Læknaneminn - 01.04.2016, Side 117

Læknaneminn - 01.04.2016, Side 117
Fr óð le ik ur Sk em m tie fn i o g pi stl ar 117 til þess að heimsækja Þráinn. Þá voru þeir að fara með hann í skoðunarferðir um borgina eða jafnvel í klippingu. Þó svo að þeir töluðu eiginlega enga ensku þá þótti það örugglega flott að fá að hanga með þessum risavaxna Íslendingi. Fyrsta daginn á spítalanum leist mér ekki alveg á blikuna. Þar hitti ég nokkra yfirmenn sem töluðu alveg heilmikið en ég skildi ekki neitt. Í ljós kom að ég þurfti að kaupa föt við hæfi fyrir spítalann: sítt pils, síðerma skyrtu og lokaða skó. Einnig var mér tjáð að það gengi ekki að hárið á mér stæði út í loftið og ég þyrfti nú að greiða mér betur. Ég hugsaði að það myndi reynast mér örlítið erfitt því hitastig upp á fjörtíu gráður gefur hárinu mínu sjálfstæðan vilja. Sem betur fer var þetta skrifstofufólk sem ég þurfti ekki að hitta aftur. Fyrstu þrjár vikurnar var ég eini skipti- neminn á spítalanum. Það tóku allir mjög vel á móti mér á mis góðri ensku, þó svo að ég hafi verið með hárið út í allar áttir. Spítalinn er allt öðruvísi en maður hefur vanist hér heima. Á tíma- bilinu fann ég alls þrjá vaska og hitti flækings ketti á göngunum. Aðstæður fyrir sjúklinga voru ekki upp á marga fiska en allt að 20 manns þurftu að deila saman óloftkældu herbergi. Þrátt fyrir þessar fram andi aðstæður voru lækn arnir jafn kennslu glaðir og þeir eru hér heima. Ég valdi að vera á almennri skurðdeild og dagurinn byrjaði á því að ég gekk skurð ganginn, en á honum voru 12 skurð stofur. Ég fékk einfald lega að velja það sem mér fannst áhuga verðast þann daginn. Þetta voru allt saman mjög fjölbreyttar aðgerðir sem lækn arnir voru að framkvæma. Mér er minnis stæðust aðgerð þegar fjarlægja átti fyrirferð á rifbeini á konu á besta aldri. Þegar búið var að opna og ég beðin að skafa burtu fyrirferðina, þá komst ég að því að þetta voru berklar. Mér stóð nú ekki alveg á sama og hugsaði að núna væri ég alveg örugglega smituð af berklum. Læknunum fannst þessi móðursýki hjá mér vera ansi fyndin og hlógu á meðan þeir kenndu mér hvernig ég ætti að bera mig að. Ég tek það fram að ég fór í berkla próf um leið og ég kom heim, það var sem betur fer neikvætt. Þessi mánuður var virkilega skemmti- legur og lærdómsríkur. Þetta er alveg ótrúlega fallegt svæði og margt hægt að skoða. Padang er ekki ferðamannastaður og það þarf svolítið að hafa fyrir því að komast á leiðarenda en það gerir upplifunina eingöngu skemmtilegri. Okkur leið oft eins og við værum fræg þar sem allir vildu heilsa okkur, taka mynd af okkur eða bara sýna góða enskukunnáttu sína: „Hey mister, what´s your name, where you from?“ Við fáum því miður ekki þessa athygli á Lauga veginum. Ég vona að sem flestir láti verða af því að fara í svona skipti og kynnast annarri menn ingu, öðrum starfs háttum og skemmti legu fólki. Ég myndi hiklaust fara aftur ef mér gæfist kostur á því og ég hvet alla lækna nema til að íhuga að skella sér!
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.