Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 78
Fr
óð
le
ik
ur
78
Hér á eftir kemur um-
fjöllun um nokkrar ein-
faldar aðferðir sem gott
er að kunna skil á þegar
bregðast þarf við bráða-
tilvikum. Þessi listi er
ekki tæmandi umfjöllun
um aðferðirnar heldur
einskonar gátlisti yfir
hvað þarf að kunna. Hver
og einn getur svo kynnt sér aðferðirnar betur með
einfaldri heimildaleit.
Þekktu ABCDE nálgunina
Eru einhverjar hættur á vettvangi? Er búið að
hringja í 112?
A – Öndunarvegur (Airway)
Er öndunarvegurinn opinn, þrengdur eða
lokaður? Lærðu að opna öndunar veginn með ennis-
og hökutaki (e. head tilt, chin lift) og kjálkataki (e. jaw
thrust). Þegar grunur er um áverka á hálshrygg er
kjálka takið gjarnan valið fram yfir ennis- og höku-
tak. Að tryggja opinn öndunarveg hefur algjöran
for gang og getur krafist þess að hálsinn sé hreyfður
varlega.
B – Öndun (Breathing)
Andar sjúklingurinn eðlilega? Er öndunin erfið
eða áreynslulaus? Lærðu horfa, hlusta, finna að-
ferðina (e. look, listen, feel) til að meta öndun.
Lærðu að þekkja svokallaða „agonal“ öndun en það
eru óeðlileg og oft hávær andköf sem teljast ekki
vera eðlileg öndun heldur þvert á móti teikn um
hjartastopp.
C – Blóðrás (Circulation)
Er blóðrás til staðar? Er mikil blæðing sjáanleg?
Ekki er ráðlagt að þreifa púls til þess að athuga hvort
blóðrás sé til staðar. Öruggara er að meta öndunina
með framangreindri aðferð. Ef sjúklingurinn andar
eðlilega þá er hann með blóðrás og ef hann andar
ekki þá er hann í hjartastoppi eða hjartað um það
bil að fara að stöðvast.
Lærðu hjartahnoð og ekki óttast að brjóta rifbein.
Ef þú treystir þér til að blása þá gerir þú það (30:2).
Ef þér líður illa með að beita blástursaðferð þá beitir
þú hjartahnoði eingöngu. Endurlífgun á börnum og
drukknun eru dæmi um aðstæður þar sem æskilegt
er að veita öndunaraðstoð auk hjartahnoðs.
Þekktu til notkunar sjálfvirkra stuðtækja (e. Auto
mated External Defibrillator, AED) og hvar þau er
að finna.
Mikilvægt er að vera ákveðin(n) og óhikandi í að
stöðva lífshótandi útvortis blæðingu. Lærðu að beita
beinum þrýstingi (e. direct pressure), þrýstiumbúðum
(e. pressure dressing) og snarvöndli (e. tourniquet) til
að stöðva blæðingu. Ekki skal eyða tíma í að stöðva
minniháttar blæðingar.
D – Meðvitund/taugakerfi (Disability)
Er sjúklingurinn með fulla meðvitund? Eru
teikn um heilaskaða? Lærðu AVPU skalann til að
meta meðvitundarstig (mun einfaldari heldur en
Glasgow Coma Scale). Lærðu að meta sjáöldrin og
hvernig þau bregðast við ljósi. Ef sjúklingur er með
meðvitund skal kanna hvort hann geti hreyft alla
útlimi og hafi tilfinningu í þeim.
DEFG – Don’t Ever Forget the Glucose! Alltaf skal
mæla blóðsykur hjá bráðveikum ef blóðsykursmælir
er til staðar.
E – Skoða allan líkamann og meta
umhverfið (Exposure/Environment)
Lítur sjúklingurinn út fyrir að vera bráðveikur?
Eru teikn um alvarlega áverka eða veikindi? Er
sjáan leg blæðing? Lyftu upp sænginni og kíktu
Getur þú
brugðist við
þegar á reynir?
Bergþór Steinn Jónsson
sjötta árs læknanemi 2015-2016