Læknaneminn - 01.04.2016, Síða 68
Fr
óð
le
ik
ur
68
Inngangur
Í grein þessari verður
leitast við að fara yfir hlut-
verk meina fræð innar við
grein ingu og með ferð
krabba meina og verður
áhersla lögð á hag nýt
atriði. Höfð er hlið sjón af
þeim vinnu aðferðum sem
eru notaðar á meina fræði -
deild Land spítala sem
áður hét Rannsóknar stofa
Há skólans í meina fræði
og er elsta rannsóknar stofa
lands ins, stofnuð 1917.
Meiri háttar bylting varð
í meinafræði um alda mótin
1800 þegar byrjað var að nota smásjár til sjúkdóms-
greiningar en fram að því hafði meinafræðin fyrst og
fremst byggt á krufningum og skoðun líffæra með
berum augum. Rudolf Virchow (1821-1902), sem
stundum hefur verið kallaður faðir meina fræðinnar,
hvatti mjög til smásjárskoðunar og setti fram kenn-
ingar um að sjúkdómar byggðust á breyt ingum
í frum um líkamans. Enn í dag byggja krabba meins-
greiningar í meina fræði fyrst og fremst á smásjár-
skoðun. Á síðustu áratugum hafa komið fram sér-
rannsóknir, svo sem mótefnalitanir, sem hafa valdið
byltingu í greiningu.
Krabbameinsgreining
Mikilvægt er að staðfesta með vefjagreiningu að um
krabbamein sé að ræða og telst krabbameinsgreining
ekki örugg fyrr en hún liggur fyrir. Segja má að
nákvæmni krabbameinsgreininga á Íslandi sé góð
en hérlendis eru yfir 90% krabbameina staðfest með
vefjagreiningu.
Skipta má krabbameinssýnum í tvo meginflokka.
Annars vegar er um að ræða greiningarsýni á
borð við stans sýni í tengslum við húðkrabbamein,
speglana sýni í tengslum við krabba mein í til
dæmis meltingar vegi eða lungum eða grófnálarsýni
fyrir dýpra liggjandi mein. Hins vegar eru síðan
stærri sýni sem eru oft fjarlægð í tengslum við
meðferð sjúklinganna og geta verið heil líffæri eða
líffærahlutar með meininu. Eðli málsins samkvæmt
eru fyrrnefndu sýnin oft erfiðari viðfangs en þau
síðarnefndu gjarnan tímafrekari. Þegar æxli eru
fjarlægð í tengslum við meðferð liggur greiningin
oft fyrir en þörf er hins vegar á að meta skurðbrúnir,
athuga útbreiðslu meinsins, svo sem möguleg mein-
vörp í eitlum og svo framvegis.
Stærri krabbameinssýni berast meinafræðideildinni
fersk. Með því móti er hægt að frysta hluta af
æxlinu fyrir æxlisbanka og undirbúa þau sem best
fyrir formalínherðingu, en mikilvægt er að herð-
ingin gangi hratt og örugglega fyrir sig. Yfirleitt
eru stór sýni látin liggja í formalíni yfir nótt áður
en skornar eru úr þeim viðeigandi sneiðar. Óskað
er eftir því að sum minni greiningarsýni berist
meinafræðideildinni einnig fersk (í saltvatni), en
þar er aðallega um að ræða eitil- og nýrnasýni.
Nauðsynlegt er að frysta hluta af þessum sýnum. Ef
sýni eru send deildinni fersk þarf að gæta að því að
þau berist á deildina sem fyrst eftir að þau eru tekin.
Önnur minni sýni á að setja strax í formalín, en það
ræðst af stærð sýna hversu lengi þarf að herða þau.
Í sumum tilvikum er svokölluð frumugreining
mikil væg, en þá er greiningin byggð á smásjár-
skoðun stroksýna. Í slíkum sýnum er verið að skoða
stakar frumur eða frumuhópa, sem eru úr samhengi
við vefinn í heild. Frumu greiningu er unnt að
koma við á til dæmis vökvum, svo sem fleiðru- eða
kviðarhols vökva, mænuvökva eða þvagi, en einnig er
gerð frumu greining á svonefndum fínnálar sýnum.
Þá er stungið á mein semd með fínni nál og frumur
sogaðar upp og síðan strokið út á smásjárgler.
Bjarni A. Agnarsson
prófessor við meinafræði deild Landspítala
Jón Gunnlaugur Jónasson
prófessor við meinafræði deild Landspítala
Meinafræði og
krabbamein