Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2016, Qupperneq 48

Læknaneminn - 01.04.2016, Qupperneq 48
Ri trý nt e fn i 48 Ein alvarlegasta birtingarmynd dreps í heila er svokallað „illkynja mið- slagæðardrep“ (e. malignant middle cerebral artery infarction). Þetta gerist fyrst og fremst hjá ungu og mið aldra fólki þar sem aldurstengd rýrnun heilans hefur ekki komið fram. Fyrirferðin, sem bjúgurinn skapar, veldur þá bæði hækkun á innan kúpu- þrýstingi og enn frekari skerðingu á blóðflæði í heilavefnum. Þetta er lífshættulegt ástand, bæði vegna meiri skaða á heilanum og hættu á haulun (e. herniation). Vegna þessa er stundum gripið til þess að fjarlægja stóran hluta af höfuðkúpunni (e. hemicraniectomy) til að skapa rými fyrir bólginn heilann og draga þannig úr innankúpuþrýstingnum. Við segjum hér frá 17 ára dreng sem fékk illkynja mið slagæðar- drep sem leiddi til þess að hluti höfuðkúpu var fjarlægður. Sjúkratilfelli Sautján ára drengur hneig niður á íþróttaæfingu og reyndist hafa vinstri helftarlömun. Fengin var tölvusneiðmynd (CT) í heima byggð, sem var eðlileg og engin merki voru um blæðingu. Gefinn var hleðsluskammtur (300 mg) af acetylsalicylsýru og síðan var hann fluttur með sjúkraflugi á Landspítala. Segulómrannsókn við komu sýndi stórt drep í nánast öllu næringarsvæði hægri miðslagæðar heilans (e. arteria cerebri media ­ ACM) og blóðtappi var sjáanlegur í æðinni (mynd 1). Ekki sáust merki um flysjun hálsslagæða. Taugalæknir skoðaði drenginn við komu á Landspítala og þá var áberandi gaumstol (e. hemispatial neglect) til vinstri og mikil lömun í vinstri útlimum með minnkaðri vöðvaspennu (e. tonus), einnig máttminnkun vinstra megin í andliti og Babinski svörun vinstra megin. Ákveðið var að gefa ekki segaleysandi lyfið alteplase (tPA) þar sem of langt væri um liðið frá upphafi einkennanna. Hann var lagður inn á bráðamóttöku barna og stöðugt fylgst með meðvitundarstigi, lífsmörkum og hreyfigetu. Gerð var hjartaómskoðun yfir brjóstkassa sem leiddi ekki í ljós orsök blóðsegans. Einnig voru gerðar sértækar rann- sóknir á storkutruflunum, erfðarannsóknir á factor V Leiden og prothrombin auk ónæmisfræðirannsókna, sem leiddu ekkert óeðlilegt í ljós. Hann fékk mannitol 70 g í æð þrívegis á fyrstu þremur dögunum, vegna merkja um hækk aðan innankúpuþrýsting, sem voru skert meðvitund, hægari hjart- sláttur og lækk aður blóð þrýstingur, en samt fór meðvitundar- stig lækkandi. Á þriðja degi var sneiðmynd endurtekin, sem sýndi aukna miðlínuhliðrun, samfall hægra hliðarheilahólfs, minnkun þriðja heilahólfs og aukinn bjúg heilavefs. Þá var miðlínu- hliðrun orðin 12 mm (mynd 2). Fengið var álit heila- og tauga- skurðlæknis sem lagði til aðgerð, vegna yfirvofandi haulunar á heila, og samþykktu forráðamenn sjúklings það. Ákveðið var að gera skurðaðgerð til að reyna að lækka innankúpuþrýsting. Fjarlægður var hluti af höfuðkúpunni, um 14x10 cm að stærð, yfir því svæði þar sem bjúgurinn var mestur á sneiðmynd. Þessi hluti höfuðkúpubeinsins var frystur og geymdur. Mikill þrýstingur var á heilanum þegar heilabastið (e. dura mater) var opnað og því var saumuð bót í heilabastið til að auka rúmmál þess og lækka þrýstinginn, (mynd 3). Eftir aðgerðina var sjúklingurinn á gjörgæslu í öndunarvél en komst úr öndunarvél á fyrsta sólarhring. Hann byrjaði að nærast á öðrum degi og útskrifaðist á legudeild á þriðja degi. Samskiptafærni hans jókst dag frá degi og meðvitundarástand batnaði. Eftir aðgerðina var gaumstol hans á undanhaldi. Sneið- mynd af hálsæðum sýndi að hægri hálsslagæðin (l. a. carotis interna dexter) var mjóslegin frá skiptingu en sást þó fyll ing alla leið um allar greinar til barkarsvæða. Ítrekaðar rann sóknir leiddu ekki í ljós uppruna blóðsegans. Eftir viku á barnadeild fór sjúklingur í endurhæfingu á Grensás deild Landspítala og dvaldi þar í einn mánuð. Á þeim tíma stórjókst þrek og hreyfifærni sjúklings, en kraftur og stjórn á vinstri hendi var þó enn minnkuð við útskrift. Taugasálfræðilegt mat sýndi skerðingu á athygli og skipulagshæfni, þótt mikill bati hefði orðið, en óyrt greind Illkynja miðslagæðardrep Sjúkratilfelli Hjörleifur Skorri Þormóðsson deildarlæknir Elías Ólafsson yfirlæknir á Taugalækningadeild Ingvar Hákon Ólafsson heila- og taugaskurðlæknir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.