Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 105

Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 105
Fr óð le ik ur Sk em m tie fn i o g pi stl ar 105 sjúklingsins, einkum þegar konur áttu í hlut. Mikilvægi hjartahljóða og hjartaóhljóða til sjúkdómsgreiningar var löngu þekkt þótt skilningur á lífeðlisfræðinni væri takmarkaður. Fljótlega tók einföld trépípa við af pappírs- sívalningnum og jafnframt kom í ljós að hlustunin varð auðveldari og hjartahljóðin heyrðust betur en með berum eyrum. Þýðandi bókar Laennecs um hlustun sá ástæðu til að fylgja bókinni úr hlaði með varnaðarorðum: „Þrátt fyrir gildi [aðferðarinnar] hef ég miklar efasemdir því notkun [hlustpípunnar] krefst mikils tíma og veldur alls konar vandamálum, bæði fyrir sjúklinginn og lækninn“1. Þetta var skrifað árið 1829 og sýnir að ný tækni sem kallar á þjálfun og sérþekkingu hefur á öllum tímum mætt efasemdum og kvíða blöndnum áhyggjum. Síðari þróun hlustpípunnar fólst í því að bæta hlustunarskilyrðin enn frekar. Hljóð með háa tíðni heyrðust betur með himnu en lágtíðni hljóð með bjöllu. Síðan bötnuðu slöngurnar; þær flytja hljóðið betur og útiloka hljóð úr umhverfi (e. acoustic tubing). Sprague-Rappaport hlustpípan kom fram upp úr 1940 með þá nýjung að sameina í einn haus bæði himnu og bjöllu. Síðan hafa ekki orðið gagngerar breytingar en margir framleiðendur framleiða hlustpípur af góðum gæðum og nýjasta framvindan snýst um viðbótar rafrænan búnað sem magnar og síar hljóðin sem greina má með nýjustu hlustpípunum. Með tilkomu ómskoðunartækni og þó einkum tækni sem nýtir samtímis ómskoðun og Doppler athugun á blóðflæði, hefur greiningar tækni stórbatnað. Það er því ekki að undra þótt „þekkist sú skoðun og þyki fín“ að hjartahlustun sé úrelt og óþörf. Hentug og handhæg ómskoðunartæki sem jafnvel komast í vasa, leysi hlustpípuna algerlega af hólmi og bæti miklu við upplýsingarnar sem hægt er að afla við rúmstokkinn. „Hættið að hlusta og horfið“ er undirtitill greinar sem birtist í New England Journal of Medicine fyrir tveimur árum2. Reynslan mun leiða í ljós hvernig fer. Þótt sumar upplýsingar sem fást með hlustun sé ekki hægt að afla með óm skoðun og Doppler, til dæmis núnings- hljóð frá gollurs húsi og garna hljóð, hefur óm skoðunin ótvíræða greiningar yfirburði í saman burði við hlust pípuna. Lítill vafi er á því að ómun með litlu óm tæki við rúm- stokk mun hasla sér völl í vaxandi mæli og flýta fyrir sjúkdóms greiningum. Tækniþróun getur af sér minni og handhægari tæki og kostnaður lækkar þótt enn sé hlustpípan 100-200 sinnum ódýrari. Fullum þroska nær aðferðin þó ekki fyrr en notkun ómtækni verður þáttur í þjálfun allra lækna og byrjar strax í kennslu líffærafræði og lífeðlisfræði á fyrstu árum læknanáms. Mikilvægi tækninýjunga felst hins vegar ekki í því að ryðja frá öðrum aðferðum heldur í nýjum og auknum möguleikum við sjúkdómsgreiningu og/eða meðferð. Þegar upp er staðið er það hin klíníska heildarmynd sem skiptir mestu í öllu klínísku starfi og síðan þjálfun og þekking í að afla klínískra upplýsinga og túlka þær. Eins og hlustpípan skerpir ómskoðun lífeðlisfræðilegan skilning og rétt notuð auka bæði tækin drægni skilningarvitanna við öflun klínískra upplýsinga en koma ekki í stað þeirra. Saman geta aðferðirnar gefið ítarlegar upplýsingar við rúmstokkinn sem nýtast til til sjúkdómsgreiningar og/eða mats á sjúkdómsframvindu. Heimildir 1. Laennec RTH. A treatise on the diseases of the chest and on mediate auscultation. John Forbes, translator. London: T. and G. Underwood, 1829. 2. Solomon SD, Saldana F. Point- of-care ultrasound in medical education – Stop listening and look. N Engl J Med. 2014; 370:1083-1085. Í alvarlegum sýkingum þar sem CRP er mælt í upphafi skal hafa í huga að daglegar CRP mælingar í eftirlitsskyni eru óþarfi. Notið ekki quinolone sem fyrsta lyf við neðri þvagfærasýkingu hjá konum. Forðist að setja upp þvaglegg hjá sjúklingi sem er í stöðugu ástandi, og getur kastað af sér þvagi til þess eins að fylgjast með útskilnaði eða til þæginda fyrir starfsfólk eða sjúkling. Klínískt nef
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.