Læknaneminn - 01.04.2016, Síða 123

Læknaneminn - 01.04.2016, Síða 123
Fr óð le ik ur Sk em m tie fn i o g pi stl ar 123 Eftir að dagvinnu lýkur tekur vaktin við. Þá bregður þú þér í hlutverk bráðalæknis og sinnir öllu bráðu sem upp kemur í héraðinu. Þú ferð í útköll með sjúkraflutningamönnum, sinnir bráðum veikindum og áverkum. Þú lærir að vera mjög sjálfstæður í vinnubrögðum. Meðal annars þarft þú að læra sjálfur að leggja gips og sauma með nálahaldara með innbyggðum skærum því það er enginn til að klippa á sauminn fyrir þig. Á vaktinni sinnir þú einnig legudeild sjúkrahússins og gengur þar stofugang um helgar. Á legudeildina leggjast inn sjúklingar á öllum aldri með mjög fjölbreytt vandamál. Sjúklingarnir eru yfirleitt einir á herbergi og aldrei þarf neinn að liggja á göngunum. Þeim er svo sinnt af alúð af mjög hæfum hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, sjúkraþjálfurum og öðru starfsfólki deildarinnar. Þú sinnir einnig fæðingadeildinni í góðri samvinnu við ljósmæðurnar á staðnum og ert viðstaddur allar fæðingar sem verða á þinni vakt. Þá aðstoðar þú einnig ef framkvæma þarf keisaraskurð. Það kemur oft fyrir að þú lendir í aðstæðum þar sem reynsla þín og þekking sem læknanemi dugir ekki til. Þá getur þú treyst á að fá aðstoð reyndra lækna samstundis hvenær sem er sólarhringsins. Læknarnir kvarta aldrei undan því að vera kvaddir til aðstoðar. Þvert á móti telja þeir mikilvægt að þú hikir ekki við að leita eftir aðstoð til að sjúklingarnir fái bestu þjónustu sem völ er á. Mötuneytið á sjúkrahúsinu er afar gott. Þú færð íbúð þér að kostnaðarlausu og Land Cruiser til afnota á vöktunum. Á staðnum eru góðir veitingastaðir, kvikmyndahús og góð aðstaða til að stunda íþróttir og útivist. Af framangreindu má ljóst vera að starfið er einstaklega fjölbreytt og krefjandi en þú nærð auðvitað ekki að koma þér upp sérþekkingu á neinu afmörkuðu sviði. Starfið á þessum stað reynir hins vegar á alla þá þekkingu og færni sem þú hefur tileinkað þér sem læknanemi, auk þess sem þú lærir líklega nánast jafn mikið á einu sumri og þú lærðir á síðastliðnum fimm árum í læknisfræðinni. Þessi staður er reyndar til. Hann heitir Ísafjörður! Þar vann ég síðastliðið sumar. Ég tek það fram að ég hef engin tengsl við Vestfirðina fyrir utan að vera algjör landsbyggðar lúði sem horfir á Landann á RÚV. Undirritaður við vaktbílinn.Jónas Aðalsteinsson, sjötta árs læknanemi, á vaktinni. Jónas Aðalsteinsson, sjötta árs læknanemi, nýtur veðurblíðunnar i hádegismatnum. Leitið ekki að C. difficile í saur til að staðfesta lækningu á ristilbólgu hjá sjúklingum sem eru orðnir einkennalausir. Klínískt nef
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.