Læknaneminn - 01.04.2016, Side 108

Læknaneminn - 01.04.2016, Side 108
Sk em m tie fn i o g pi stl ar 108 Tími að hjartahlustun (e. pocket-to-ear time) Kannaður var tíminn sem þátttakendur tóku í að færa hlustunarpípuna úr hvíldarstöðu, til dæmis úr vasa eða af hálsi, leggja hana að eyra og byrja að hlusta. Clooney aðferðin með lás reyndist vera hæg- asta aðferðin (3,50 sekúndur), þar á eftir kom Clooney-aðferðin án læsingar (2,41 sekúndur). Fljótust var hálsbindisaðferðin (1,74 sekúndur) og næstfljótust var vasa- aðferðin (2,34 sekúndur). Fjöldi hreyfinga að hjartahlustun Kannaður var fjöldi handahreyfinga sem þátt- takendur þurftu til að færa hlustunar pípuna úr hvíldarstöðu og byrja að hlusta. Clooney-aðferðin með læsingu: 5 hreyfingar. Clooney-aðferðin án læsingar: 3 hreyfingar. Vasa-aðferðin: 3 hreyfingar. Hálsbindisaðferðin: 2 hreyfingar. Umræður Í þessari rannsókn höfum við sýnt fram á að burðarmáti hlustunarpípa getur haft áhrif á hraða sjúkdómsgreiningar á ögurstundu, sérstaklega þegar greining búkhljóða getur leitt til lífsbjargandi aðgerða, til dæmis við greiningu loftbrjósts. Við undirbúning þessarar rannsóknar var upphaflega áætlað að láta þátttakendur greina loftbrjóst hjá sjúklingi. Auðveldara reyndist að finna sjúkling með slagbilsóhljóð. Ljóst er að burðarmáti hlustunarpípa hefur áhrif á alla þá eiginleika sem kannaðir voru í þessari rannsókn; stöðugleika við hlaup, tíma að hjartahlustun og fjölda hreyfinga að hjartahlustun. Tengsl eru á milli fjölda handahreyfinga og tíma sem tekur að byrja hjartahlustun. Fleiri handahreyfingar leiða þannig til greiningartafar. Clooney-aðferðin með læsingu er flóknasta leiðin til að bera hlustunarpípu og er því sú aðferð sem tekur lengstan tíma að hefja hlustun. Því er ekki hægt að mæla með þessari aðferð fyrir þá sem bera öryggi sjúklinga fyrir brjósti. Við hlaup var hálsbindisaðferðin ótvíræður sigurvegari. Í raun náðu þátttakendurnir sem notuðust við Clooney- og vasa-aðferðirnar aldrei að klára þrautina með því að hlusta sjúklinginn. Þátttakandinn sem notaðist við Clooney-aðferðina festi hlustunarpípuna þegar hún var komin hálfa leið yfir ennið. Þátttakandinn sem notaðist við vasa- aðferðina flækti hlustunarpípuna í vasanum á bolnum (mynd 7). Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna með sann færandi hætti að hálsbindisaðferðin er öruggust, fljótust og með fæstar handa hreyf- ingar að hlustun. Höfundar mæla því með notkun þessarar aðferðar við klínísk störf þar sem hlustunarpípa er notuð. Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og er höfundum ekki kunnugt um að sambærileg rannsókn hafi verið framkvæmd annars staðar í heiminum. Tíminn einn mun leiða í ljós hvort þessar niðurstöður komi til með að breyta klínískum leiðbeiningum varðandi burðarmáta hlustunarpípa. Að mati höfunda ætti efni þessarar greinar að vera hluti af námsefni læknanema í klínískri færni á fyrsta ári. Fleiri rannsókna er þó þörf. Leiða má líkur að því að bæði Clooney-aðferðin og hálsbindis- aðferðin þrengi að einhverju leyti að hálsi læknisins. Því vaknar sú spurning hvort aukið iðu streymi (e. turbulent flow) um carotis æðar læknisins auki hættu á myndun á æða- skellum (e. plaque) og líkurnar á heilablóðfalli (e. stroke) í kjölfarið? Mynd 7. Tveir af þremur þátttakendum flæktu hlustunarpípurnar og náðu því ekki að klára þrautina. Þátttakandinn sem notaðist við Clooney­aðferðina með lás (til vinstri) flækti hlustunarpípunni um höfuð sitt. Þátttakandinn sem notaðist við vasa­aðferðina náði ekki hlustunarpípunni upp úr vasanum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.