Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 125

Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 125
Fr óð le ik ur Sk em m tie fn i o g pi stl ar 125 nokkrir lykilsjúkdómar (til dæmis hjartabilun og sykursýki) notaðir til að skýra lykilferla lífefna- og lífeðlisfræðinnar. Í lok einnar málstofu var haldin spurningakeppni en í lok síðustu málstofunnar var umræðufundur um efnaskipti etanóls og í kjölfarið haldin verkleg æfing á bar í miðbænum. Alls voru 33 nemar á fimmta og sjötta ári sem tóku þátt og mikill metnaður var lagður í kennsluna. Ég fékk að sitja inni með annars árs nemunum og það var alveg ótrúlega skemmtilegt að sjá hvernig kennarar leituðu nýrra leiða til að gera námsefnið skemmtilegt og áhugavert. Sömuleiðis var gaman að sjá hvað annars árs nemarnir voru móttækilegir fyrir kennslunni. Þau hlustuðu af áfergju, spurðu góðra spurninga og voru mjög áhugasöm og jákvæð, meira að segja þegar gleymdist að redda mat þegar kennsla stóð í eitt skipti til hálf átta. Í lok verkefnisins var haldin könnun, bæði meðal nema og kennara og í ljós kom gríðarleg ánægja með verkefnið. Allir þeir sem svöruðu vildu hafa þessa kennslu sem hluta af námskeiðunum og augljóst af svörum að verkefnið hafi bæði aukið áhuga og þekkingu á lífefna- og lífeðlisfræði (mynd 1 og 2). Nemendur voru líka mjög ánægðir með kennarana (mynd 3) sem sjálfir voru mjög ánægðir með að hafa tekið þátt. Kennurum fannst þeir læra nýja hluti (mynd 4) og upplifðu að þau hefðu sjálf viljað fá svona kennslu (mynd 5). Öll vildu þau taka þátt í svona kennslu aftur. Alls fékk námskeiðið meðaleinkunnina 9,13 sem ætti nú að teljast frekar góð meðaleinkunn. Niðurlag Það er ljóst að þessi tilraun til að koma klín- ískum læknanemum að kennslu grunn nema hafi gengið vel. Kannanirnar sýna mikla ánægju nemenda og kennara. Forstöðumenn nám skeiðanna og kennslustjóri læknadeildar komu og fengu að vera með í kennslunni og þau hafa verið mjög jákvæð í garð verkefnisins. Nú er því stefnt að því að koma svona kennslu formlega inn í læknanámið, jafnvel á næsta ári. Kennarar úr öðrum námskeiðum hafa einnig lýst yfir áhuga og í febrúar voru nokkrir fimmta árs nemar sem kenndu umræðutíma í frumulíffræði við góða raun. Vonandi er þetta byrjunin á spennandi breytingum sem gætu haft mikil og jákvæð áhrif á kennslu við læknadeild. Við sem stóðum að verkefninu erum mjög stolt af því og ótrúlega þakklát öllum þeim sem komu að. Það verður spennandi að sjá hvernig þessi hugmynd þróast á næstu árum og við hlökkum mikið til að vera virkir þátttakendur í þeirri þróun. Hvað var gott? „Námskeiðið gaf mér innsýn í tilgang námsefnisins. Kennurum tókst á skemmtilegan og skilvirkan hátt að brúa bilið milli grunnnáms og klínísks náms sem varð til þess að áhugi minn á námsefninu og metnaður fyrir námskeiðunum jókst. Tímalengdin var hæfileg og kennararnir voru opnir fyrir spurningum og jákvæðir gagnvart námsefninu sem var hvetjandi þegar kom að lærdómi.“ „Það var frábært hvað við fengum að taka þátt í þessu með því að vera spurð spurninga, við þurftum klárlega að vera með puttann á púlsinum sem var mjög skemmtilegt. Maður kann víst meira en maður heldur. Kennararnir voru allir mjög flottir og hæfir og komu sínu til skila.“ Hvað hefði getað farið betur? „Efnistök kennara mættu vera betur niðurnjörvuð og skipulögð, sumir svolítið of víðtækir.“ „Passa upp á tímastjórn svo allir séu búnir á sama tíma fyrir næstu málstofu. Ef það er löng stöð þá stilla hinar eftir þeirri stöð svo tíminn fari ekki út um allt.“ 11 6 1 2 16 Kennslan jók áhuga minn á efninu 17 2 14 5 16 3 Svör nema Svör kennara Athugasemdir nema Mynd 1: Mynd 2: Mynd 3: Mynd 4: Mynd 5:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.