Læknaneminn - 01.04.2016, Page 75

Læknaneminn - 01.04.2016, Page 75
Fr óð le ik ur 75 Ein helsta gagnrýnin við heimsmarkmiðin er að þau gangi of langt og ekki sé hægt að upp- fylla þau öll. Til dæmis mætti nefna markmið eitt og tvö, að útrýma fátækt og hungri alls staðar alltaf sem gæti orðið erfitt að afgreiða6. Gífurlegur fjöldi undirmarkmiða fjallar um hvernig skuli ganga til verks í hinum ýmsu málum. Sum atriði eru sértækaria en önnur al mennarib. Skýrt er hvort sértæku mark- miðunum sé náð eða ekki en óljósari með þau almennu. a. Grein 3.2. Eigi síðar en árið 2030 verði bundinn endir á dauða nýbura og barna undir 5 ára aldri sem hægt væri að koma í veg fyrir og stefni öll lönd að því að lækka tíðni nýburadauða að minnsta kosti niður í 12 af hverjum 1.000 lifandi fæddum börnum og dánartíðni barna undir 5 ára aldri að minnsta kosti niður í 25 af hverjum 1.000 lifandi fæddum börnum. b. Grein 3.5. Forvarnir og meðferð vegna vímuefnamisnotkunar, meðal annars misnotkunar fíkniefna og skaðlegrar notkunar áfengis, verði efldar. Markmið sem ekki er hægt að upp fylla með vissu eiga það til að falla í skuggann af markmiðum sem stefna að einhverjum mælanlegum áfanga. Almennari markmiðum til varnar geta þau þó tekið til breytinga eða nýrra tækifæra á tilteknu sviði á meðan hin sértæku ná því ekki. Sem dæmi mætti nefna breytingar í fíkniefnalöggjöf gætu kallað á breytta markmiðasetningu í baráttunni við eiturlyfjanotkun, spillingu og skipulagða glæpastarfsemi. Til þess að uppfylla öll þessi markmið þurfa allar þjóðir skýra aðgerðaráætlun til næstu ára og áratuga. Í því ljósi ber að líta á mikilvægi markmiðs 17 um nauðsyn samvinnu allra þjóða, að öðrum kosti verður markmiðunum ekki náð. Ekki hefur verið fullgengið frá fjármögnun slíkrar áætlunar. Meiri útgjöld gætu farið í að meta og mæla sum atriðin sem nefnd eru í heimsmarkmiðunum heldur en þarf til að uppfylla þau. 1. Útrýma fátækt í allri sinni mynd alls staðar. 2. Útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði. 3. Stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar. 4. Tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að ævimenntun fyrir alla. 5. Jafnrétti kynjanna verði tryggt og völd allra kvenna og stúlkna efld. 6. Tryggja aðgengi að og sjálfbæra nýtingu, allra á hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu. 7. Tryggja öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði. 8. Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla. 9. Byggja upp viðnámsþolna innviði fyrir alla, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu og hlúa að nýsköpun. 10. Draga úr ójöfnuði innan og á milli landa. 11. Gera borgir og íbúðasvæði öllum mönnum auðnotuð, örugg, viðnámsþolin og sjálfbær. 12. Sjálfbær neyslu­ og framleiðslumynstur verði tryggð. 13. Grípa til bráðra aðgerða gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra. 14. Vernda og nýta hafið og auðlindir þess á sjálfbæran hátt í því skyni að stuðla að sjálfbærri þróun. 15. Vernda, endurheimta og stuðla að sjálfbærri nýtingu vistkerfa á landi, sjálfbærri stjórnun skógarauðlindarinnar, berjast gegn eyðimerkurmyndun, stöðva jarðvegseyðingu og endurheimta landgæði og sporna við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. 16. Stuðla að friðsælum og sjálfbærum samfélögum fyrir alla menn, tryggja öllum jafnan aðgang að réttarkerfi og byggja upp skilvirkar og ábyrgar stofnanir fyrir alla menn á öllum sviðum. 17. Efla framkvæmd og blása lífi í alþjóðlegt samstarf um sjálfbæra þróun. Mynd 1. Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.