Læknaneminn - 01.04.2016, Page 134

Læknaneminn - 01.04.2016, Page 134
Fr óð le ik ur Ra nn só kn ar ve rk ef ni 3 . á rs n em a 134 svefn samkvæmt ströngustu skilgreiningum. Meðal AHI var 2,46 ± 2,08 þegar notast var við fullorðins skilmerki en 3,29 ± 2,25 þegar notast var við barna skilmerki. Tengsl spurningalista um svefnvenjur barna við vísa úr svefnmælingu voru ómarktækar. Ályktanir og umræður: Í úrtakinu var algengi kæfi­ svefns að lágmarki 11% en hærri ef notast er við önnur skilmerki. Óháð því hvaða skilmerki er miðað við þá virðist kæfisvefn algengur í of feitum unglingum á Íslandi. Niðurstöður þess að nota spurningalista um svefnvenjur barna til skimunar fyrir kæfisvefni voru ómarktækar, kannski er hægt að svara þeirri spurningu með stærra úrtaki. Íhuga þarf hvort að taka eigi upp skimun á kæfisvefni barna í heilsuskólanum. Örfáar rannsóknir eru til um kæfisvefn í unglingum og brýn þörf er á því að auka þekkingu á því sviði. Gigtráður: Klínískt líkan hefur forspárgildi í mælingu sjálfsofnæmismótefna Einar Axel Helgason Leiðbeinendur: Björn Rúnar Lúðvíksson, Björn Guðbjörnsson Inngangur: Fjölkerfabandvefssjúkdómar eru flokkur sjúkdóma af sjálfsofnæmisuppruna með fjölbreytilega sjúkdómsmynd. Meðal þeirra teljast iktsýki, rauðir úlfar, heilkenni Sjögrens, fjölvöðvabólga/húð­ og vöðvabólga og herslismein. Sammerkt eiga þeir mörg einkenni á borð við liðbólgur sem skerða lífsgæði en þeir geta einnig birst í bráðari mynd og haft sem fylgikvilla ýmist lífshættulegt ástand, svo sem sterkjulíki, lungnatrefjun og nýrnabilun. Meðferð og greiningu hefur fleygt fram með tilkomu sjúkdómsbreytandi lyfja og aukinni notkun líftækni jafnt við greiningu og lyfjameðferð, sem undirstrikar mikilvægi þess að greina sjúkdómana sem allra fyrst. Klínísk ákvarðanakerfi eru stafræn kerfi sem ætlað er að styðja við ákvarðanatöku heilbrigðisstarfsfólks. Við smíði slíkra kerfa má m.a. notast við líkinda­ og tölfræðilegar aðferðir. Markmið: Markmið eru að þróa og sannreyna Gigtráð, hugbúnað til heildræns mats á bandvefs­ og gigtarsjúkdómum. Bæta skal við viðmót Gigtráðs og þróa til að gera sjúklingum sem léttast að svara spurningunum. Niðurstöðurnar skulu nýtast til þess að þróa áfram líkan sem býr að baki útreikningum Gigtráðs. Prófa skal hvort útreikningar Gigtráðs sýni samband við útkomur út mótefnamælingum. Efni og aðferðir: 317 sjúklingar sem höfðu fengið tilvísun í sjálfsofnæmismótefnamælingar fengu sent bréf með ósk um þátttöku. Náðist í 154 í síma en 87 luku þátttöku. Mótefnamælingar sem litið var til voru RF, CCP og ANA ásamt undirflokkum. Líkanið sem liggur að baki Gigtráði hefur verið í þróun frá árinu 2010, m.a. með hliðsjón af útgefnum flokkunarskilmerkjum fyrir iktsýki, rauða úlfa, Sjögrens­heilkenni, æðabólgur, fjölvöðvabólgu/húð­ og vöðvabólgu, fjölvöðvabólgu, hryggikt og vefjagigt. Notast var við hefðbundnar tölfræðilegar aðferðir til að prófa og lýsa tengslum ásamt ROC­myndum. Niðurstöður: Engir sjúklingar með jákvæð sjálfsofnæmismótefni fengu undir 7, sem var neðra við miðunarmark. Aðeins sást marktækt samband milli mats Gigtráðs og mótefnamælinga þegar búið var að leiðrétta fyrir mati á vefjagigt en marktækni náðist ekki þegar flokkað var eftir fyrirfram ákveðnum flokkum. Notendur viðmóts Gigtráðs álitu heldur að of fáar spurningar væru en of margar og flestum fannst mjög auðvelt eða heldur auðvelt að nota það. Umræða: Samband er milli mats Gigtráðs og hlut­ lægra þátta gigtarsjúkdóma innan þessa þýðis. Í þessu þýði gefa bæði flokkunarmörkin helst til mikið næmi og takmarkað sértæki, sem er möguleg ástæða þess að marktækni næst ekki fyrir sambandinu þegar horft er á matið sem flokkabreytu eftir þeim mörkum sem skil­ greind voru fyrir verkefnið. Niðurstöður sýna skýrt þá mynd að vefjagigt er stór blöndunarþáttur í klínískri forspá sjálfsofnæmis. Almennt eru notendur jákvæðir fyrir notkun Gigtráðs. Langtímahorfur einstaklinga með bráða kransæðastíflu 2006 Einar Logi Snorrason1, Thor Aspelund1,3, Vilmundur Guðnason1,3 og Karl Andersen1,2 Háskóli Íslands1, Landspítali Háskólasjúkrahús2, Hjartavernd3 Inngangur: Um þriðjung dauðsfalla á Íslandi má rekja til hjarta­ og æðasjúkdóma. Nýgengi blóðþurrðar hjartasjúkdóma og dánartíðni af völdum þeirra hafa breyst á undanförnum áratugum í vestrænum ríkjum. Fækkun tilfella blóðþurrðar hjartasjúkdóma og bættar meðferðar horfur einkenna þróunina. Þrátt fyrir að tíðni blóð þurrðar hjarta sjúkdóma hafi lækkað þá hefur tíðni hjartadreps án ST­hækkana (NSTEMI) aukist milli ára. Á Íslandi hafa eins árs horfur sjúklinga með hjartadrep með ST­hækkunum (STEMI) verið rannsakaðar m.t.t. áhættuþátta og meðferðar. Langtíma lifun NSTEMI og STEMI sjúklinga hefur ekki verið skoðuð á Íslandi. Markmið þessarrar rannsóknar er að bera saman 5 ára lifun einstaklinga sem greindust með STEMI eða NSTEMI árið 2006 og skoða áhrif áhættuþátta á lifun. Efniviður og aðferðir: Einstaklingar voru fundnir í Sögukerfi Landspítalans með ICD­kóðum fyrir STEMI(I21, I21.9(410)) og NSTEMI(I21.4). Alls voru 451 einstaklingar valdir, þar af 281 greindir með NSTEMI og 170 með STEMI. Áhættuþættir hjarta­ og æðasjúkdóma voru teknir saman samkvæmt skráningum í Sögukerfi Landspítalans. Endapunktur (primary endpoint) rannsóknarinnar var andlát af hvaða orsök sem er. Endurinnlagnir vegna hjartadreps, hvikullar hjartaangar og hjartabilunar voru skráðar sem samsettur endapunktur. Niðurstöður: Nýgengi NSTEMI árið 2006 var 91,3 á hverja 100.000 íbúa. Nýgengi STEMI árið 2006 var 55,9 á hverja 100.000 íbúa. Að 5 árum liðnum voru 51,4%(95% CI: 45,9­57,6) NSTEMI sjúklinga á lífi og 76,6%(70,5­83,3) STEMI sjúklinga á lífi (logrank: p=1,3*10­6). Meðalaldur NSTEMI var 69,9 ára (95% CI: 67,9­71,9) meðal karla og 78,3 ára (76,5­80,3) hjá konum (p=6,1*10­9). Meðalaldur STEMI var 63,1 ára (60,7­65,4) hjá körlum og 70,4 ára (66,9­73,9) hjá konum (p=0,00074). Aukning um hvert aldursár jók dánartíðni á tímabilinu um 9,9% fyrir NSTEMI (leiðrétt HR=1,114. p<0,01) og 11,8% fyrir STEMI (leiðrétt HR=1,183. p<0,01). Sykursýki jók áhættu á andláti árið 2006 um 136% meðal STEMI sjúklinga (p=0,04). Ályktanir: Nýgengi NSTEMI var hærra en STEMI á Íslandi árið 2006. Konur höfðu verri langtímahorfur en karlar. Langtímalifun eftir bráðakransæðastíflu skýrist mest af aldri, eldri sjúklingum vegnar verst. Langtímalifun NSTEMI sjúklinga var verri en STEMI þrátt fyrir aldursleiðréttingu. Mat á lifun sjúklinga með Marfan heilkenni Elín Óla Klemenzdóttir1, Ástríður Pálsdóttir3, Ragnar Danielsen4,5, Guðmundur Þorgeirsson4, Hans Tómas Björnsson2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Johns Hopkins School of medicine, 3Rannsóknarstöð Háskóla Íslands að Keldum, 4Hjartadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss, 5Læknasetrið Inngangur: Marfan heilkenni er tiltölulega algengur arfgengur bandvefssjúkdómur. Sjúkdómurinn er fjöl­ kerfa s júkdómur en þyngst leggst sjúkdómurinn á hjarta­ og æðakerfi, augu og stoðkerfi. Sjúkdómurinn orsakast af stökkbreytingu í FBN­1 geni sem kóðar fyrir glýkóprótíninu fibrillín­1 og erfist ókynbundið ríkjandi. Gallað fibrillín­1 veldur minnkun í myndun utanfrumuefnis og veldur óbeint ofvirkjun á TGFβ og aukinni tjáningu á MMPs sem leiðir af sér of mikið niðurbrot á utanfrumuefninu. Ómeðhöndlaðir sjúklingar hafa skertar lífslíkur og eru skyndidauðsföll þekkt, helsta ástæða dauðsfalla er rof í ósæð. Rannsóknir á arfgengri heilablæðingu hafa sýnt fram á framfærslu og foreldraáhrif sem komu upp á stuttu tímabili á 19. öld. Markmið þessarar rannsóknar auk þess að kanna skyldleika sjúklinga með Marfan heilkenni er að skoða lifun sjúklinga og skylduarfbera með tilliti til framfærslu og foreldraáhrifa. Efni og aðferðir: Rannsóknarþýðið voru allir nú lifandi sjúklingar með Marfan heilkenni, þekktir látnir for­ feður með sjúkdóminn og skylduarfberar. Sjúklingar voru fundnir í gögnum LSH og Erfðafræðinefndar. Upplýsingar um forfeður fengust úr fjölskyldu sögum núverandi sjúklinga, sjúkraskrám, minningargreinum, dánar vottorðum og prestabókum. Við ætt rakningu var notast við Íslendinga bók og sameigin legir forfeður fundnir. Í lok rannsóknartímabils var sjúk lingum boðið að gefa blóðsýni fyrir áfram haldandi rannsókn. Niðurstöður: Fjöldi núlifandi sjúklinga eru 35, 18 karlar og 17 konur. Meðalaldur er 41 ár ± 19, aldursbil 6­90 ár. Flestir (74%) höfðu staðfesta fjölskyldusögu en hinir (26%) virtust stakir. Fjölskyldurnar voru alls 9 talsins. Einkenni og teikn sjúklinganna voru mjög mismunandi milli einstaklinga, jafnvel innan sömu fjölskyldu. Ósæðarteikn fundust hjá 47%, lokuvandamál hjá 50% sjúklinga, stoðkerfiseinkenni hjá 74% og einkenni frá augum hjá 23%. 26% hafa farið í aðgerð á ósæð eða lokum, 11% hafa farið í aðgerð á augum og 9% hafa farið í aðgerð vegna stoðkerfiseinkenna. 7 einstaklingar í 2 fjöl­ skyldum höfðu farið í genapróf, þau höfðu öll stökk­ breytinguna R2680C í útröð 63 í FBN­1. 1 látinn einstaklingur hafði farið í genapróf, sá hafði nýbura Marfan heilkenni og hafði stökkbreytinguna C1097Y í útröð 26 í FBN­1. Í ættrakningu var hægt að tengja saman 11 einstaklinga (2 fjölskyldur og 1 staka) til sömu hjóna fædd um miðja 19. öld. Þar af voru fjölskyldurnar 2 sem höfðu farið í genapróf. Ályktanir: Ljóst er að Marfan heilkenni er að finna á Íslandi í svipuðu mæli og í öðrum löndum. Sjúk­ dómurinn birtist hér í mörgum myndum og finnast allar samsetningar af teiknum og einkennum. Fjölskyldulægni sjúkdómsins samræmist niðurstöðum annarsstaðar frá. Ættir voru raknar eins og hægt var án vitneskju um stökkbreytingar, gera má sterklega ráð fyrir því að með niðurstöðu úr genaprófum verði hægt að bæta rakningu til muna. Ísland er lítið land og því talið líklegra en ekki að rekja megi fleira sjúklinga saman auk þess sem niðurstöður genaprófanna geri ættrakninguna nákvæmari og áreiðanlegri. Næsta skref er því að fá blóðsýni úr öllum sjúklingunum og raðgreina FBN­1 genið. Tengsl BMP9 boðleiðarinnar og EGFL7 nýæðamyndun Ellen Dagmar Björnsdóttir1, Guðrún Valdimarsdóttir2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Lífefna og sameindalíffræðistofa læknadeildar Háskóla Íslands Inngangur: Bone morphogenetic protein 9 (BMP9) er vaxtarþáttur sem framleiddur er af lifur og seytt er í blóð. Nýlega hefur uppgötvast að þessi þáttur tengist ALK1 viðtaka af hárri sækni en tjáning þess viðtaka er bundin við æðaþelsfrumur. Epidermal growth factor­like domain 7 (EGFL7) er utanfrumuprótein sem einkum er tjáð af æðaþels frumum. Tjáning þess er mest á fóstur stigi en aukning sést einnig við líf eðlis fræðilega og mein myndandi æða myndun. Í innröð 7 á EGFL7 geni situr microRNA­126 (miR­ 126). MicroRNA eru stutt RNA sem geta stjórnað tjáningu markgena og þá oft hýsilgensins sem þau liggja innan. Til eru forstigsgögn sem benda til þess
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.