Læknaneminn - 01.04.2016, Page 108
Sk
em
m
tie
fn
i o
g
pi
stl
ar
108
Tími að hjartahlustun
(e. pocket-to-ear time)
Kannaður var tíminn sem þátttakendur tóku
í að færa hlustunarpípuna úr hvíldarstöðu, til
dæmis úr vasa eða af hálsi, leggja hana að eyra
og byrja að hlusta.
Clooney aðferðin með lás reyndist vera hæg-
asta aðferðin (3,50 sekúndur), þar á eftir
kom Clooney-aðferðin án læsingar (2,41
sekúndur). Fljótust var hálsbindisaðferðin
(1,74 sekúndur) og næstfljótust var vasa-
aðferðin (2,34 sekúndur).
Fjöldi hreyfinga að hjartahlustun
Kannaður var fjöldi handahreyfinga sem þátt-
takendur þurftu til að færa hlustunar pípuna
úr hvíldarstöðu og byrja að hlusta.
Clooney-aðferðin með læsingu: 5 hreyfingar.
Clooney-aðferðin án læsingar: 3 hreyfingar.
Vasa-aðferðin: 3 hreyfingar.
Hálsbindisaðferðin: 2 hreyfingar.
Umræður
Í þessari rannsókn höfum við sýnt fram á að
burðarmáti hlustunarpípa getur haft áhrif
á hraða sjúkdómsgreiningar á ögurstundu,
sérstaklega þegar greining búkhljóða getur
leitt til lífsbjargandi aðgerða, til dæmis
við greiningu loftbrjósts. Við undirbúning
þessarar rannsóknar var upphaflega áætlað
að láta þátttakendur greina loftbrjóst hjá
sjúklingi. Auðveldara reyndist að finna
sjúkling með slagbilsóhljóð.
Ljóst er að burðarmáti hlustunarpípa hefur
áhrif á alla þá eiginleika sem kannaðir voru
í þessari rannsókn; stöðugleika við hlaup,
tíma að hjartahlustun og fjölda hreyfinga
að hjartahlustun. Tengsl eru á milli fjölda
handahreyfinga og tíma sem tekur að byrja
hjartahlustun. Fleiri handahreyfingar leiða
þannig til greiningartafar. Clooney-aðferðin
með læsingu er flóknasta leiðin til að bera
hlustunarpípu og er því sú aðferð sem tekur
lengstan tíma að hefja hlustun. Því er ekki
hægt að mæla með þessari aðferð fyrir þá sem
bera öryggi sjúklinga fyrir brjósti.
Við hlaup var hálsbindisaðferðin ótvíræður
sigurvegari. Í raun náðu þátttakendurnir sem
notuðust við Clooney- og vasa-aðferðirnar
aldrei að klára þrautina með því að hlusta
sjúklinginn. Þátttakandinn sem notaðist við
Clooney-aðferðina festi hlustunarpípuna
þegar hún var komin hálfa leið yfir ennið.
Þátttakandinn sem notaðist við vasa-
aðferðina flækti hlustunarpípuna í vasanum á
bolnum (mynd 7).
Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna með
sann færandi hætti að hálsbindisaðferðin er
öruggust, fljótust og með fæstar handa hreyf-
ingar að hlustun. Höfundar mæla því með
notkun þessarar aðferðar við klínísk störf þar
sem hlustunarpípa er notuð.
Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar
á Íslandi og er höfundum ekki kunnugt um að
sambærileg rannsókn hafi verið framkvæmd
annars staðar í heiminum. Tíminn einn mun
leiða í ljós hvort þessar niðurstöður komi
til með að breyta klínískum leiðbeiningum
varðandi burðarmáta hlustunarpípa. Að mati
höfunda ætti efni þessarar greinar að vera
hluti af námsefni læknanema í klínískri færni
á fyrsta ári.
Fleiri rannsókna er þó þörf. Leiða má líkur að
því að bæði Clooney-aðferðin og hálsbindis-
aðferðin þrengi að einhverju leyti að hálsi
læknisins. Því vaknar sú spurning hvort aukið
iðu streymi (e. turbulent flow) um carotis
æðar læknisins auki hættu á myndun á æða-
skellum (e. plaque) og líkurnar á heilablóðfalli
(e. stroke) í kjölfarið?
Mynd 7. Tveir af þremur þátttakendum flæktu hlustunarpípurnar og náðu því ekki að klára þrautina. Þátttakandinn sem notaðist við Clooneyaðferðina með lás (til
vinstri) flækti hlustunarpípunni um höfuð sitt. Þátttakandinn sem notaðist við vasaaðferðina náði ekki hlustunarpípunni upp úr vasanum.