Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 62

Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 62
Fr óð le ik ur 62 Langflesta sjúkdóma sem hrjá mann inn má að einhverju leyti rekja til erfða. Í ein gena sjúkdómum nægir oft á tíðum ein stökkbreyting til þess að valda sjúk dómnum. Sem dæmi getur stökkbreyting í fíbrillín-1 geninu (FBN1) valdið Marfan heilkenni, sem erfist með ríkj andi hætti1. Eingena sjúkdómar eru þó fremur sjald gæfir. Algengir sjúkdómar á borð við sykur sýki og kransæða sjúkdóm hafa mun flókn- ara erfða mynstur auk þess sem umhverfis þættir hafa gjarnan mikið að segja. Erfða breytileikar á fjöl- mörgum litninga svæðum hafa þar áhrif og enginn einn dugar til þess að einstaklingur fái sjúk dóminn. Undanfarinn áratug hafa rannsóknir gerbylt skilningi okkar á þætti erfða í tilurð algengra sjúkdóma. Sú rannsóknaraðferð sem hefur verið hvað mest áberandi er víðtæk erfðamengisleit (e. genome­wide association study). Víðtæk erfðamengisleit Í víðtækri erfðamengisleit er erfðamengið skimað fyrir breyti- leikum sem hafa fylgni við sjúkdóma eða aðrar svipgerðir. Í erlendum ritum eru rannsóknir sem beita þessari aðferð nefndar „genome­wide association studies“, skammstafað GWAS. Undan farinn áratug hafa þúsundir slíkra rannsókna varpað nýju ljósi á meingerð margra algengra sjúkdóma. Oftast eru svokallaðir einbasabreytileikar, en það eru staðir í erfðamenginu þar sem aðeins einn niturbasi er breytilegur milli manna. Yfirleitt eru samsæturnar tvær, þar sem sumir hafa basann A geta aðrir haft G. Búið er að kortleggja milljónir einbasabreytileika í erfðamenginu. Sumir eru í genum en langflestir eru utan þeirra. Þeir eru taldir vera afleiðing tilviljanakenndra stökkbreytinga sem hafa varðveist í erfðamengi mannsins í tímans rás. Í sumum tilfellum hafa þeir starfrænar afleið ingar, til dæmis með því að valda breyt ingu í amínósýruröð, en langflestir eru taldir meinlausir. Þó er enn margt á huldu um möguleg áhrif þeirra á líff ræði mannsins. Með ýmsum aðferðum má greina hvaða samsætur einstak lingur ber fyrir tiltekinn einbasabreytileika, en það Spennandi tímar í erfðavísindum Undanfarinn áratug hafa orðið miklar framfarir í erfðarannsóknum. Þær hafa rutt sér til rúms innan allra sérgreina í læknisfræði og eru sífellt fyrirferðarmeiri í læknaritum. Mörgum vex þó í augum að lesa greinar um erfðafræði þar sem þær geta virst mjög flóknar og tyrfnar aflestrar. Þessu greinarkorni er ætlað að veita innsýn í rannsóknir á erfðum sjúkdóma og vonandi vekja áhuga á þessu spennandi fagi. Arfgerðargreining Genotyping DNA örflaga DNA microarray Einbasabreytileiki Single nucleotide polymorphism (SNP) Erfðabreytileiki Genetic variant Erfðabrigði Genetic variation Innröð Intron Næstu kynslóðar raðgreining Next­generation sequencing Raðgreining alls erfðamengisins Whole­genome sequencing Raðgreining allra táknraða Whole­exome sequencing Samsæta Allele Samsætutíðni Allele frequency Setröð Haplotype Táknröð Exon Víðtæk erfðamengisleit Genome­wide association study (GWAS) Tafla 1. Helstu heiti og hugtök á íslensku og ensku. Eyþór Björnsson sjötta árs læknanemi 2015-2016 Eva Fanney Ólafsdóttir fjórða árs læknanemi 2015-2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.