Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2016, Qupperneq 109

Læknaneminn - 01.04.2016, Qupperneq 109
Fr óð le ik ur Sk em m tie fn i o g pi stl ar 109 Á árshátíð Félags læknanema hefur tækifærið gjarnan verið gripið og þeir kennarar heiðraðir sem þykja hafa skarað fram úr. Þetta er gert með árlegum kennslu- og deildarlæknaverðlaunum auk þess sem sérstökum velunnurum læknanema eru veitt heiðursverðlaun, gjarnan eftir áratuga starf í þágu læknanema og læknanáms á Íslandi. Í ár þótti einnig ástæða til að verðlauna einn læknanema en þetta er í fyrsta skipti sem það er gert. Verðlaunin voru veitt á árshátíð Félags læknanema þann 13. mars síðast liðinn. Sigrún Helga Lund hlaut kennslu- verðlaun Félags læknanema árið 2016. Sigrún tók við kúrsinum í tölfræði við læknadeild árið 2014. Hún hefur umturnað kennslu í tölfræði við deildina með því leggja áherslu á praktíska tölfræði, forritun í R og með því að deila sinni óþrjótandi orku og áhuga. Eftir tölfræðikúrsinn hefur Sigrún svo haldið úti nokkurs konar tölfræðiráðgjöf fyrir læknanema í BS verkefnum. Þetta er ekki bara ómetanlegt fyrir verkefnin heldur hefur þetta virkað sem nokkurs konar framlenging á tölfræðikúrsinum og vakið enn meiri áhuga hjá læknanemum. Það er því ljóst að Sigrún er vel að þessum verðlaunum komin. Guðmundur Þorgeirsson fær heiðurs- verð laun Félags læknanema árið 2016. Guð mundur hefur í áraraðir sinnt kennslu læknanema af miklum krafti, þekk ingu og áhuga, einkum sem pró- fess or í lyflæknisfræði. Sem kennari, rann sakandi, forseti lækna deildar og klíník er hefur hann verið fyrirmynd lækna nema og lækna. Djúpur skiln- ingur og víðtæk þekking hefur gert hann að einum eftir minnilegasta kennara deildarinnar. Sá sem hefur hefur fengið kennslu Guðmundar um brjóstverki mun til dæmis seint gleyma þeirri kennslu. Núna þegar Guðmundur er að ljúka sínum tíma sem prófessor vill Félag læknanema heiðra hann fyrir hans mikla starf í þágu læknanema og læknanáms á Íslandi. Í ár var ákveðið að veita sérstök læknanemaverðlaun Félags læknanema. Heimasíða félagsins hefur verið í ólagi undanfarin misseri og illa hefur gengið að fá upprunalega heimasíðusmiði til að gera síðuna nothæfa. Einn læknanemi, Árni Johnsen, ákvað að taka málið í sínar hendur. Það er mikið lán fyrir læknanema að eiga svona eðalmann innan sinna raða og því vill Félag læknanema gefur honum sérstök læknanemaverðlaun. Sindri Aron Viktorsson fær deildar- læknaverðlaun Félags læknanema árið 2016. Umtalað er hversu kennsluglaður hann er og nýtir hann hverja lausa stund til kennslu. Hann er laus við hroka, þolinmóður og beitir hvetjandi gagnrýni í kennslu sinni. Þá sýnir hann mikið frumkvæði og hefur kallað sérstaklega í læknanema þegar eitthvað áhugavert er um að vera. Einnig hefur hann haldið sérstaka kennslu fyrir nemendur, til dæmis í hnýtingum og saumaskap. Þess vegna er hann vel að þessum titli kominn. Kennslu­ verðlaunin 2016Sigrún Helga Lund ásamt gjaldkera og formanni Félags læknanema. Guðmundur Þorgeirsson ásamt gjaldkera og formanni Félags læknanema. Árni Johnsen ásamt gjaldkera og formanni Félags læknanema. Sindri Aron Viktorsson ásamt gjaldkera og formanni Félags læknanema.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.