Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2016, Qupperneq 44

Læknaneminn - 01.04.2016, Qupperneq 44
Ri trý nt e fn i 44 ónæmisbælingu af ýmsum toga, náin kynni við smitaða einstaklinga og venjur sem auka líkur á rofi húðar, til dæmis að naga neglur35. Það er vel þekkt að vörtur geti verið óbreyttar að stærð og lögun í langan tíma en minnki svo sjálfkrafa og hverfi að lokum án nokkurrar meðferðar. Meðal barna á grunnskólaaldri hverfa vörtur oftast á innan við tveimur árum án meðferðar en hjá fullorðnum er ekki óalgengt að vörtur séu viðvarandi í allt að 5-10 ár43,44. Hægt er að flokka vörtur í þrjá meginflokka eftir útliti og staðsetningu. Algengastar eru þær sem jafnan eru staðsettar á fingrum og birtast sem litlir kúptir nabbar úr þykknuðu hornlagi (e. verrucae vulgaris) (mynd 3a). Ilvörtur (e. verrucae plantaris) eru annar flokkur varta sem koma fyrir á iljum, oftast tábergi, og birtast sem þykkar, oft sársaukafullar, skellur úr keratíni (mynd 3b). Flatar vörtur (e. verrucae plana) mynda þriðja flokkinn en þær koma oftast fyrir á andliti, handarbökum og fótleggjum. Þær eru jafnan margar saman í þyrpingum og birtast sem flatar, oft ljósbrúnar upphækkanir með sléttu yfirborði35,36,43. Greining á vörtum er jafnan auðfengin og byggir þá á klínískri mynd. Ef vafi liggur á greiningu getur oft verið hjálplegt að rispa einfaldlega ofan af meinsemdinni með þunnu hnífsblaði sem leiðir þá iðulega til punktblæðinga ef um vörtu er að ræða. Einnig geta birst svartir dílar sem eru þá blóðsegar í háræðaflækju vörtunnar. Í einstaka tilvikum er greining erfið og getur þá þurft að taka sýni í vefjarannsókn til staðfestingar43,45,46. Til eru aðrar húðmeinsemdir sem líkst geta vörtum og birtast á svipaðan hátt. Þar má meðal annars nefna líkþorn (e. clavus), ellivörtur/flösuvörtur (e. seborrhoeic keratosis), góðkynja útvexti úr húð vegna núnings (e. skin tags), flatskæning (e. lichen planus), flöguþekjukrabbamein (e. squamous cell carcinoma) og forstig þess (e. actinic keratosis). Illkynja vöxt er mikilvægast að útiloka en óreglulegur vöxtur, sáramyndun og léleg meðferðarsvörun ætti að vekja grun um slíkt og leiða til vefjarannsóknar35,43,47. Í ljósi þess að flestar vörtur hverfa að lokum án meðferðar er í sumum tilvikum æskilegt að aðhafast ekkert. Ef vartan/vörturnar hafa hins vegar verið til staðar í langan tíma, valda óþægindum eða eru útlitslýti er jafnan gripið inn í með meðferð. Ýmis meðferðarúrræði eru til en rannsóknir um gagnsemi þeirra eru hins vegar af skornum skammti. Penslun með vörtudrepandi efni og frysting eru þær meðferðir sem jafnan er beitt fyrst. Aðrar meðferðir eru meðal annars brennsla með laser eða gegnhitunarrafstraum (e. diathermy), útvortis meðferð með imikvímóð og bleomycín sprautum staðbundið. Val á meðferð er þó jafnan miðað að hverju tilfelli fyrir sig og háð reynslu viðkomandi læknis og fleiri þáttum35,43,48. Sú útvortis meðferð við vörtum sem almennt er beitt fyrst er penslun með vörtueyðandi efni sem inniheldur salisýlsýru eða svipuð efni. Sjúklingar eða forráðamenn geta keypt slík útvortis lyf án lyfseðils í lyfjaverslunum og notað sjálfir heima. Efnið veldur eyðingu á veirusýktum húðfrumum með því að valda staðbundnu ónæmissvari. Áður en efnið er borið á vörtuna þarf að skafa efsta lag hennar af en bera þarf efnið á meðferðarsvæðið daglega í 4-12 vikur eða þar til vartan er horfin. Meðferðin þolist að öllu jöfnu vel en efnið getur þó valdið húðertingu og er ekki mælt með því að það sé borið á andlit35,43. Í grein Kwok og félaga frá árinu 2012 þar sem teknar voru saman niðurstöður sex rannsókna kom í ljós að vörtudrepandi efni sem innihalda salisýlsýru hefðu meðferðarárangur umfram lyfleysu (hlutfallsleg áhætta 1,56, 95% öryggisbil 1,20-2,03)49. Árangurinn er þó háður meðferðarheldni sem er jafnan dræm og því er sjúklingafræðsla mikilvæg43,50. Frysting með fljótandi köfnunarefni veldur bæði eyðingu á húðfrumum og bólgusvari og er henni oft beitt sem fyrstu meðferð við vörtum. Töluverð reynsla er nauðsynleg til að framkvæma vörtufrystingu. Köfnunarefninu, sem er um -196°C, er yfirleitt úðað á meðferðarsvæðið í nokkrar sekúndur. Í sumum tilvikum, til að mynda þegar um börn með andlitsvörtur er að ræða, getur gefið betri árangur að nota bómull vætta með köfnunarefni35,43. Oftast er þörf á endurteknum frystingum þar sem um tvær til þrjár vikur þurfa að líða á milli skipta35,51. Búast má við ýmsum fylgikvillum svo sem sársauka, litabreytingum í húð og blöðrumyndun. Eftir því sem köfnunarefninu er úðað lengur á meðferðarsvæðið og því oftar sem meðferðinni er beitt má búast við betri árangri en einnig aukast líkur á fylgi- kvillum35,43,49. Meðferðarárangur fryst ingar virðist misjafn eftir rannsóknum, allt frá engum árangri upp í að 69% sjúklinga losni við vörtuna/vörturnar52. Rannsóknir leiða þó líkur að því að árangurinn sé sambærilegur og af útvortis meðferð með salisýlsýru og er þeim meðferðarúrræðum iðulega beitt saman35,43,49,53,54. Frauðvörtur Frauðvörtur eru auk varta algengt húð- vandamál sem orsakast af veirusýkingu55. Frauðvörtuveiran (e. molluscum contagiosum virus) er af ætt poxveira og inniheldur tvíþátta strendingslaga DNA. Hún veldur líkt og vörtuveiran þrálátri sýkingu í yfirborði húðar með myndun dæmigerðra húðmeinsemda56. Frauðvörtur smitast líkt og vörtur með beinu og óbeinu snertismiti og eru einstaklingar með skertar varnir, til að mynda þeir sem eru ónæmisbældir eða með húðsjúkdóm á borð við exem, í aukinni áhættu á smiti55,57. Þær eru langalgengastar meðal barna á leik- og grunnskólaaldri en í Bandaríkjunum er talið að allt að 5% barna hafi klínísk merki um sýkingu á hverjum tíma. Meðal fullorðinna eykur undirliggjandi ónæmisbæling áhættu á smiti en almennt eru frauðvörtur sjaldséðar í þeim aldurshópi55,58,59. Frauðvörtur hafa dæmigert útlit og byggir Mynd 3. Vörtur (verruca vulgaris) Myndirnar sýna dæmigert útlit a) vörtu á fingri (e. verruca vulgaris) og b) ilvörtu (e. verruca plantaris)3.. Mynd 4. Frauðvörtur (e. molluscum contagiosum). Myndin sýnir frauðvörtur með dæmigert útlit2. a b
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.