Læknaneminn - 01.04.2016, Side 137

Læknaneminn - 01.04.2016, Side 137
Fr óð le ik ur Ra nn só kn ar ve rk ef ni 3 . á rs n em a 137 Barnaslys í Reykjavík 2010-14 alvarleiki og orsakir Heiðar Örn Ingimarsson Leiðbeinandi: Brynjólfur Mogensen Inngangur: Áverkar af slysavöldum eru algengasta dánarorsökin hjá börnum og ungu fólki í heiminum í dag. Barnaslys eru verulegt samfélagslegt vandamál sem hafa ekki bara áhrif á lífsgæði þeirra sem lenda í þeim heldur eru þau byrði á heilbrigðiskerfinu þar sem miklu er kostað í mannauð og fjármunum í að meðhöndla barnaslys. Margt hefur áhrif á það hverjir lenda í slysum og tegund slyssins: Kyn og aldur einstaklings sem og efnahagsleg staða forráðamanna. Ekki nægir að nota sömu forvarnir fyrir börn og fullorðna þar sem bæði þroski og þarfir barna eru annars eðlis en fullorðinna. Almennt eru vitsmunir, dómgreind og líkamleg geta barna minni en hjá fullorðnum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn, ekki var aflað upplýsts samþykkis né haft samband við sjúklinga. Gögn voru fengin úr sjúkraskrám LSH um komur allra slasaðra reykvískra barna yngri en 18 ára á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi á tímabilinu 2010­14. Gögnin voru skoðuð með tilliti áverka þar sem ICD­10 kerfið er notað til að greina staðsetningu og eðli áverkans og AIS og ISS (Abbreviated Injury Scale ­ Injury Severity Score) kerfin notuð til að greina alverleika áverkans. Sérstök áhersla var lögð á innlagnir á tímabilinu í úrvinnslu gagna. NOMESCO kerfið er notað til að greina ytri orsakavald slyss og með þeim upplýsingum eru undirflokkar slysa: Bruna­, heima­, íþrótta­, skóla­ og umferðarslys skoðaðir með tilliti til aldurs, kyns og hvort innlagnar var þörf. Tölur um fjölda barna í Reykjavík er fenginn frá Hagstofu Íslands. Niðurstöður: Heildarkomur reykvískra barna á bráðamóttöku Landspítalans á árunum 2010­14 voru 25.962 eða 5.192 að meðaltali á ári, karlkyns börn voru 55% og kvk. börn 45% af þessum komum. Að meðaltali voru 190 komur á hver 1000 reykvísk börn á ári á tímabilinu. 0,9% allra koma kröfðust innlagnir sem voru 251 á tímabilinu, af þeim voru 162 (65%) þeirra strákar og 89 (35%) þeirra stúlkur. 31 innlagðra höfðu lítin áverka skv. ISS skori, 131 höfðu meðal áverka, 45 höfðu mikin áverka, 4 höfðu alvarlegan áverka og 1 hafði lífshættulegan áverka. Hvað undirflokka slysa varðar voru 12.093 heimaslys og af þeim þörfnuðust 132 þeirra innlagnar, 6.224 skólaslys með 30 innlögnum, 3.968 íþróttaslys með 37 innlögnum, 270 brunaslys með 17 innlögnum, 848 umferðarslys með 26 innlögnum en 31% af öllum umferðarslysum voru 17 ára börn. Hjá aldurshópnum 0­4 ára reyndust höfuðáverkar 64% allra áverka, efri útlimir 22% og neðri útl. 12%. Hjá 5­9 ára eru efri útlimaáverkar 36% allra áverka, höfuðáverkar 34% og neðri útlimir 25%. Hjá 10­14 ára voru efri útlimaáverkar 45% allra áverka, neðri útlimir 37% og höfuð 11%. Hjá 15­17 ára voru neðri útlimaáverkar 37%, efri útlimir 36% og höfuð 12% allra áverka. Ályktanir: Meðalfjöldi innnlagna á tímabilinu 2010­ 2014 er uþb 50 á ári og þar sem skv fyrri rannsókn fyrir árin 2000­2009 þar sem meðaltalið var 119 innlagnir á ári virðist vera sem að innlögnum vegna slysa hafi fækkað umtalsvert. Einnig hefur heildarkomum á bráðamóttöku fækkað úr 211 á hver 1000 börn að meðaltali á ári á árunum 2000­2009 niður í 190 komur á árunum 2010­14. Árangur aðgerða við ósæðargúlum í brjóstholi á Íslandi 2000-2014 Helga Björk Brynjarsdóttir1, Tómas Guðbjartsson1,2, Arnar Geirsson2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Hjarta-og lungnaskurðdeild Landspítala Inngangur: Ósæðargúll í brjóstholi er sjaldgæfur sjúkdómur sem getur haft lífshættulegar afleiðingar ef hann rofnar. Aðgerðir á ósæðargúlum eru því gerðar í fyrirbyggjandi skyni og sjúklingar oft einkennalausir þegar þeir gangast undir aðgerð. Aðgerðartæknin er ólík eftir staðsetningu gúlsins. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur þessara aðgerða með tilliti til snemmkominna fylgikvilla, skurðdauða og langtíma lifunar en það hefur ekki verið tekið saman áður á Íslandi. Efni og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til 125 sjúklinga sem gengust undir aðgerð vegna ósæðargúls á Landspítala á árunum 2000­2014. Upplýsingar um sjúklinga fengust úr sjúkraskrám og var breytum sem tengdust fyrri heilsufarssögu, aðgerðartengdum þáttum og fylgikvillum safnað saman í gagnagrunn. Notast var við forritið Microsoft Office Excel fyrir gagnagrunninn en tölfræðiúrvinnsla var unnin í forritinu RStudio. Heildarlifun var reiknuð með aðferð Kaplan­Meier en meðaltal eftirfylgdar var 5,16 ár. Niðurstöður: Meðalaldur sjúklinga var 61,8 ár. Fyrri heilsufarssaga var borin saman milli kynja og var eini marktæki munurinn tíðni tvíblöðku ósæðarloku (57% hjá körlum á móti 27% hjá konum, p=0,004). Rétt um helmingur sjúklinga eða 61 (50%) voru einkennalausir frá sínum ósæðargúl en 36 (29%) voru með einhver einkenni hjartabilunar vegna ósæðarlokuþrengsla. Aðrir höfðu einkenni eins og brjóstverki, verk í baki eða kvið. Meðalstærð ósæðargúlanna var 58 mm og algengasta staðsetningin var á rishluta ósæðar með víkkun niður í ósæðarrót (48%). Algengasta tegund aðgerðar voru rótarskipti með lífrænni loku en alls voru framkvæmdar 28 slíkar aðgerðir á tímabilinu. Tíðni fylgikvilla var 64,2% og af þeim hlutu 31,7% alvarlega fylgikvilla og 3,3% sjúklinga fengu heilablóðfall eftir aðgerð. Alls létust 7 sjúklingar (5,6%) innan 30 daga frá aðgerð en 1­árs og 5­ára lifun var 90,8% og 81,9%. Ályktanir: Árangur aðgerða við ósæðargúlum í brjóstholi á Íslandi er sambærilegur við erlendar rannsóknir. Tíðni fylgikvilla var nokkuð há en tíðni heilablóðfalla var lág en það er fylgikvilli sem oft veldur áhyggjum, sérstaklega í aðgerðum þar sem átt er við ósæðarbogann. 30 daga dánartíðnin fór lækkandi milli tímabila þó svo að munurinn hafi ekki verið tölfræðilega marktækur. Lokastigsnýrnabilun: Ættlægni og erfðir 1Hjálmar Gunnlaugur Ingólfsson, 2Evgenía Mikaelsdóttir, 3Ólafur Skúli Indriðason, 1,3Runólfur Pálsson 1Læknadeild, heilbrigiðsvísindasvið Háskóla Íslands; 2Íslensk erfðagreining; 3Nýrnalækningaeining Landspítala. Inngangur: Langvinnur nýrnasjúkdómur hrjáir um 10% einstaklinga í vestrænum löndum og getur leitt til lokastigsnýrnabilunar (LSNB) auk þess sem hætta á hjarta­ og æðasjúkdómum er stóraukin. Auk áhættuþátta, s.s. háþrýstings, sykursýki og offitu, benda rannsóknir til fjölskyldutengsla meðal sjúklinga með LSNB sem eingöngu að hluta til sé að rekja til þekktra arfgengra eingenanýrnasjúkdóma. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna ættlægni LSNB á Íslandi og að skilgreina hlutdeild eingenasjúkdóma meðal orsaka LSNB hér á landi með því að leita að stökkbreytingum í þekktum sjúkdómsvaldandi genum og athuga tengsl þeirra við LSNB. Efniviður og aðferðir: Við mat á ættlægni LSNB var notast við íslensku nýrnabilunarskrána sem innifelur alla einstaklinga sem fengu meðferð með skilun eða ígræðslu nýra á árunum 1968­2014. Til samanburðar voru 10.000 viðmiðahópar valdir af handahófi úr ættfræðigagnagrunni Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE). Reiknaður var skyldleikastuðull meðal sjúklinganna og hlutfallsleg áhætta á LSNB hjá skyldmennum þeirra, með og án einstaklinga með þekkta eingenasjúkdóma. Við leit að stökkbreytingum í þekktum sjúkdómsvaldandi genum var notast við arfgerðagagnagrunn ÍE. Teknir voru saman allir breytileikar í viðkomandi genum og þeir síðan bornir saman við gagnagrunna yfir meinvaldandi breytileika sem hafa fundist erlendis í fjölskyldum með eingenanýrnasjúkdóma. Aðferðir þróaðar af ÍE voru svo notaðar til að leita að arfberum og fjölskyldum með eingenanýrnasjúkdóma og til að kanna tengsl breytileikanna við LSNB. Niðurstöður: Hlutfallsleg áhætta LSNB meðal 1.­3. gráðu ættmenna sjúklinga með LSNB var marktækt hærri en í almennu þýði. 1° ættingjar höfðu hlutfallslega áhættu 11,95 [95% öryggismörk 9,13;15,86], 2° ættingjar 4,19 [2,91;5,89] og 3° ættingjar 1,48 [1.00;1,96]. Sjúklingarnir voru marktækt skyldari innbyrðis í 5 meiósufjarlægðir og engir makar tilfella höfðu LSNB. Eftir að hafa útilokað þekkta arfgenga nýrnasjúkdóma var marktækt aukin hætta fyrir 1° ættingja 6,11 [3,92;12,05] og hærri skyldleikastuðull marktækur í 4 meiósufjarlægðir. Eftir frekari útilokun sjúklinga með ýmsa meðfædda sjúkdóma eða sjúkdóma með vel skilgreinda meinmyndun, s.s. gauklabólgu, var hlutfallsleg áhætta 8,37 [5,05;15,15] fyrir 1° ættingja og skyldleikastuðull marktækt hærri í 3 meiósufjarlægðir. Skoðuð voru 8 gen tengd arfgengum orsökum nýrnabilunar, þ.e. arfgengum blöðrunýrnasjúkdómi með ríkjandi erfðir (PKD1, PKD2), UMOD­nýrnasjúkdómi (UMOD), Alport­ heilkenni (COL4A3, COL4A4 og COL4A5) og Dent­sjúkdómi (CLCN5 og OCRL). Alls fundust 954 breytileikar, þar af 7 meinvaldandi. Ein stökkbreyting, p.Trp230Arg í UMOD, hafði sterka sýnd LSNB hér á landi og fannst m.a. í einstaklingum sem taldir voru hafa aðra orsök LSNB. Ályktanir: LSNB er fjölskyldulæg á Íslandi og er það að verulegu leyti vegna arfgengra nýrnasjúkdóma. Ættlægnin er þó enn marktæk eftir að þekktir eingenanýrnasjúkdómar hafa verið útilokaðir. Meinvaldandi breytileiki í UMOD­geninu virðist vera útbreiddari en áður var talið og gæti verið vísbending um að eingenanýrnasjúkdómar skýri í raun ættlægni nýrnabilunar að meiri hluta en talið hefur verið. Rannsóknina þyrfti að endurtaka hjá stærri hóp, t.d. með því að bæta við langvinnum nýrnasjúkdómi á stigi 4­5 auk þess sem þarf að kanna fleiri gen sem tengjast LSNB. Follow up and comparison of Icelandic and Swedish Lung Transplant Patients in the years 2010–2012 Hjalti Ásgeirsson Leiðbeinendur: Gerdt Riise, Gunnar Guðmundsson, Helga Ásgeirsdóttir, Hrönn Harðardóttir Introduction: Lung transplantation is a valid treatment for end stage lung disease. The most common indication is chronic obstructive pulmonary disease and the second is idiopathic pulmonary fibrosis. There is a thorough process before a patient receives a lung transplantation. First, the patient has to be referred to a lung transplant center. Then, the patient needs to be placed on the lung transplant list. The two most important things to look at before a patient is put on the transplant list are (1) will he survive the surgery and (2) how long will he survive after the surgery. There is debate over whether patients should rather receive single lung transplants instead of double lung transplants, since single lung transplants result in more survival but double lung transplants result in more survival for one patient. There are numerous problems that lung transplant patients face. These problems arise from the medication and rejection of the lung allograft. The treatment is centered on immunosuppression with the aim of delaying the development of BOS. The treatment is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.