Læknaneminn - 01.04.2016, Side 54

Læknaneminn - 01.04.2016, Side 54
Ri trý nt e fn i 54 orðið jákvæðar og samkvæmt niðurstöðunum geta stakar æxlisfrumur myndað æxli, hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar fyrir JARID1B tjáningu17. Þessar niðurstöður styðja hugmyndina um phenotype switching þar sem frumurnar sem tjá JARID1B skipta sér hægt en geta síðan gefið af sér hratt vaxandi æxlisfrumur sem ekki tjá JARID1B. Þannig hafa frumurnar möguleika á að stofna ný æxli á nýjum stað sem síðan verða misleitar hvað frumugerðir varðar, eftir því hvort JARID1B er tjáð eða ekki. Einnig mætti líta á þessar frumur sem tímabundnar stofn- frumur, sem geta breytt svipgerð sinni og orðið að sérhæfðum frumum, án þess kannski að viðhalda stofnfrumueiginleikanum. Nýjar aðferðir Af ofangreindu er ljóst að það er ekki auð- velt að finna upphafsfrumur krabbameina. Nýlegar aðferðir með notkun svonefndra inducible lineage tracing reporters í músum lofa góðu og áhugaverðar niðurstöður hafa þegar fengist í kirtilæxlum í þörmum (e. intestinal adenomas)18, taugakímsæxlum (e. glioblastoma)19 og í þekjufrumuæxlum (e. squamous cell carcinoma)20. Í þessum til- fellum var notast við mismunandi flúr ljóm- andi prótein til að merkja einstakar frumur og fylgjast með þeim í þroskun æxlanna. Schepers og félagar18 notuðu kannski áhuga- verðustu að ferðina en hún byggir á merki- geninu Rosa26­Confetti en það er gert úr merkigeni sem er samsett úr fjórum genum sem tjá fyrir mismunandi flúrljómandi próteinum. Inni á milli þeirra eru svonefnd LoxP set en endurröðunarsensímið Cre ber kennsl á þau og veldur endurröðun á milli tveggja slíkra seta. Þar sem annað hvert gen sem tjáir fyrir flúrljómandi próteini snýr öfugt (og sum LoxP-setanna líka) er hægt að framkalla umhverfur (e. inversions) með endurröðun en eftir hana snúa viðkomandi gen þannig að umritun þeirra getur farið fram. Til að endurraða erfðamenginu var Cre endurröðunarensímið (sem ber kennsl á LoxP setin og hvatar endurröðun milli tveggja slíkra) sett undir stjórn Lgr5 stýrisvæðisins en það er tjáð í stofnfrumum sem eru staðsettar í kirtlum (e. crypts) þarmanna. Cre ensímið verður aðeins virkt ef lyfið tamoxífen er til staðar. Þannig er hægt að hvata endurröðun með því að gefa músunum tamoxífen en þá geta einstakar frumur framleitt grænan, rauðan, gulan eða bláan lit eftir því hvaða endurröðunarferli þær velja. Ef endurröðunin er virkjuð tvisvar í röð er hægt að fá fram einn lit fyrst og annan lit í næstu atrennu með því að framkalla umhverfur. Með þessari tækni var sýnt að Lgr5 jákvæðar frumur, sem eru minnihluti fruma í kirtilfrumuæxlum, gefa samt af sér allar frumur æxlisins, bæði Lgr5 jákvæðar og neikvæðar. Niðurstöður þessar (og reyndar einnig niðurstöður Chen19 og Driessens20) gefa til kynna að líklega sé um stofnfrumur að ræða í þessum æxlum. Sambærilegar tilraunir eru nú í gangi með sortu æxli þar sem Rosa26-Confetti merki- geninu hefur verið komið fyrir í músum sem framkalla sortuæxli. Afar áhugavert verður að vita hvaða niðurstöður fást úr þeirri greiningu þar sem einstakar æxlisfrumur eru raktar. Verða allar frumur sortuæxlanna eins á litinn eða verða þær marglitar? Einnig verður áhugavert að raðgreina RNA úr stökum merktum frumum til að sjá hvaða gen eru tjáð í hinum mismunandi litufrumum. Til að skoða hvort niðurstöður úr slíkum rannsóknum í músum eigi einnig við í sortuæxlum manna er hægt að raðgreina RNA úr stökum æxlisfrumum og greina þannig hvaða gen eru tjáð í hverri frumu og hversu margar mismunandi frumur má finna í sortuæxlum og hvort þær líkjast músafrumunum hvað tjáningu gena varðar. Framfarir í meðferð sortuæxla hafa verið miklar síðustu ár en stóran hluta þeirra fram- fara má rekja til grunnrannsókna sem hafa aukið skilning á hegðun og starf semi sortu- æxla og forverafruma þeirra, litfrumanna. Ný tækni og aðferðir opna sífellt nýjar dyr og má því fastlega gera ráð fyrir að á næstu árum haldi þessi þróun áfram og að skilningur okkar á upprunafrumum æxlanna aukist. Vonandi leiðir sá skilningur til nýrra og betri aðferða til að meðhöndla sortuæxli. Heimildir 1. Colombo S, Champeval D, Rambow F, Larue L. Transcriptomic analysis of mouse embryonic skin cells reveals previously unreported genes expressed in melanoblasts. J Invest Dermatol. 2012;132(1):170-8. 2. Yajima I, Larue L. The location of heart melanocytes is specified and the level of pigmentation in the heart may correlate with coat color. Pigment Cell Melanoma Res. 2008;21(4):471-6. 3. Gudjohnsen SA, Atacho DA, Gesbert F, Raposo G, Hurbain I, Larue L, og fleiri. Meningeal Melanocytes in the Mouse: Distribution and Dependence on Mitf. Frontiers in neuroanatomy. 2015;9:149. 4. Ni C, Zhang D, Beyer LA, Halsey KE, Fukui H, Raphael Y, og fleiri. Hearing dysfunction in heterozygous Mitf(Mi-wh) /+ mice, a model for Waardenburg syndrome type 2 and Tietz syndrome. Pigment Cell Melanoma Res. 2013;26(1):78-87. 5. Steingrimsson E, Copeland NG, Jenkins NA. Mouse coat color mutations: From fancy mice to functional genomics. Dev Dyn. 2006;235(9):2401-11. 6. Nishimura EK. Melanocyte stem cells: a melanocyte reservoir in hair follicles for hair and skin pigmentation. Pigment Cell Melanoma Res. 2011;24(3):401-10. 7. Mort RL, Jackson IJ, Patton EE. The melanocyte lineage in development and disease. Development. 2015;142(7):1387. 8. Hoek KS, Goding C. Cancer stem cells versus phenotype-switching in melanoma Pigment Cell Melanoma Res. 2010;23(6):746-59. 9. Dick JE. Stem cell concepts renew cancer research. Blood. 2008;112(13):4793-807. 10. Reya T, Morrison SJ, Clarke MF, Weissman IL. Stem cells, cancer, and cancer stem cells. Nature. 2001;414(6859):105-11. 11. Roh MR, Eliades P, Gupta S, Tsao H. Genetics of melanocytic nevi. Pigment Cell Melanoma Res. 2015;28(6):661-72. 12. Kaufman CK, Mosimann C, Fan ZP, Yang S, Thomas AJ, Ablain J, og fleiri. A zebrafish melanoma model reveals emergence of neural crest identity during melanoma initiation. Science. 2016;351(6272):aad2197. 13. Schatton T, Murphy GF, Frank NY, Yamaura K, Waaga-Gasser AM, Gasser M, og fleiri. Identification of cells initiating human melanomas. Nature. 2008;451(7176):345-9. 14. Boiko AD, Razorenova OV, van de Rijn M, Swetter SM, Johnson DL, Ly DP, og fleiri. Human melanoma-initiating cells express neural crest nerve growth factor receptor CD271. Nature. 2010;466(7302):133-7. 15. Quintana E, Shackleton M, Sabel MS, Fullen DR, Johnson TM, Morrison SJ. Efficient tumour formation by single human melanoma cells. Nature. 2008;456(7222):593-8. 16. Held MA, Curley DP, Dankort D, McMahon M, Muthusamy V, Bosenberg MW. Characterization of melanoma cells capable of propagating tumors from a single cell. Cancer Res. 2010;70(1):388-97. 17. Roesch A, Fukunaga-Kalabis M, Schmidt EC, Zabierowski SE, Brafford PA, Vultur A, og fleiri. A temporarily distinct subpopulation of slow-cycling melanoma cells is required for continuous tumor growth. Cell. 2010;141(4):583-94. 18. Schepers AG, Snippert HJ, Stange DE, van den Born M, van Es JH, van de Wetering M, og fleiri. Lineage tracing reveals Lgr5+ stem cell activity in mouse intestinal adenomas. Science. 2012;337(6095):730-5. 19. Chen J, Li Y, Yu TS, McKay RM, Burns DK, Kernie SG, og fleiri. A restricted cell population propagates glioblastoma growth after chemotherapy. Nature. 2012;488(7412):522-6. 20. Driessens G, Beck B, Caauwe A, Simons BD, Blanpain C. Defining the mode of tumour growth by clonal analysis. Nature. 2012;488(7412):527-30. - lægra verð Erum við í næsta nágrenni við þig? Hlökkum til að sjá þig! Taktu frá tíma til að hugsa um heilsuna Akureyri Hafnarstræti Akureyri Hrísalundur Hella Hveragerði Hvolsvöllur Keflavík Selfoss Vestmannaeyjar Þorlákshöfn Höfuðborgarsvæðið Landsbyggðin Domus Medica Eiðistorg Fjarðarkaup Glæsibær Hamraborg Helluhraun Höfði Melhagi Mjódd Mosfellsbæ Salavegur Skipholt Smiðjuvegur apotekarinn.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.