Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2016, Qupperneq 133

Læknaneminn - 01.04.2016, Qupperneq 133
Fr óð le ik ur Ra nn só kn ar ve rk ef ni 3 . á rs n em a 133 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Íslensk erfðagreining, 3Landspítali - háskólasjúkrahús, 4Þraut - miðstöð vefjagigtar Inngangur: Miðlæg verkjanæming (e. central sensi­ tization) orsakast af truflun í úrvinnslu verkja í miðtauga kerfinu og lýsir sér í því að einstak lingar upplifa meiri sársauka við minna verkjaáreiti og þjást því oftar af lang vinnum út breiddum verkjum. Miðlæg verkja næming er talin vera helsta orsök margra lang­ vinnra verkjas júkdóma, þ.á.m. vefjagigtar. Orsakir mið lægrar verkja næmingar eru ekki vel þekktar en sýnt hefur verið fram á að bráð bólgusvörun í dýrum og mönnum eykur verkjanæmi og að tíðni vefjagigtar er mun hærri í ýmsum langvinnum bólgu sjúkdómum, t.d. í iktsýki. Sjúklingar með vefjagigt mælast ekki með klín ískt hækkaða bólguþætti í blóði en nokkrar erlendar rann sóknir hafa bent til þess að vefjagigtarsjúklingar hafi vægt aukna grunnbólgusvörun samanborið við heilbrigð viðmið. Möguleg tengsl grunn bólgusvörunar við verkjanæmi hafa lítið verið rannsökuð. Markmið þessarar rannsóknar var að athuga hvort grunn bólgu­ svörun vefjagigtarsjúklinga væri aukin og að kanna hvort samband væri á milli grunnbólgusvörunar og verkjanæmis samkvæmt verkjanæmisprófunum. Efni og aðferðir: Rannsóknin byggir á gögnum sam­ starfs rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar, Þrautar ehf og fleiri aðila um erfðir langvinnra verkja þar sem fyrir hugað er að fá 1500 þátttakendur. Að fengnu upplýstu samþykki þátttakenda var gerð verkja næmis prófun (QST, e. quantitative sensory testing) og tekið blóðsýni. Þátttakendur sem höfðu tekið verkjalyf innan 12 klst fyrir mælingu voru fjarlægðir úr úrtaki (87 einstaklingar, 26,8%). Af þeim 373 einstaklingum sem nú hafa samþykkt þátt­ töku í rann sókninni höfðu 194 bæði lokið verkja­ næmisprófun og gefið blóðsýni og mynda þeir efnivið rann sóknarinnar (98 vefjagigtar sjúklingar, 96 viðmið). Verkjanæmi var mælt með þremur ólíkum verkjanæmis prófum: þrýstings verkjanæmis­ prófi, kuldaþols prófi og hitaskynvilluprófi sem metur hitaverkjanæmi. Þátttakendur svöruðu einnig spurningalistum tengdum verkjum og verkjaupplifun. Að lokinni verkjanæmismælingu var blóðsýni tekið og þéttni sex próteina mæld í sermi: IL6, IL8, IL10, IL1ra, CRP og BDNF (Brain­derived neurotrophic factor). Próteinþéttni var mæld með ensímtengdum mótefnum (ELISA) í ljósgleypnimæli. Niðurstöður: Meðaltalssermisþéttni CRP var vel innan skilgreindra eðlilegra marka bæði hjá vefja­ gigtar sjúklingum og viðmiðum (≤ 10 µg/mL) en vefja gigtar sjúklingar höfðu marktækt hærri þéttni CRP samanborið við viðmið (viðmið: 2,0 µg/mL, tilfelli: 3,25 µg/mL; p=0,002). Enginn munur var á meðalþéttni IL6, IL8, IL10, IL1ra og BDNF milli hópa. Marktæk jákvæð fylgni var milli þéttni BDNF í sermi og allra verkjanæmisprófa: nánar tiltekið þrýstingsverkjaþols (r = ­0,198; p=0,006), kuldaþols (r = ­0,167; p=0,04) og hitaþols (r = 0,214; p=0,008). Aðhvarfsgreiningarlíkön sem tóku tillit til margra breyta sýndu að styrkur BDNF hafði marktækt forspárgildi fyrir auknu verkjanæmi í öllum þremur verkjanæmisprófum. Ályktanir: Aukinn sermisstyrkur vefjagigtar sjúklinga í samanburði við viðmið gefur vís bendingu um aukna grunnbólgusvörun. Jákvæð fylgni BDNF við þrjár gerðir verkja næmis styrkir þá tilgátu að BDNF sé mikil vægur þátttakandi í m ndun og viðhaldi miðlægrar verkjanæmingar, en ekki er ljóst hvort aukin grunnbólgusvörun liggi að baki aukinni tjáningu þess. Vöxtur minnstu fyrirburanna á Íslandi 1988-2012 Bríet Einarsdóttir1, Kristín Leifsdóttir2, Þórður Þórkelsson2 og Ingibjörg Georgsdóttir3 Læknadeild Háskóla Íslands1, Barnaspítali Hringsins2 og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins3 Inngangur: Lífslíkur fyrirbura hafa aukist á síðustu árum og framfarir í nýburalækningum hafa gert það að verkum að nú er hægt að bjarga fyrirburum allt niður í 23 vikna meðgöngu. Það hefur því orðið til nýr sjúklingahópur sem samanstendur af mjög léttum fyrirburum (e. extremely low birthweight infants, ELBW infants). Rannsóknir hafa sýnt að það tekur fyrirbura lengri tíma en fullbura að byrja að vaxa utan lífmóður og eftir því sem fæðingarþyngd fyrirbura er lægri þeim mun meiri líkur eru á vaxtarskerðingu utan lífmóður (e. extrauterine growth restriction, EUGR). Markmið þessarar rannsóknar var að svara eftirfarandi spurningum: 1. Hvernig er vöxtur minnstu fyrirburanna fram til grunnskólaaldurs? 2. Hvaða þættir spá best fyrir um vöxt þeirra? Efniviður og aðferðir: Gerð var aftursýn rannsókn þar sem vöxtur minnstu fyrirburanna fram til sex ára aldurs var skoðaður með tilliti til ýmissa þátta. Skoð­ aðir voru fyrirburar sem fæddust á Íslandi á árunum 1988­2012 og vógu 1000 g eða minna við fæðingu. Fyrirburarnir voru fundnir í Vökuskrá Barnaspítala Hringsins og upplýsinga var aflað úr sjúkraskrám fyrirburanna, mæðraskrám og úr vaxtargögnum frá heilsugæslustöðvum. Niðurstöður: Alls voru 194 fyrirburar í rannsóknar­ hópnum. Af þeim voru 29% vaxtarskertir við fæð­ ingu. Við 2 ára aldur voru 59% barnanna þyngdar­ vaxtarskert og 35% lengdar vaxtarskert. Við 6 ára aldur voru 29% barnanna þyngdarvaxtarskert og 22% lengdar vaxtarskert. Þeir þættir sem spáðu best fyrir um vöxt barnanna voru þyngd og lengd við fæðingu, 2 vikna aldur og aldur sem samsvarar 32 vikna meðgöngulengd, vaxtarskerðing við fæðingu og vefmeyra í hvíta efni heilans (e. periventricular leukomalacia, PVL). Vaxtarskerðing við 2 ára og 6 ára aldur jókst í öfugu hlutfalli við þyngd og lengd við fæðingu (p<0.05). Við 2 ára aldur voru 51% þeirra barna sem ekki fæddust vaxtarskert orðin þyngdarvaxtarskert. Þau börn sem voru vaxtarskert við fæðingu voru þó líklegri til að vera þyngdarvaxtarskert við 2 ára aldur heldur en börn sem ekki fæddust vaxtarskert (p<0.05). Ályktanir: Vaxtarskerðing utan lífmóður er algengt vandamál meðal minnstu fyrirburanna. Það er því mikilvægt að fylgjast sérstaklega vel með vexti þeirra. Þeir þættir sem spá fyrir um vöxt þeirra á fyrstu árum eru þyngd og lengd við fæðingu, 2 vikna aldur og aldur sem samsvarar 32 vikna meðgöngulengd, vaxtarskerðing við fæðingu og PVL. Árangur LASIK sjónlagsaðgerða á Íslandi Daníel Alexandersson Leiðbeinandi: Jóhannes Kári Kristinsson Inngangur: Sjónlagsaðgerðir hafa verið framkvæmdar á Íslandi frá síðustu aldamótum. Síðan þá hafa tug­ þúsundir aðgerða verið framkvæmdar hér á landi en árangur þeirra hefur lítið verið rannsakaður. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna árangur og öryggi LASIK sjónlagsaðgerða á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin tók til allra einstaklinga sem gengust undir LASIK sjónlagsaðgerðir hjá Augljós laseraugnlækningum á einu ári (2013). Alls voru framkvæmdar 968 LASIK sjónlagsaðgerðir (490 einstaklingar) og uppfylltu 264 nærsýn augu og 155 fjarsýn augu þröng skilyrði úrtakshóps. Upplýsingarnar voru sóttar í sjúkraskrárkerfi Augljóss og var rannsóknin afturskyggn. Niðurstöður um árangur sjónlagsaðgerðanna voru settar fram samkvæmt alþjóðlegum stöðlum þar sem kostur var á. Lögð var áhersla á að meta nákvæmni, verkan og öryggi sjónlagsaðgerða. Niðurstöður: Sjónskerpa án leiðréttingar (UCVA) hjá nærsýnum einstaklingum mældist í 100% tilvika 6/12 eða betri og í 98% tilvika 6/6 eða betri eftir sjónlags­ aðgerð. Í 15% tilvika mældist UCVA eftir sjónlags­ aðgerð að minnsta kosti einni línu betri á Snellen sjónspjaldi en besta sjónskerpa með leiðréttingu (BCVA) var fyrir sjónlagsaðgerð og í 76% tilvika mældist hún sú sama, í rúmlega 10% tilvika mældist hún verri. Í 100% tilvika féll leiðrétt kúlujafngildi (spherical equivalent value) innan ±0.50D frá settu takmarki. UCVA hjá fjarsýnum einstaklingum mældist í 100% tilvika 6/18 eða betri, í 97% tilvika 6/12 eða betri og í 90% tilvika 6/6 eða betri eftir sjónlagsaðgerð. Í 16% tilvika mældist UCVA eftir sjónlagsaðgerð að minnsta kosti einni línu betri á Snellen sjónspjaldi en besta sjónskerpa með leiðréttingu (BCVA) var fyrir sjónlagsaðgerð, í 58% tilvika mældist hún sú sama og í um 25% tilvika mældist hún verri. Í 100% tilvika féll leiðrétt kúlujafngildi innan við ±1.00D frá settu takmarki. Enginn einstaklingur tapaði tveimur eða fleiri línum þegar sjónskerpa með leiðréttingu (BCVA) var skoðuð eftir sjónlagsaðgerð. Tíðni enduraðgerða mældist svipuð og í erlendum rannsóknum. Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna góðan árangur af LASIK sjónlagsaðgerðum á Íslandi og er árangur inn fyllilega sambærilegur við það sem best þekkist í erlendum rannsóknum. Líkt og fram kemur í erlendum rannsóknum er árangur sjónlagsaðgerða betri við nærsýni en fjarsýni. Algengi kæfisvefns og svefngæði barna í þýði Heilsuskóla Barnaspítalans. Davíð Þór Jónsson1, Ólöf Elsa Björnsdóttir2, Ragnar Bjarnason1,2, Tryggvi Helgason2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítali Hringsins Inngangur: Offita er einn helsti áhættuþáttur kæfi­ svefns fullorðinna og er þekktur áhættuþáttur hjá börn um og unglingum. Algengi kæfisvefns í almennu þýði barna er 1­5% en hjá of feitum börnum er al­ gengið mun hærra. Kæfi svefn hjá of feitum börnum hefur lítið verið rann sakaður. Þá helst hjá yngri börnum en næstum ekkert hjá unglingum. Hann er almennt talinn van greindur og í hópi of feitra unglinga er líklegt að algengið sé hátt. Þar sem kæfisvefn er sjálfstæður áhættuþáttur hjarta­og æðasjúkdóma og veldur einkennum sem minnka lífsgæði er mikilvægt að greina kæfisvefninn í þessum hópi. Kæfisvefn er staðfestur með svefnmælingu og algengast er að nota AHI (apnea­hypopnea index) til greiningar, skilgreindur sem fjöldi vanönduna (e. hypopnea) og öndunarhléa (e. apnea) á hverja klukkustund. AHI ≥ 1 er almennt talið vera viðmið kæfisvefns í yngri börnum en AHI ≥ 5 viðmið í fullorðnum. Markmið rannsóknarinnar er að meta fýsileika þess að nota svefnmælingar í heimahúsum til greiningar kæfisvefns hjá of feitum börnum, sjá hvort hægt er að nota spurningalista um svefnvenjur barna (CSHQ) til að skima fyrir kæfisvefni og að meta algengi kæfisvefns í hópi of feitra barna á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var framskyggn þversniðsrannsókn. Þýðið voru öll börn á aldrinum 12­18 ára sem vísað hefur verið til Heilsuskóla Barnaspítalans, samtals 104 börn. Ákveðið var að lagskipta hópnum eftir aldri og miða við að boða 30 þáttakendur í viðtal. Mæld var hæð, þyngd, ummál mittis, upphandleggs og blóðþrýstingur. Í viðtalinu svöruðu þátt takendur spurningalista, útskýrt var hvernig setja átti svefn mælitækið á sig og þátt takendur sváfu með það um nóttina. Einnig voru bakgrunns­ breytur í sjúkraskrá og sjúkrasaga þáttakenda skoðuð. Við tölfræðiúrvinnslu var notast við SPSS. Niðurstöður: 27 mælingar af 30 voru taldar góðar, hjá 3 einstaklingum náðist ekki nothæf mæling. Einnig þurfti að endurtaka 7 mælingar. Af 27 voru 3 með kæfi­
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.