Læknaneminn - 01.04.2016, Side 97

Læknaneminn - 01.04.2016, Side 97
Fr óð le ik ur Sk em m tie fn i o g pi stl ar 97 Það fer ekki framhjá neinum glöggum áskrifanda Læknanemans að árshátíðarmynd fimmta ársins hefur að geyma óvæntan gest. Við nánari eftirgrennslan blaðamanns kemur í ljós að um nýstárlega tilraun Læknadeildar Háskóla Íslands er að ræða. Eftir talsvert mikinn þrýsting frá samfélaginu, aðallega frá hópi miðaldra kvenna, réðst læknadeild í að útvíkka sjóndeildarhring læknanáms á Íslandi í inntökuprófinu árið 2011. Fólst nýjungin í því að bæta við einni stöðu nema sem kemur til með að sérhæfa sig í lækningum að handan og mun því geta verið beinn tengiliður við læknamiðla víðsvegar á Íslandi, en mikil eftirspurn hefur verið eftir slíkum læknum. Við ræddum við Magnús Karl Magnússon, núverandi forseta læknadeildar, og Kristján Erlendsson, þáverandi forseta læknadeildar, um þessa metnaðarfullu tilraun: „Við urðum vör við að ákveðnir þjóðfélagshópar höfðu misst trúna á svokölluðum „hefðbundnum lækningum“ og voru farnir að draga í efa fagmennsku okkar í læknastéttinni. Eftir stóran þverfaglegan fund var ákveðið að ráðast í framkvæmdir sem sneru að því að auka trúverðugleika stéttarinnar og svara þessari eftirspurn sem hafði myndast“, segir Kristján Erlendsson. Hvernig var ákveðið að velja inn í þetta nám, þar sem aðeins eitt pláss var í boði? „Það var ákveðið að þeir 48 hæstu í inntökuprófinu myndu gangast í gegnum svokallað „hefðbundið læknanám“ og útskrifast sem „læknar“ með möguleika á að sérhæfa sig í allskonar undirsérgreinum læknisfræðinnar. Síðan var ákveðið að um leið og einkunnir lágu fyrir var þeim sem var lægstur allra á inntökuprófinu boðið að koma inn í deildina á þeim forsendum að hann myndi sérhæfa sig í lækningum að handan og vera þannig tengiliður læknamiðla við læknastéttina. Við ákváðum að velja þann sem var lægstan í prófinu þar sem að hann hafði þá sýnt að hann hafði afskaplega lítið vald á grunnatriðum vísindanna og væri því ekki mengaður af smáborgaralegum hugsunarhætti um „staðreyndir“ og „vísindalega nálgun“ eða samsæri lyfjarisanna“, segir Magnús Karl Magnússon, greinilega hæstánægður með þróun mála. En í hverju felst munurinn á námi „lækna“ og „handanlækna“? „Eins og gefur að skilja eru þetta tveir ólíkir hlutir, meðan „læknar“ einbeita sér að því að læra lífeðlisfræði, lyfjafræði, meinafræði og líffærafræði, auk þess sem þeir taka að minnsta kosti þrjú klínísk ár inn á mörgum sérgreinum Landspítalans þá munu „handanlæknar“ einblína meira á heilun erfðaefnisins og að vera í nánum samskiptum við stofnfrumuna sína. Auk þess sem þeir munu koma til með að vera með miklu, miklu hærra kaup fyrir hvern sjúkling“, segir Kristján Erlendsson að lokum. Við í ritstjórn læknanemans bíðum spennt eftir niðurstöðum þessarar tilraunar og vonum að fólk með illa afmörkuð og ósértæk einkenni fái bót sinna mála hjá læknamiðlum framtíðarinnar með hjálp Háskóla Íslands. Handanlæknirinn Rannsóknarblaðamaður Félags læknanema Hér má sjá einu myndina sem náðst hefur af Hirti handanlækni þar sem hann heldur utan um formann hefðbundinna læknanema.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.