Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 132

Læknaneminn - 01.04.2016, Blaðsíða 132
Fr óð le ik ur Ra nn só kn ar ve rk ef ni 3 . á rs n em a 132 Notast var við fjögur lyf, epidoxorúbisín (Epirubicin®), trastuzumab (Herceptin®), paclítaxel og vinorelbín. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu var hlutfallsleg lifun í vökvunum þremur á bilinu 7,1% fyrir PBS og upp í 10% fyrir kollagenasa. Meðal heildarfjöldi lifandi fruma í kollagenasa var 293.118, í PBS var 430.420 og 190.820 í TM. Fimm lyfjanæmispróf á fjórum sýnum voru framkvæmd. Ekkert þeirra hafði marktækar niðurstöður. Ályktanir: Ljóst er að aðferðin sem notast var við bar ekki tilætlaðan árangur. Ónógur fjöldi fruma var í hverjum brunni og því ljóst fyrir framhaldsrannsóknir að fjölga þarf frumum í hverjum brunni. Ljóst er að kollagenasa sýni og PBS sýni innihalda oftar nægt magn fruma fyrir lyfjanæmispróf heldur en TM sýnin og eru það mikilvægar upplýsingar fyrir framhaldsrannsóknir. Þar sem ekki fengust niðurstöður úr lyfjanæmisprófum er ekki hægt að fullyrða að aðlögunin í brunnafjölda lyfjanæmisprófa sé fullnægjandi. Frekari rannsóknir þarf til staðfestingar. Með fleiri rannsóknum verður mögulega hægt að innleiða lyfjanæmispróf í klíníska notkun við val á bestu lyfjum fyrir hvern sjúkling. Alvarleg gula hjá nýburum: tíðni og áhættuþættir. Ása Unnur Bergmann Þorvaldsdóttir Leiðbeinandi: Þórður Þórkelsson Inngangur: Nýburagula orsakast af auknu magni bili rubins í blóði nýbura fyrstu dagana eftir fæð ingu. Gula er mjög algeng og kemur fram hjá allt að 60% nýbura. Yfirleitt þarf ekki að meðhöndla hana, en ef styrkur bilirubins í blóði fer umfram bindi getu albúm­ íns getur það komist yfir heila­ og mæna tálmann og valdið skaða á heila. Orsök gulu er oftast óþekkt en getur t.d. verið blóðflokka misræmi eða fæðinga­ áverkar. Það er hægt að mæla styrk bili rubins með tvenn um hætti; blóðmælingu og húð mælingu. Blossa­ mælir notfærir sér endur kast ljóss til að meta styrk bili rubins í húð. Leitast var við að svara eftirfarandi rannsóknar spurningum: Hverjir eru helstu áhættu­ þættir alvarlegrar gulu hjá nýburum (bilirubin>350 mmól/L)? Hversu áreiðanlegar eru húðmælingar við mat á þéttni bilirubins í blóði nýbura. Efni og aðferðir: Gerð var afturskyggn tilfella­ og viðmiða rannsókn á nýburum á Vökudeild Barna­ spítala Hringsins sem á árunum 2008­2014 mældust með >350 mmól/L bilirubins í blóði. Þá var gerð samanburðar rannsókn á blossamælingum og blóð­ mælingum bilirubins. Klínískra upplýsinga var leitað í sjúkra skrám barnanna og mæðra skrám mæðra þeirra. Í fyrri hluta rannsóknar innar var almennum upplýs­ ingum um gang meðgöngu, ástand barns við fæðingu og greiningu og meðferð gulu skoðuð. Tilfellin voru 127 og hlutfall viðmiða og tilfella 1:1. Í seinni hluta rannsóknarinnar var almennum upplýsingum um gang meðgöngu, ástand barns við fæðingu og upplýsingum um mælingu bilirubins safnað. Safnað var upplýsingum um 122 börn. Niðurstöður: Börn með alvarlega gulu voru fædd eftir styttri meðgöngulengd heldur en viðmiðin. Reykingar mæðra á meðgöngu voru verndandi gegn alvarlegri gulu. Börn með mar við fæðingu fengu frekar alvarlega gulu. Þyngdartap var ekki áhættuþáttur fyrir alvarlegri gulu. Þau börn sem fóru af spítalanum innan 36 klukkustunda frá fæðingu voru í aukinni hættu á að fá alvarlega gulu. Fylgni milli blossamæligildis og blóðmæligildis var r2=0.7075. Fylgnin fer minnkandi þegar styrkur fer yfir 250 mmól/L. Ályktanir: Þau börn sem fæðast eftir styttri meðgöngulengd, þó þau séu fullburða, eru verr sett þegar kemur að nýburagulu. Þessar auka tvær til þrjár vikur í móðurkvið skipta greinilega máli hvað varðar lifrarþroska barnsins. Blossamælitækið hefur góða fylgni við blóðmælingu bilirubins upp að 250 mmól/L en eftir það er rétt að taka blóðprufu. Það mætti fækka börnum sem fá alvarlega gulu með því að hvetja ljós mæður til að fara með blossamæli í heima­ þjónustu og vera betur á varðbergi fyrir klínískum ein kennum gulu. Æxli í miðtaugakerfi barna á Íslandi árin 1981-2014. Tegundir, einkenni, meðferð og lifun Ásta Ísafold Jónasardóttir Leiðbeinendur: Trausti Óskarsson, Ólafur Gísli Jónsson, Halldóra Kristín Þórarinsdóttir, Ólafur Throrarensen, Sólveig S. Hafsteinsdóttir og Ásgeir Haraldsson Inngangur: Þótt æxli í miðtaugakerfi séu fremur sjald­ gæf eru þau sá flokkur krabba meina sem veldur flest­ um dauðsföllum hjá börnum. Mikil vægt er að greina æxlin áður en þau valda lífshættu legum eða varanlegum skaða. Einkenni og teikn miðtaugakerfisæxla í börnum eru oft önnur en hjá fullorðnum og fara meðal annars eftir staðsetningu æxlisins og aldri barnsins. Flest börn með miðtaugakerfisæxli gangast undir skurðaðgerð, en hluti þeirra fær einnig lyfja­ og/eða geislameðferð. Lifun barna með miðtaugakerfisæxli er almennt betri en barna með æxli utan miðtaugakerfisins, en mikill munur er þó á lifun eftir æxlistegundum og stað­ setningu innan miðtaugakerfisins. Tilgangur ranns­ óknarinnar var að draga fram heildarmynd af æxl um í miðtaugakerfi barna á Íslandi með því að kanna nýgengi, áhættuþætti, tegundir, staðsetningar og ein­ kenni æxlanna, ásamt meðferð og útkomu sjúklinga eftir meðferð, þ.e. algengi endurmeina og lifun. Efniviður og aðferðir: Til rannsóknarinnar voru valin öll þau tilfelli miðtaugakerfisæxla sem greind ust hjá börnum undir 18 ára á tíma bilinu 1.1.1981 til 31.12.2014. Upplýsingum var safnað úr sjúkra skrám LSH og Barnaspítala Hringsins, en skráðar breytur voru m.a. tegund, staðsetning og stærð æxla, undir­ liggjandi áhættu þættir, einkenni og teikn sjúklinga, meðferðar úrræði, fylgikvillar og endur mein, ásamt fæðingar­ og dánardegi sjúklinga. Við tölfræði­ úrvinnslu var notað nákvæmt Fisher­próf, fervika­ greining, Kaplan­Meier­aðferð með log­rank prófi og fjölþáttagreining. Niðurstöður: Alls greindust 113 börn með æxli í miðtaugakerfi á tímabilinu. Aldursstaðlað nýgengi var 4,2 tilfelli af 100.000 börnum. Algengasta tegund æxla voru lággráðu stjarnfrumuæxli af gráðu I­II (35% greindra frumtilvika), en aðrar algengar tegundir voru heila stofns tróðæxli, mænukímfrumuæxli, PNET, heila­ og mænuþelsæxli, frjófrumuæxli, cranio­ pharyn gi oma og sjóntróðs æxli. Hlutfall mænu­ kímfrumu æxla reyndist aðeins um 5%. Æxli voru oftast staðsett neðantjalds, ofantjalds eða miðlægt í heila en sjaldnar í heilastofni eða mænu. Einkenni aukins innankúpuþrýstings voru algeng við grein ingu heila æxla, en auk þrýstingseinkenna sáust ýmis önnur sjúkdóms einkenni tengd staðsetningu æxla. Skurð­ aðgerð ein og sér var algengasta meðferðar úrræðið þegar um var að ræða lággráðu æxli, en illvígari æxli þurftu oftar öflugri meðferð með lyfjum og/eða geislum. Fimm ára heildarlifun allra barnanna var 83,5%, þeirra sem höfðu lággráðu stjarnfrumuæxli 86,2% og mænukímfrumuæxli/PNET 60,6%. Tvö af fimm börnum með hágráðu stjarnfrumuæxli voru á lífi fimm árum eftir greiningu og fjögur af sex með heila­ og mænuþelsæxli. Í fjölþáttagreiningu á forspárþáttum fyrir heildarlifun reyndust vefjagerð og staðsetning æxlis vera sjálfstæðir forspárþættir, en stærð æxlis og tímalengd einkenna fram að greiningu reyndust ekki hafa tölfræðilega marktæk áhrif á heildarlifun. Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar eru að mestu í samræmi við niðurstöður rannsókna frá öðrum Vesturlöndum. Nýgengi, lifun og hlutföll tegunda og staðsetninga virðast svipuð og sést á Norður löndum, en mænu kímfrumu æxli eru þó minna hlutfall allra miðtaugakerfisæxla en annars staðar. Einkenni og teikn eru fjölbreytileg og að mestu leyti háð staðsetningu æxlis, en aldur barns hefur þó einnig áhrif. Val á meðferð var að mestu í samræmi við það sem gengur og gerist á Vesturlöndum. Þeir þættir sem virðast hafa sterkasta forspárgildið fyrir heildar­ lifun barna með miðtaugakerfisæxli eru vefjagerð og staðsetning æxlis. Hvernig er að greinast með Alzheimer sjúkdóminn? Berglind Anna Magnúsdóttir Leiðbeinandi: Jón G. Snædal Inngangur: Með hækkandi aldri fólks fer heilabilunar­ tilfellum fjölgandi. Algengasta tegund heilabilunar er Alzheimer sjúkdómurinn sem telur um 60­70% tilfella. Alzheimer er ólæknandi taugahrörnunarsjúkdómur sem hefur mjög víðtæk áhrif bæði á sjúklinga og aðstandendur þeirra. Oftast eru upplýsingum um sjúklinga safnað frá aðstandendum og fagfólki, en minna hefur verið um upplýsingar um hvernig sjúklingarnir upplifa sjúkdóminn sjálfir. Markmið þessarar rannsóknar er að bera saman annars vegar upplifun Alzheimer sjúklinga á eigin hæfni og líðan og hins vegar upplifun aðstandenda þeirra á sömu hlutum varðandi sjúklingana. Aðferð: Þátttakendur voru sjúklingar á aldrinum 55 til 85 ára með nýlega sjúkdómsgreiningu, þar sem höfðu liðið minnst þrír mánuðir en mest 14 mánuðir síðan greiningin var tilkynnt sjúklingi. Heilabilun átti að vera væg með MMSE (Mini­ Mental State Examination) gildi hærra en 20 stig. Þátttakendur voru 100 talsins og skiptust í tvo hópa þar sem annars vegar voru 50 sjúklingar og hins vegar 50 aðstandendur. Íslenskur spurningalisti (Krossgötuspurningar) var lagður fyrir sjúklinga og samsvarandi spurningalisti fyrir aðstandendur þeirra. Hvor spurningalisti samanstendur af 26 spurningum sem skiptast í fimm liði: A. Almennar breytingar; B. Athafnir daglegs lífs; C. Sambönd og samskipti; D. Viðhorf til greiningar. Síðasti liður listans eru opnar spurningar sem tengjast upplýsingum og þjónustu og var ekki skoðaðar sérstaklega í þessari rannsókn. Gefin voru stig á skalanum 0 til 4 í liðum A, B, C og D þar sem lægri stigafjöldi stóð fyrir jákvæðari upplifun og betra mati sjúklings á tilteknu atriði. Sami kvarði var notaður fyrir svör aðstandenda þar sem þeir mátu samsvarandi þætti varðandi sjúklinga. Að lokum voru gögnin keyrð inn í tölfræðiforritið R og hóparnir bornir saman. Niðurstöður: Sjúklingar fengu marktækt færri stig en aðstandendur í fyrstu fjórum hlutum spurningalistans (p=1,284e­07) og höfðu þannig jákvæðari afstöðu til greiningar en aðstandendur þeirra. Í hluta A voru sjúklingar að meðaltali 3,97 stigum lægri en aðstandendur (p=6,354e­08). Í hluta B voru sjúklingar að meðaltali 2,74 stigum lægri en aðstandendur (p=5,127e­05). Í hluta C voru sjúklingar að meðaltali 2,92 stigum lægri en aðstandendur (p=1,212e­09). Í hluta D voru sjúklingar að meðaltali 1,32 stigum lægri en aðstandendur (p=0,03164). Umræða: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að sjúklingar hafa jákvæðari upplifun og eru að meta sig betur á flestum sviðum heldur en aðstandendur þeirra meta sömu þætti hjá þeim. Þetta gæti bent til þess að sjúklingar ofmeti getu sína en aftur á móti gefur það einnig til kynna að sjúkdómurinn hafi ekki eins mikil áhrif á þá eins og aðstandendur þeirra halda. Þessar niðurstöður varpa nýju ljósi á upplifun sjúklinga og aðstandenda þeirra eftir greiningu á Alzheimer. Aukin vitneskja á þessu sviði gefur möguleika á bættri umönnun og fræðslu fyrir sjúklinga jafnt sem aðstandendur. Tengsl grunnbólgusvörunar einstaklinga við verkjanæmi Björn Hjörvar Harðarson1, Gyða Björnsdóttir2, Jóna Freysdóttir13, Thorgeir Thorgeirsson2, Arnór Víkingsson3,4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.