þegar um er að ræða dreift exem eða þegar önnur meðferð hefur ekki verið fullnægjandi. Í alvarlegum tilfellum getur þurft að gefa stera í töfluformi eða jafnvel ónæmisbælandi lyf, svo sem azatíóprín, metótrexat eða cýklósporín en slík meðferð ætti að vera í höndum sérfræðinga í húðlækningum2,4,11. Þrymlabólur Þrymlabólur (e. acne vulgaris), oft nefndar unglingabólur, er nokkuð sem hrjáir meirihluta einstaklinga einhvern tímann á lífsleiðinni12-16. Sökum algengis þeirra eru þrymlabólur almennt ekki álitnar sjúkdómur nema þær hafi í för með sér líkamleg einkenni á borð við örvefsmyndun og/eða andlega vanlíðan en algengt er að þær skerði lífsgæði þeirra sem eiga í hlut. Til að mynda geta þrymlabólur stuðlað að lélegri sjálfsmynd, vanda í félagslegum samskiptum og jafnvel kvíða og þunglyndi17,18. Þrymlabólur koma oftast fram á unglingsárum og hverfa um eða eftir tvítugt en þó kemur fyrir að þær séu enn til staðar á fullorðinsaldri13,19,20. Flestir hafa vægt form sjúkdómsins en um 15-20% fá miðlungs eða alvarlegan sjúkdóm12,16. Þrymlabólur eru sjúkdómur í fitukirtlum sem liggja við hársekki húðarinnar (e. pilosebaceous units) og kemur því helst fram þar sem þéttleiki slíkra hársekkja er mestur, það er í andliti og á hálsi, öxlum, bringu og baki12,13. Bólurnar koma oftast fram snemma á kynþroskaskeiði og byrja gjarnan með aukinni fituframleiðslu í húðinni og myndun fílapensla (e. comedones), ýmist svartra (opinna) eða hvítra (lokaðra). Með tímanum myndast svo rauðleitar, upphækkaðar bólur (e. papules) og graftarbólur (e. pustules) en myndun beggja byggir á bólgumiðluðum ferlum (mynd 2). Í alvarlegri tilfellum geta jafnvel myndast hnúðar (e. nodules) eða blöðrur (e. cysts). Oftast verður einnig örvefsmyndun í einhverjum mæli12,21. Greining sjúkdómsins byggir á sjúkrasögu og skoðun og þó oft sé auðvelt að greina hann er gott að þekkja helstu mismunagreiningarnar22. Ein mikilvægasta mismunagreiningin er rósroði (e. rosacea) sem er algengari ástæða sambærilegra einkenna hjá fullorðnum. Háræðaslit (e. telangiectasis) eru einkennandi fyrir rósroða en fílapenslar eru ekki til staðar. Algengt er að einstaklingar með rósroða fái skyndilegan roða í andlitið, svokallað „flushing“, í tengslum við ákveðna þætti eins og neyslu á áfengi eða mikið krydduðum mat23,24. Sem dæmi um aðrar mismunagreiningar má nefna hársekkjabólgu (e. folliculitis) og húðbólgu umhverfis munn (e. perioral dermatitis)25. Algengasta ástæða hársekkjabólgu er bakteríusýking en hún getur einnig verið af öðrum toga, þá oftast vegna einhvers konar skemmda á hársekknum, til dæmis eftir rakstur. Hársekkjabólga lýsir sér oftast sem litlar, upphækkaðar bólur og graftarbólur og dæmigert er að hár sé í miðju þeirra26. Húðbólga umhverfis munn einkennist af litlum, upphækkuðum bólum og stundum graftarbólum sem oftast eru staðsettar eingöngu umhverfis munninn en svæðið næst vörunum er þó eðlilegt25. Einnig þarf að hafa í huga að þrymlabólur geta orsakast af lyfjameðferð, einna helst sterameðferð og geta þá sést í öllum aldurshópum22. Orsakir þrymlabóla eru ekki að fullu þekktar en líklega er um samspil margra þátta að ræða. Talið er að aukning á fituframleiðslu húðar stafi af aukinni framleiðslu andrógena á kynþroskaskeiði. Fílapenslar eru taldir orsakast af óeðlilega mikilli fjölgun hornfrumna (e. keratinocytes) sem loða saman á afbrigðilegan hátt. Fitukirtillinn getur þá stíflast þannig að úrgangsefni komast ekki upp á yfirborðið og bólguferlar ræsast. Fyrir tilstilli aukinnar fituframleiðslu og fjölgunar óeðlilegra hornfrumna verður til hagstætt umhverfi fyrir bakteríur, einna helst Proprionibacterium Mynd 2. Þrymlabólur (acne vulgaris). Myndin sýnir svarta (opna) og hvíta (lokaða) fílapensla ásamt rauðum, upphækkuðum bólum (e. papules) og graftarbólum (e. pustules)2. Útvortis meðferð Sérlyfjaheiti Virkni Notkunarleiðbeiningar Aukaverkanir Benzóýl peroxíð Ásamt clindamýcín Duac® Sýkladrepandi Minni hætta á þróun ónæmra bakteríustofna Borið á að kvöldi á hreina og þurra húð Roði Flögnun Þurr húð Ásamt adapalen Epiduo® Sýkladrepandi Virkni gegn bæði bólgumiðluðum ferlum og fílapenslum Borið á að kvöldi á hreina og þurra húð Þurr húð Útbrot Sviðatilfinning Húðerting Roði Flögnun A­vítamínafleiður Adapalen Differin® Mest virkni gegn fílapenslum, minni gegn bólgutengdum ferlum Borið á að kvöldi á hreina og þurra húð Þurr húð Erting í húð Bruna- tilfinning Roði Sýklalyf Clindamýcín Dalacin® Sýkladrepandi Borið á kvölds og morgna á hreina og þurra húð Þurr húð Kláði Erting Roði Annað Azelainsýra Skinoren® Finacea® Bakteríudrepandi Virkni gegn fílapenslum Borið á kvölds og morgna á hreina og þurra húð Sviði Kláði Roði Tafla 2. Helstu útvortis meðferðarúrræði við þrymlabólum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.