Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2016, Qupperneq 58

Læknaneminn - 01.04.2016, Qupperneq 58
Ri trý nt e fn i 58 og gæti það þá verið í kjölfar legbrests1. Birtingarmyndin getur þó verið mismunandi eftir því hvort konan á að baki keisaraskurð eða ekki og hefur lágþrýstingur móður frekar verið tengdur rofi á áður heilu legi á meðan kviðverkir og fósturstreita virðast frekar tengjast rofi á legi sem gerður hefur verið keisaraskurður á51. Önnur einkenni geta sést ef algjört rof hefur orðið, svo sem aflögun á kvið móður og vel þreifanlegir fósturhlutar í gegnum kviðvegg en það er þó sjaldgæft1. Þegar legbrestur hefur verið greindur, eða sterkur grunur vaknað, skipta snör handtök höfuðmáli. Ef barnið er ekki fætt er forgangsatriði að flýta fæðingu. Ekki má þó gleyma að huga að móðurinni og sé hún í klínísku losti þarf að grípa til viðeigandi ráðstafana til að gera ástand hennar stöðugt áður en barninu er komið í heiminn. Framtíðarþunganir Eins og fram hefur komið er endur tekningar- hætta legbrests töluverð og er því grund- vallaratriði að vera í góðri meðgöngu vernd í næstu þungun. Er þá hægt að fylgjast vel með konunni, horfa samtímis til annarra áhættuþátta og taka í framhaldinu ákvörðun í samráði við konuna um hvort ljúka eigi meðgöngunni með valaðgerð eða láta reyna á fæðingu52. Margir mæla þó með að allar konur sem fengið hafa legbrest fæði með valkeisaraskurði í næstu þungun eða með bráðaaðgerð, komi til snemmbærrar, sjálfkrafa sóttar53 og er það einnig svo hér á landi. Í þessum tilvikum hérlendis er valkeisaraskurður jafnan áætlaður við 37 vikna meðgöngulengd, í stað að minnsta kosti 39 vikna meðgöngulengd líkt og almenna reglan gerir ráð fyrir. Endurtekinn keisaraskurður eða fæðing um leggöng? Tíðni keisaraskurða hefur farið vaxandi í heim inum54. Hér á landi var hlutfallið 15,6% árið 2014 og hefur það haldist nokkuð stöðugt síðastliðinn áratug55. Eins og fram hefur komið er helsti áhættuþáttur legbrests tilraun til fæðingar með ör á legi og því er eðlilegt að velta fyrir sér hvers vegna konur fara ekki undantekningalaust í annan keisaraskurð hafi þær á annað borð farið í einn slíkan. Skýringin liggur meðal annars í því að lækkuð tíðni legbrests, legnáms og ýmissa sjúkdóma hjá móður sem fylgir vel heppnuðum fæðingum um leggöng, vegur þyngra en sú aukna áhætta á legbresti, burðarmálsdauða og fósturköfnunar sem fylgir misheppnaðri tilraun til fæðingar um leggöng13,56-58. Eins eykst áhætta ýmissa fylgikvilla, svo sem viðgróinnar fylgju (e. placenta accreta)59, legnáms60, mæðradauða12 og votra lungna hjá nýburanum58,61 við endurtekinn keisaraskurð og því er heildaráhætta alvarlegra fylgikvilla í flestum tilfellum minni ef reynd er fæðing gegnum fæðingarveg13,57. Þetta á þó aðeins við ef konan á einungis einn fyrri keisaraskurð að baki en þar sem hættan á legbresti, sem fylgir fæðingu um leggöng, eykst til muna ef keisaraskurðirnir eru fleiri en einn eru allflestir sammála um að þær konur ættu nær undantekningalaust að fara í endurtekinn keisaraskurð6. Einnig þarf að hafa í huga að vegin áhætta fæðingar um leggöng á móti endurtekinni aðgerð gildir auðvitað aðeins þegar horft er á þýðið í heild sinni og breytir ekki hversu hörmulegur atburður legbrestur getur verið fyrir fjölskyldur sem í því lenda. Af þessum sökum hafa margir reynt að þróa áhættureikna62 og aðrar nothæfar aðferðir, svo sem ómskoðanir sem meta eiga þykkt legörsins63,64, til þess að greina yfirvofandi legbrest. Fram til þessa hefur þó engin ein aðferð reynst vera nægilega sértæk og næm til að vera nothæf á klínískum vettvangi4,12,65. Einhverjar rannsóknir benda þó til þess að hafi legör ekki gróið nægilega vel eftir keisaraskurð séu auknar líkur á klínískum einkennum hjá konunni líkt og milliblæðingum, miklum tíðaverkjum og langvarandi verkjum í grindarholi í kjölfarið20,66. Þetta eru því þættir sem ef til vill er vert að horfa til og spyrja konuna út í þegar verið er að meta áhættuna á legbresti í núverandi eða komandi þungunum. Umræður Eins og sjá má eru einkenni legbrests marg- vísleg, sem og mynstur einkennanna. Því getur verið afskaplega erfitt að greina leg brest í hita leiksins og horfa þarf samtímis til margra þátta og reyna að sjá skóginn fyrir trján um. Fyrra sjúkra tilfellið er gott dæmi um hvernig tókst að gera það á skjótan og skil virkan hátt. Í því tilfelli voru tveir áhættuþættir til staðar til viðbótar við fyrri keisara skurð og voru þeir sýking eftir fyrri keisara skurð og þyngd barns áætluð um 4000 g. Þegar horft er á síðara sjúkratilfellið, í ljósi þess sem við nú vitum um legbrest, áhættuþætti hans og einkenni, eru nokkur atriði sem vert er að velta fyrir sér. Til að byrja með detta samdrættirnir alveg niður hjá móðurinni og talar hún á sama tíma um að kviðurinn sé allur aumur. Fóstur hjartsláttartíðni er einnig talin lág, 80-110 slög/mínútu. Þarna höfum við þrjú af nokkrum höfuðeinkennum legbrests og séu þau sett í samhengi við þá staðreynd að konan átti einn keisaraskurð að baki vaknar sterkur grunur um slíkt og ákvörðun er tekin um að ljúka fæðingu strax. Í þessu tilfelli var það metið svo að tangarfæðing væri fljótlegri en keisaraskurður enda útvíkkun lokið og kollur genginn niður fyrir spinae. Erfiðlega gekk að finna hjartslátt barnsins með hjartsláttarsíritanum og í ómskoðun og þegar hann loks fannst var hann á bilinu 80- 110 slög/mínútu sem er töluvert hægara en eðlilegur fósturhjartsláttur. Barnið fæddist síðan alveg líflaust og því er auðséð eftir á að hér hafi verið á ferðinni hjartsláttur móðurinnar. Í þessu tilfelli voru færri áhættuþættir til staðar en í því fyrra en fyrir utan fyrri keisaraskurð var eini áhættuþátturinn þyngd barnsins. Hún var áætluð 4000 g og reyndist vera 4270 g. Þótt einhverjar rannsóknir hafi sýnt að mikil fæðingarþyngd geti aukið hættu á legbresti24,25 hefur sá þáttur yfirleitt ekki ratað inn í verklagsreglur um meðferð í fæðingu eftir fyrri keisaraskurð. Að auki var fyrri keisaraskurðurinn framkvæmdur vegna sitjanda en í slíkum tilfellum hafa konur almennt betri líkur á að fæða um leggöng heldur en konur sem eiga að baki keisaraskurð vegna misræmis barns og grindar (e. cephalopelvic disproportion)7. Ekki fengust þó upplýsingar um hvort móðirin hefði hitt fæðingarlækni á meðgöngunni og rætt kosti og galla fæðingar um leggöng eftir fyrri keisaraskurð en allar konur með ör á legi ættu að hitta fæðingarlækni og fá ráðgjöf um fæðingarmáta. Einnig er mikilvægt að eftirlit í fæðingum eftir fyrri fæðingu með keisaraskurði sé gott og eru hér á landi til góðar og nákvæmar verklagsreglur um slíkt eftirlit67. Þær reglur voru þó ekki til staðar þegar síðara tilfellið átti sér stað. Dæmin hér að ofan sýna okkur glögglega að við þurfum að vera vel vakandi og ætti lærdómurinn að vera sá að allar konur sem hafa undirgengist keisaraskurð gætu lent í legbresti. Sérstakar þakkir fær Hulda Hjartardóttir, fæðingarlæknir. Fengið var upplýst, skriflegt samþykki sjúklinga og birting tilkynnt Persónuvernd. Heimildir: 1. Turner MJ. Uterine rupture. Best practice & research Clinical obstetrics & gynaecology 2002;16:69-79. 2. Gibbins KJ, Weber T, Holmgren CM, Porter TF, Varner MW, Manuck TA. Maternal and fetal morbidity associated with uterine rupture of the unscarred uterus. American journal of obstetrics and gynecology 2015;213:382 e1-6. 3. Al-Zirqi I, Stray-Pedersen B, Forsen L, Daltveit AK, Vangen S. Uterine rupture: trends over 40 years. BJOG : an international journal of obstetrics and gynaecology 2015.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.