Læknaneminn - 01.04.2016, Side 64

Læknaneminn - 01.04.2016, Side 64
Fr óð le ik ur 64 táknröð gensins. Því má líta á hvern einbasabreytileika sem nokkurs konar „merki“ fyrir litningasvæðið sem hann tilheyrir. Þegar marktæk tengsl finnast fyrir ákveðinn einbasabreytileika er því mikilvægt að fínkemba litningasvæðið til þess að kanna hvort aðrir nálægir erfðabreytileikar kunni að útskýra sambandið. Víðstæk erfðamengisleit hentar vel til þess að leita að erfðabreytileikum sem tengjast algengum sjúkdómum á borð við kransæða sjúkdóm eða sykurs ýki, en meingerð þessara sjúkdóma er fjöl- þætt og erfðamynstrið flókið. Stórar fjöl þjóðlegar rannsóknir sem taka til tugþúsunda einstak linga hafa afhjúpað fjölmarga einbasa breytileika sem auka líkur á að þróa með sér þessa sjúk dóma. Algengt er að einbasa breytileikarnir séu staðsettir utan gena og tengist ekki þekktum áhættuþáttum. Flestir þeirra eru algengir og tengjast aðeins lítil lega auknum líkum á að fá sjúkdóminn. Sem dæmi hafa fundist ríflega 50 einbasa- breytileikar sem tengjast aukinni áhættu á krans æða sjúkdómi, en fyrir flesta þeirra er áhættu aukningin sem þeim fylgir lægri en tuttugu prósent4. Eitt helsta gildi þessara rannsókna er að þær hafa aukið skilning okkar á flókinni meingerð algengra sjúkdóma. Margar rannsóknir beinast nú að því að leiða fram í dagsljósið líffræðilega verkunarmáta þessara einbasabreytileika, en það kann að varpa nýju ljósi á meinmyndun þessara sjúkdóma. Erfðarannsóknir geta leitt til hagnýtrar þekk ingar sem getur nýst í þróun nýrra lyfja. Sem dæmi leiddu erfða rannsóknir í upp hafi þessarar aldar til þróunar nýs flokks blóðfitu lækkandi lyfja sem hindra virkni ensímsins PCSK9 (e. proprotein convertase subtilisin/kexin type 9). Hlutverk ensímsins var í raun óþekkt áður en rannsóknir sýndu að stökkbreytingar í PCSK9 geninu hafa áhrif á styrk kólesteróls í blóði5. Þar með spratt PCSK9 fram sem aðlaðandi lyfjamark. PCSK9 binst LDL- viðtakanum á yfirborði lifrarfruma og miðlar niðurbroti hans. Með því að hindra virkni ensímsins má hamla niðurbroti viðtakanna sem leiðir til aukinnar upptöku LDL-kólesteróls í lifr inni og lækkar þannig styrk þess í blóði. PCSK9-hemlar komu á markað á Íslandi í byrjun þessa árs, en miklar vonir eru bundnar við þessi nýju blóðfitulækkandi lyf. Við upphaf aldarinnar væntu margir þess að með víðtækri erfðamengisleit gætum við fundið, í eitt skipti fyrir öll, flesta þá erfðabreytileika sem eiga þátt í meingerð algengra sjúkdóma. Við vitum nú að erfða þáttur þeirra verður ekki útskýrður nema að hluta með þeim einbasabreytileikum sem fundist hafa með víðtækri erfðamengisleit. Ljóst þykir að þeir eru aðeins toppurinn á ísjakanum og því þarf að kafa dýpra til þess að skilja betur þátt erfða í tilurð algengra sjúkdóma. Sú leit er þegar í fullum gangi og miðar einkum að því að rannsaka þátt sjald gæfra stökkbreytinga og annarra erfðabrigða. Raðgreining Raðgreining felur í sér að skrá röð þeirra sex milljarða niturbasa sem mynda genin og aðra hluta erfðamengis okkar. Með því að bera hana saman við viðmiðunarerfðamengi mannsins má kanna hvaða erfðabreytileika einstaklingur ber, allt frá sjaldgæfum stökkbreytingum upp í stórar úrfellingar eða yfirfærslur milli litninga. Í samanburði við arfgerðargreiningu með örflögutækni sem fjallað var um hér að ofan, veitir raðgreining margfalt nákvæmari upplýsingar um erfðaupplag einstaklings þar sem öll basaröðin er skoðuð en ekki aðeins valdir einbasabreytileikar. Á allra síðustu árum hafa orðið gríðar- legar framfarir í tækni til þess að raðgreina erfðamengið. Næstu kyn- slóðar raðgreining er safnheiti sem gjarnan er notað yfir nýjustu aðferð- irnar sem eiga það sameiginlegt að vera mun afkastameiri og ódýrari en hefðbundnar aðferðir sem byggja á raðgreiningartækni Sangers. Það sem hingað til hefur takmarkað notkun raðgreiningar í rannsóknum er langur tími sem hún tekur og mikill kostnaður, en það er óðum að breytast með tilkomu næstu kynslóðar raðgreiningartækni. Nú má raðgreina heilt erfðamengi á aðeins nokkrum dögum og kostnaðurinn fer sífellt lækkandi. Þessi nýja raðgreiningartækni mun því verða sífellt fyrirferðarmeiri á næstu árum, í erfðarannsóknum og sem greiningartæki í heilbrigðisþjónustu. Raðgreiningu má meðal annars nota til þess að leita orsaka sjaldgæfra sjúkdóma. Tökum sem dæmi einstak- ling sem greinist með óvenjulega hjart- sláttaróreglu ungur að aldri (mynd 2). Hann hefur sterka fjölskyldusögu um hjartsláttaróreglu en afi hans og frændi dóu báðir fyrir aldur fram. Ein leið til þess að skera úr um hvort sjúkdóminn megi rekja til ákveðinnar stökkbreytingar væri að raðgreina erfðamengi fjölskyldumeðlimanna og leita að sjaldgæfum stökkbreytingum sem aðeins þeir deila sem eru með hjartsláttaróregluna. Ef slík stökkbreyting finnst og líklegt þykir að hún geti valdið sjúkdómnum, til dæmis með því að valda alvarlegum Skyndidauði 26 ára Með gangráð Látin 85 áraBráðkvaddur 45 ára Karl Kona Með svipgerð Látin(n) Mynd 2. Ættartré fjölskyldu með arfgenga hjartsláttartruflun. Einstaklingar með hjartsláttartruflun eru auðkenndir með bláum lit. Erfðamynstrið bendir til ríkjandi erfða. Rauða örin bendir á þann sem leitar til erfðaráðgjafa.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.