Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2016, Qupperneq 68

Læknaneminn - 01.04.2016, Qupperneq 68
Fr óð le ik ur 68 Inngangur Í grein þessari verður leitast við að fara yfir hlut- verk meina fræð innar við grein ingu og með ferð krabba meina og verður áhersla lögð á hag nýt atriði. Höfð er hlið sjón af þeim vinnu aðferðum sem eru notaðar á meina fræði - deild Land spítala sem áður hét Rannsóknar stofa Há skólans í meina fræði og er elsta rannsóknar stofa lands ins, stofnuð 1917. Meiri háttar bylting varð í meinafræði um alda mótin 1800 þegar byrjað var að nota smásjár til sjúkdóms- greiningar en fram að því hafði meinafræðin fyrst og fremst byggt á krufningum og skoðun líffæra með berum augum. Rudolf Virchow (1821-1902), sem stundum hefur verið kallaður faðir meina fræðinnar, hvatti mjög til smásjárskoðunar og setti fram kenn- ingar um að sjúkdómar byggðust á breyt ingum í frum um líkamans. Enn í dag byggja krabba meins- greiningar í meina fræði fyrst og fremst á smásjár- skoðun. Á síðustu áratugum hafa komið fram sér- rannsóknir, svo sem mótefnalitanir, sem hafa valdið byltingu í greiningu. Krabbameinsgreining Mikilvægt er að staðfesta með vefjagreiningu að um krabbamein sé að ræða og telst krabbameinsgreining ekki örugg fyrr en hún liggur fyrir. Segja má að nákvæmni krabbameinsgreininga á Íslandi sé góð en hérlendis eru yfir 90% krabbameina staðfest með vefjagreiningu. Skipta má krabbameinssýnum í tvo meginflokka. Annars vegar er um að ræða greiningarsýni á borð við stans sýni í tengslum við húðkrabbamein, speglana sýni í tengslum við krabba mein í til dæmis meltingar vegi eða lungum eða grófnálarsýni fyrir dýpra liggjandi mein. Hins vegar eru síðan stærri sýni sem eru oft fjarlægð í tengslum við meðferð sjúklinganna og geta verið heil líffæri eða líffærahlutar með meininu. Eðli málsins samkvæmt eru fyrrnefndu sýnin oft erfiðari viðfangs en þau síðarnefndu gjarnan tímafrekari. Þegar æxli eru fjarlægð í tengslum við meðferð liggur greiningin oft fyrir en þörf er hins vegar á að meta skurðbrúnir, athuga útbreiðslu meinsins, svo sem möguleg mein- vörp í eitlum og svo framvegis. Stærri krabbameinssýni berast meinafræðideildinni fersk. Með því móti er hægt að frysta hluta af æxlinu fyrir æxlisbanka og undirbúa þau sem best fyrir formalínherðingu, en mikilvægt er að herð- ingin gangi hratt og örugglega fyrir sig. Yfirleitt eru stór sýni látin liggja í formalíni yfir nótt áður en skornar eru úr þeim viðeigandi sneiðar. Óskað er eftir því að sum minni greiningarsýni berist meinafræðideildinni einnig fersk (í saltvatni), en þar er aðallega um að ræða eitil- og nýrnasýni. Nauðsynlegt er að frysta hluta af þessum sýnum. Ef sýni eru send deildinni fersk þarf að gæta að því að þau berist á deildina sem fyrst eftir að þau eru tekin. Önnur minni sýni á að setja strax í formalín, en það ræðst af stærð sýna hversu lengi þarf að herða þau. Í sumum tilvikum er svokölluð frumugreining mikil væg, en þá er greiningin byggð á smásjár- skoðun stroksýna. Í slíkum sýnum er verið að skoða stakar frumur eða frumuhópa, sem eru úr samhengi við vefinn í heild. Frumu greiningu er unnt að koma við á til dæmis vökvum, svo sem fleiðru- eða kviðarhols vökva, mænuvökva eða þvagi, en einnig er gerð frumu greining á svonefndum fínnálar sýnum. Þá er stungið á mein semd með fínni nál og frumur sogaðar upp og síðan strokið út á smásjárgler. Bjarni A. Agnarsson prófessor við meinafræði deild Landspítala Jón Gunnlaugur Jónasson prófessor við meinafræði deild Landspítala Meinafræði og krabbamein
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.