Læknaneminn - 01.04.2016, Side 56

Læknaneminn - 01.04.2016, Side 56
Ri trý nt e fn i 56 Inngangur Legbrestur getur ver ið brátt og lífs- hættulegt ástand, bæði fyrir móður og barn. Því er mikilvægt að þekkja helstu ein kenni og áhættu þætti hans og geta brugðist hratt og rétt við á ögur stundu. Hér verður tæpt á helstu atriðum sem hafa ber í huga og tvö ólík tilfelli frá kvennadeild Land spítalans kynnt. Tilfelli I Hraust 30 ára kona, gengin 38 vikur + 6 daga með sitt annað barn, kom á fæðingarvakt Landspítalans í sjálfkrafa sótt. Hún hafði fætt með keisaraskurði tæpu ári áður vegna teppts framgangs fæðingar og fékk í kjölfarið slæma sýkingu í skurðsárið. Hún átti nú bókaðan valkeisaraskurð við 39 vikur + 2 daga en konan hafði ákveðið, í samráði við fæðingarlækni, að láta reyna á fæðingu um leggöng færi hún í sjálfkrafa sótt fyrir þann tíma. Við komu á fæðingarvaktina, um klukkan 00:20, voru vægir samdrættir á um það bil þriggja mínútna fresti, ytri skoðun eðlileg og kollur skorðaður. Konan var sett í sírita sem sýndi grunnhjartsláttartíðni fósturs upp á 140 slög/ mínútu og góðar hraðanir. Einni og hálfri klukkustund síðar, klukkan 01:50, voru samdrættir missterkir og mislangt á milli þeirra. Við innri þreifingu var legháls 2-3 cm á lengd, opinn 3 cm og kollur í -2 við spinae. Náði konan að sofna en vaknaði klukkan 05:10 með kröftugri verki en áður. Fósturrit var þá með góðum breytileika. Klukkan 11:45 var innri skoðun óbreytt og því ákveðið að gera belgjarof. Legvatn var þunnt og ljósgrænt. Lögð var utanbastsdeyfing. Konan var skoðuð af fæðingarlækni um klukkan 18:20 og hafði framgangur verið hægur; legháls þá um 1,5 cm langur og opinn 4-5 cm. Kollur enn í -2 við spinae. Þá var ákveðið að örva sótt með því að setja upp Syntocinon® dreypi. Klukkan 18:40 var settur rafnemi (e. electrode) á koll þar sem erfitt var að nema hjartslátt barnsins með hjartsláttarsíritanum. Grunnhjartsláttartíðnin var þá 130 slög/mínútu og góður breytileiki í hjartslætti. Kona og fóstur voru endurmetin klukkan 22:15 og var fósturhjartsláttarrit þá eðlilegt, legháls 0,5-1 cm að lengd og opinn 6 cm. Kollur í -1 við spinae og í vinstri hvirfilstöðu (LOA). Legvatn enn ljósgrænt og þunnt. Kallað var í fæðingarlækni klukkan 00:45 vegna breytilegra dýfa í riti. Samdrættir þá einnig dottnir niður og lýsti konan miklum, skerandi verk um neðanverðan kvið. Innri skoðun var óbreytt en ríkuleg blæðing frá leggöngum sást. Ákvörðun tekin um að stöðva Syntocinon® dreypið og fara með konuna í bráðakeisara, innan 30 mínútna, vegna gruns um gliðnun í öri (e. dehiscence) eða rof á legi. Þegar opnað var inn í kviðinn í gegnum fyrra aðgerðarör sáust miklir samvextir sem taldir voru stafa af sýkingu í kjölfar fyrri keisaraskurðar. Við þvagblöðrukant sást að legör hafði gliðnað og var það einungis lífhimnan sem hélt leginu lokuðu. Lífhimnan var klippt upp og þannig opnað inn í leg. Hönd sett undir koll og honum lyft upp í skurðsár. Með þrýstingi á legbotn fæddist lifandi, sprækur drengur klukkan 01:34. Drengurinn grét strax og var Apgar stigun 7 eftir eina mínútu og 9 eftir fimm mínútur. Drengurinn var kominn í fang móður við fimm mínútna aldur. Tilfelli II Hraust 28 ára kona, gengin rúma 41 viku með sitt annað barn, kom á fæðingarvakt Landspítalans í sjálfkrafa sótt. Hún hafði fætt með valkeisaraskurði fjórum árum áður vegna sitjandastöðu. Nú missti hún vatnið heima hjá sér um klukkan 02:15 og var það tært að lit. Við komu á fæðingarvaktina klukkan 02:50 voru hríðir reglulegar á 2-3 mínútna fresti og fósturhjartsláttarrit eðlilegt með góðum hröðunum. Ytri skoðun eðlileg; kollur skorðaður og tært legvatn. Innri skoðun sýndi fullþynntan legháls, opinn 5-6 cm. Kollur var í -2 við spinae. Klukkan 03:50 voru hríðir sárar og komu á um það bil mínútu fresti. Útvíkkun var lokið klukkan 06:00 en þá duttu hríðir niður. Konan talaði einnig um að kviður væri allur aumur. Erfiðlega gekk að finna hjartslátt barnsins með hjartsláttarsírita en að lokum heyrðist hjartsláttur með tíðni upp á 80-110 slög/mínútu. Deildarlæknir var kallaður til vegna hægs hjartsláttar fósturs. Deildarlæknir kallaði strax til sérfræðing sem kom klukkan 06:45. Hjartsláttarsíriti sýndi þá enn fósturhjartslátt 80-110 slög/mínútu. Við skoðun sást engin blæðing frá leggöngum, kollur var í +1 við spinae og í hvirfilstöðu (OA). Sérfræðingur ómskoðaði og sá ekki hjartslátt hjá barninu. Ákveðið var að leggja töng tafarlaust. Simpson töng var lögð á koll- inn án erfiðleika og síðan dregið í en engir sam drættir voru merkjanlegir. Kollurinn fæddist yfir spöngina eftir spangarklippingu (e. episiotomy). Axlirnar fæddust með þrýstingi ofan lífbeins og góðri beygju um mjaðmir. Barnið fæddist alveg líflaust. Skilið var á milli án tafar, hafin endurlífgun barns og það flutt á vökudeild. Fylgjan fæddist síðan með togi á naflastreng við samdrátt í legi. Mælt var pH úr naflastrengsslagæð sem reyndist vera 6,55 og var umfram basi (e. base excess) -24 mEq/L. Barnið sýndi aldrei nein viðbrögð og var endurlífgunaraðgerðum hætt skömmu síðar. Legbrestur Tilfelli af kvennadeild Erna Sif Óskarsdóttir fimmta árs læknanemi 2015-2016 Þóra Steingrímsdóttir fæðingarlæknir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.