Læknaneminn - 01.04.2016, Side 136

Læknaneminn - 01.04.2016, Side 136
Fr óð le ik ur Ra nn só kn ar ve rk ef ni 3 . á rs n em a 136 the in vitro models can be used to further study mechanisms of transcriptional control by mTOR inhibitors in VSMCs. The weak and inconsistent effects observed on inflammatory gene expression in vitro may indicate false positive results of the microarray analysis, although an alternative explanation is that de­differentiation of cultured arteries and VSMCs is not suitable for this aspect of mTOR biology and that further in vivo studies are required. Greining alvarlegra meðfæddra hjartagalla á Íslandi 2000-2014 Hallfríður Kristinsdóttir1, Gylfi Óskarsson1,2, Þórður Þórkelsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítali Hringsins Inngangur: Nýlegar rannsóknir frá nágranna­ löndunum hafa sýnt að vaxandi hlutfall (13­30%) alvarlegra meðfæddra hjartagalla greinist seint, það er eftir útskrift heim af fæðingardeild. Börnin eru þá oft alvarlega veik við greiningu, en sein greining hefur verið tengd verri afdrifum. Til að bregðast við þessum vanda hafa sum lönd tekið upp nýjar greiningaraðferðir. Nýburaeftirlit á Íslandi hefur þá sérstöðu að allir nýburar eru skoðaðir af lækni við 5 daga aldur. Markmið rannsóknarinnar er að meta hvenær alvarlegir meðfæddir hjartagallar greinast á Íslandi og hvort sein greining þeirra sé vandamál. Niðurstöðurnar gætu haft áhrif á skipulag nýburaskoðunar og afstöðu til nýrra greiningaraðferða. Efniviður og aðferðir: Gerð var afturskyggn rannsókn sem náði til allra lifandi fæddra barna á Íslandi á tímabilinu 2000­2014. Alvarlegur meðfæddur hjartagalli var skilgreindur sem galli sem þarfnast inngrips eða veldur dauðsfalli á fyrsta ári lífs. Börn með þá greiningu voru fundin í Vökudeildarskrá og sjúkdómsgreiningargrunni Landspítala. Upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám barna og mæðra um fæðingu, greiningu, ástand og afdrif barns. Notast var við lýsandi tölfræði. Niðurstöður: Alls fundust 155 börn sem greindust með alvarlegan meðfæddan hjartagalla á tímabilinu, 93 drengir og 62 stúlkur (1,5:1). Nýgengið var 2,33 á hverjar 1000 lifandi fæðingar. Nýgengi lækkaði marktækt á tímabilinu, úr 3,12 á fyrstu 5 árunum (2000­2004) í 1,99 og 1,95 á seinni tveimur 5 ára tímabilunum (2005­2009 og 2010­2014) (p<0,05). Algengustu hjartagallarnir voru ósæðarþrenging eða ­rof með eða án ops á milli slegla 29/155 (18,7%), op á milli slegla 24/155 (15,5%) og víxlun meginslagæða með eða án ops á milli slegla 15/155 (9,7%). 36 börn (23,2%) greindust á meðgöngu. 100 börn (64,5%) greindust skömmu eftir fæðingu og fyrir útskrift frá fæðingarstofnun. 19 börn (12,3%) greindust seint, það er eftir útskrift frá fæðingarstofnun. 25 börn af 100 sem greindust eftir fæðingu fyrir útskrift frá fæðingarstofnun fengu alvarleg einkenni skömmu eftir fæðingu. Hjá þeim var víxlun meginslagæða (með eða án ops á milli slegla) algengasti gallinn (10/25), en engin börn höfðu greinst með slíkan galla á meðgöngu. Af þeim 19 sem greindust seint voru 13 alvarlega veik við greiningu, þar af 3 í lostástandi. Sá galli sem oftast greindist seint var ósæðarþrenging eða ­rof, 6/19 (31,6%). 141 barn (91%) er á lífi í dag, við 4 mánaða til 15 ára aldur. 14 börn létust, þar af 8 fyrir eins árs aldur. Hjartagalli var dánarorsök hjá 8 börnum. Fimm börn létust án inngrips vegna hjartagalla. Af hinum 150 undirgekkst 101 barn fyrsta inngrip yngra en tveggja mánaða gamalt, og þar af 87 yngri en eins mánaðar gömul. Ályktanir: Meðgöngugreining og skoðun nýbura fyrir útskrift frá fæðingarstofnun skilar ágætum árangri í greiningu barna með alvarlega hjartagalla. Þó greinist umtalsverður fjöldi þeirra seint og eru þau þá oft alvarlega veik við greiningu. Þau börn sem greinast á fyrstu dögum ævinnar fyrir útskrift frá fæðingarstofnun veikjast oft með lífshótandi einkennum sem krefjast gjörgæslumeðferðar. Æskilegt væri að fækka þeim börnum sem veikjast lífhættulega vegna alvarlegs hjartagalla með bættri greiningu á meðgöngu og í nýburaskoðun. Horfur sjúklinga sem gangast undir skurðaðgerð vegna lungna- krabbameins á Íslandi hafa batnað Hannes Halldórsson1, Ástríður Pétursdóttir2, Björn Már Friðriksson1,2, Guðrún Nína Óskarsdóttir2, Steinn Jónsson1,3, Magnús Karl Magnússon1,4,5, Tómas Guðbjartsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjarta- og lungnaskurðdeild og 3lungnadeild Landspítala, 4lífvísindasetur og 5lyfja- og eiturefnafræðideild Háskóla Íslands Inngangur: Lungnakrabbamein er annað algengasta krabbameinið hjá báðum kynjum á Íslandi og greinast 160 einstaklingar árlega. Þriðjungur þeirra gengst undir skurð aðgerð á lunga og læknast helmingur af þeim hópi. Á síðustu árum hafa orðið framfarir í greiningu og meðferð lungna krabbameins en áhrif þeirra á lifun þessa sjúklinga hóps eru ekki þekkt. Mark mið þessarar rann sóknar var að skoða árangur skurð aðgerða við lungna krabbameini hjá heilli þjóð á 24 ára tímabili með sérstaka áherslu á lifun. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn sem tók til allra sjúklinga sem gengust undir skurðaðgerð við lungnakrabbameini á Íslandi frá 1991 til 2014. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og æxlin voru stiguð samkvæmt 7. útgáfu TNM­stigunarkerfisins. Lífshorfur voru reiknaðar með aðferð Kaplan­Meier og fjölbreytugreining Cox var notuð til að ákvarða forspárþætti lifunar og hvort lifun hefði breyst á fjögurra ára tímabilum. Útreikningar á lifun miðuðust við 31. desember 2014 og var meðal eftirfylgni 31 mánuður. Niðurstöður: Alls voru gerðar 693 aðgerðir á 655 einstaklingum, þar af voru 523 blaðnám (76%), 84 lungnabrottnám (12%) og 86 fleyg­ eða geira­ skurðir (12%). Kirtilfrumukrabbamein (59%) og flöguþekjukrabbamein (28%) voru algengustu krabba meinin yfir tímabilið. Meðalaldur hækkaði úr 63 árum 1991­1994 í 66 ár 2011­2014 (p=0,017) og hlut fall karla (48%) breyttist mark tækt yfir tímabilið. Hlut fall sjúk linga á stigi I og II jókst úr 74% í 87% frá fyrsta til síðasta tímabils (p=0,01). Tilviljanagreiningar (33%) breyttust ekki marktækt yfir tímabilið (p=0,80). Bæði eins árs og þriggja ára lifun jukust marktækt yfir tímabilið (p=0,002), eins árs lifun úr 69% 1991­1994 í 92% 2011­2014 og þriggja ára lifun úr 44% 1991­ 1994 í 73% 2011­2014. Sjálfstæðir forspárþættir verri lifunar voru hækkandi stigun (ÁH=1,39), aldur (ÁH=1,03) og saga um kransæðasjúkdóm (ÁH=1,25). Aðgerð á síðari hluta tímabilsins (2003­2014) var hins vegar verndandi hvað lifun varðar og ávinningurinn mestur á tímabilinu 2011­2014 (ÁH=0,48, 95% ÖB: 0,30­0,76; p=0,0016), jafnvel þótt leiðrétt væri fyrir aldri og stigun. Ályktanir: Horfur sjúklinga sem gangast undir skurð­ aðgerð vegna lungnakrabbameins hafa batnað á síðustu árum hér á landi. Ekki sést hærra hlutfall tilviljana­ greininga eða sjúklinga með staðbundinn sjúkdóm (stig I og II) sem gæti skýrt þessa þróun. Sennilegt er að bætt stigun með aukinni notkun miðmætis­ og berkjuómspeglunar og jáeindaskanna velji betur sjúklinga til skurðmeðferðar sem skýrir bættan árangur en viðbótarmeðferð með krabbameinslyfjum eftir aðgerð gæti einnig haft þýðingu. Hjartabilun meðal eldri Íslendinga Algengi, nýgengi, áhættuþættir og horfur Haukur Einarsson1, Thor Aspelund1,3, Vilmundur Guðnason1,3, Guðmundur Þorgeirsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Hjartadeild Landspítala, 3Hjartavernd Inngangur: Hjartabilun er bæði algengur og alvarlegur sjúkdómur sem leggst fyrst og fremst á eldra fólk og orsakast af því að hjartað tapar getu sinni til að sjá líkamanum fyrir nægjanlegu magni af blóði eða getur það aðeins við verulega hækkaðan fylliþrýsting. Skipta má hjartabilun í tvær megingerðir, hjartabilun með minnkað útstreymisbrot (HFrEF) og hjartabilun með varðveitt útstreymisbrot (HFpEF). Þrátt fyrir að þessar tvær gerðir séu svipaðar m.t.t einkenna eru ástæður þeirra oft ólíkar, algengi þeirra er mismunandi eftir sjúklingahópum og meðferð þeirra er misárangursrík. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna algengi og nýgengi hjartabilunar meðal eldri Íslendinga með áherslu á þær tvær gerðir sem nefndar voru ásamt því að meta horfur og áhættuþætti sjúkdómsins. Efni og aðferðir: Gögn úr Öldrunarrannsókn Hjarta verndar voru nýtt við þessa rannsókn og mynduðu þátttakendur hennar rannsóknarhópinn. Öldrunarrannsóknin er framsýn ferilrannsókn sem tekur til 5764 einstaklinga á aldrinum 66­98 ára en þátttaka þeirra í rannsókninni hófst á árunum 2002­ 2006. Frá Landspítalanum fengust gögn úr sjúkraskrám þeirra einstaklinga sem greindir voru með hjartabilun eftir að þátttaka þeirra í Öldrunarrannsókninni hófst til 28.2.2010 og voru þær greiningar sannreyndar út frá fyrir fram ákveðnum skilmerkjum. Auk þess fengust upplýsingar úr sjúkraskrám um það hvort þátttakendur rannsóknarinnar hefðu greinst með hjartabilun fyrir Öldrunarrannsóknina. Út frá þessum gögnum var algengi og nýgengi hjartabilunar reiknað, langtímalifun hjartabilunarsjúklinga var metin með aðferð Kaplan­Meier og undirliggjandi sjúkdómar kannaðir. Auk þess var aðhvarfsgreiningarlíkan Cox notað til að kanna tengsl áhættuþátta á miðjum aldri við hjartabilun. Niðurstöður: Alls voru til skoðunar 776 tilvik af hjartabilun. Algengi hjartabilunar mældist 3,7% og var það marktækt hærra hjá körlum (4,8%) en konum (2,8%) (p<0,001). Nýgengið mældist 16,5 tilvik á 1000 manns á ári og var það marktækt hærra hjá körlum (21,5/1000 manns á ári) en konum (13,1/1000 manns á ári) (p<0,001). Nýgengi HFrEF mælidst 6,2 tilvik á 1000 manns á ári og reyndist það einnig marktækt hærra hjá körlum (10,1/1000 manns á ári) en konum (3,4/1000 manns á ári) (p<0,001). Nýgengi HFpEF mældist 6,9 tilvik á 1000 manns á ári en ekki var marktækur munur á nýgengi karla (7,2/1000 manns á ári) og kvenna (6,7/1000 manns á ári) (p=0,62). Fimm ára lifun hjartabilunarsjúklinga reyndist vera 31,2% og var lifun kvenna marktækt betri en lifun karla (p=0,019). Ekki reyndist tölfræðilega marktækur munur á lifun einstaklinga með HFpEF og HFrEF (p=0,07). Miðgildi lifunar hjartabilunarhópsins var 2,73 ár en miðgildi lifunar jafnaldra þeirra sem ekki höfðu greinst með hjartabilun var 8,48 ár. Tveir algengustu undirliggjandi sjúkdómar hjartabilunar voru kransæðasjúkdómur og háþrýstingur en reykingar á miðjum aldri reyndust hafa sterk tengsl við hjartabilun síðar á ævinni (HR: 1,65, 95% CI: 1,33­2,05, p<0,001). Umræða: Algengi og nýgengi hjartabilunar er hátt og eykst stöðugt í takt við hækkandi aldur einstaklinga auk þess sem fimm ára lifun hjartabilunarsjúklinga er slæm. Karlar fá frekar hjartabilun en konur og að auki greinast þeir frekar með HFrEF en konur greinast frekar með HFpEF. Augljóst er að hjartabilunargreining dregur mjög úr lífslíkum eldra fólks á Íslandi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.