Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2016, Qupperneq 139

Læknaneminn - 01.04.2016, Qupperneq 139
Fr óð le ik ur Ra nn só kn ar ve rk ef ni 3 . á rs n em a 139 fyrstu tvö æviárin höfðu fylgni við greiningu astma (p<0,01). Ofangreindar niðurstöður voru reiknaðar út með tilliti til mögulegra blöndunarþátta. Ekki fundust marktæk tengsl ofnæmissjúkdóma eða ­einkenna við D­vítamíngjöf fyrstu tvö æviárin, vökva annan en mjólk og vatn eða gæludýr á heimili fyrir tveggja ára aldur. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að það séu tengsl milli ákveðinna umhverfisþátta og ofnæmissjúkdóma, sem og að bæði erfðir og umhverfisþættir séu áhrifaþættir í myndun ofnæmissjúkdóma. Niðurstöður þessarar rannsóknar eru að mörgu leyti í samræmi við aðrar rannsóknir, en sumir þættir hennar stangast þó á við það sem aðrar rannsóknir hafa sýnt. Ástæður valkeisaraskurða og nýgengi öndunarörðugleika hjá börnum sem fæddust með valkeisaraskurði á Landspítalanum árin 2005-2014 Jóhanna Vigdís Ríkharðsdóttir Leiðbeinendur: Þórður Þórkelsson, Hildur Harðardóttir, Margrét Sigurðardóttir Inngangur: Börn sem fæðast með valkeisaraskurði (VKS) eru líklegri til að fá öndunarörðugleika fyrst eftir fæðingu en börn sem fæðast um leggöng við sömu meðgöngulengd. Áhættan er í öfugu hlutfalli við meðgöngulengd. Því er mælt með að VKS séu gerðir eftir að 39 vikna meðgöngu er náð. Tilgangur rannsóknarinnar var að (1) kanna nýgengi VKS fyrir 39 vikna meðgöngu, ástæður þeirra og hversu mörgum hefði verið hægt að fresta þar til 39 vikna meðgöngu var náð, (2) kanna nýgengi öndunarörðugleika barna sem fæddust með VKS og (3) kanna tilgátuna að konum sem eignast barn sem fær öndunarörðugleika eftir VKS sé eðlislægt að ganga lengur með börn sín. Efniviður og aðferðir: Fengnar voru upplýsingar um alla valkeisaraskurði sem framkvæmdir voru árin 2005­ 2014 frá sjúklingabókhaldi LSH. Upplýsinga var aflað úr mæðraskrám og sjúkraskrám barna sem fæddust með VKS á kvennadeild LSH árin 2005 til 2014 eftir ≥ 37 vikna meðgöngu og greindust með öndunarörðugleika vegna votra lungna eða glærhimnusjúkdóms fljótlega eftir fæðingu. Viðmiðahópur samanstóð af börnum sem fæddust með VKS rannsóknartímabilinu en fengu ekki öndunarörðugleika stuttu eftir fæðingu. Einnig voru fengnar upplýsingar úr mæðraskrám um meðgöngulengd systkina barna sem fæddust með VKS og fengu öndunarörðugleika eftir fæðingu og borið saman við meðgöngulengd systkina barna sem ekki fengu öndunarörðugleika í kjölfar VKS. Niðurstöður: Á tímabilinu fæddust 2048 börn með valkeisaraskurði á Landspítalanum. Af þeim fengu 58 (2,8%) öndunarörðugleika. Nýgengi var í öfugu hlutfalli við meðgöngulengd, þ.e. 7,3% við 37 vikna meðgöngu, 3,8% við 38 vikna meðgöngu, 2,5% við 39 vikna meðgöngu og 1,1% við 40­42 vikna meðgöngu. Nýgengi öndunarörðugleika eftir 37­38 vikna meðgöngu var marktækt hærri en eftir 39­42 vikna meðgöngu (4,9% og 2,4%; p gildi=0,0062). Alls voru framkvæmdir 1949 VKS á tímabilinu. Aðgerðir sem framkvæmdar voru við 37­38 vikna meðgöngu voru samtals 477. Af þessum VKS hefði mögulega mátt fresta 285 (59,7%) aðgerðum til 39 vikna meðgöngu eða 14,6% af heildarfjölda valkeisaraskurða. Konur sem áttu börn með valkeisaraskurði sem fengu öndunarörðugleika eftir fæðingu gengu að meðaltali 6 dögum lengur en 40 vikur með sín fyrri eða seinni börn (p gildi=0,0026) þegar fæðing hófst sjálfkrafa eða var framkölluð. Ályktanir: Nýgengi öndunarörðugleika hjá nýburum sem fæðast með valkeisaraskurði er í öfugu hlutfalli við meðgöngulengd. Mikilvægt er að bíða með aðgerð þar til 39 vikna meðgöngu er náð, ef þess er nokkur kostur, til þess að draga úr líkum á öndunarörðugleikum hjá börnunum. Mæður sem fæddu börn með VKS sem fengu öndunarörðugleika gengu að meðaltali 6 dögum lengur með sín börn heldur en viðmiðahópur og því hugsanlega betra að framkvæma VKS seinna á meðgöngunni á þeim mæðrum sem vitað er að hafa gengið lengur með sín börn. Tengsl kalks í kransæðum við almenna áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma Kristján Már Gunnarsson Leiðbeinendur: Axel Finnur Sigurðsson, Birna Jónsdóttir Inngangur: Kransæðasjúkdómar eru algengasta orsök ótímabærra dauðsfalla á vesturlöndum, þar með talið á Íslandi. Dæmi um áhættuþætti sem auka líkur á kransæðasjúkdómi eru ættarsaga, reykingar, háþrýstingur og blóðfituraskanir. Hugsanlega er gagnlegt að finna merki æðakölkunar hjá áhættuhópum, áður en einkenni sjúkdóms koma fram. Magn kalks í kransæðum, metið með kalkskori, gefur til kynna umfang æðakölkunar og hefur mjög sterkt forspárgildi fyrir hættu á æðaáföllum. Þeir sem eru með hátt kalkskor eru í mikilli áhættu, en þeir sem hafa ekkert kalk í kransæðum eru í mjög lágri áhættu. Tengsl kalskors við aðra áhættuþætti eru ekki fyllilega ljós. Þessi rannsókn skoðar tengsl kalkskors við kyn, aldur, líkamsþyngdarstuðul, reykingar, blóðfitur, blóðsykurgildi og háþrýsting. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir niðurstöður tölvusneiðmynda af kransæðum í Röntgen Domus fyrir árið 2011. Alls var um að ræða 993 einstaklinga, kalkskor lá fyrir hjá 727 þeirra. Upplýsingar um aldur, kyn, líkamsþyngdarstuðul og reykingar voru fengnar úr gögnum Röntgen Domus. Upplýsingar um blóðfitur og blóðsykurgildi voru fengnar úr gagnagrunnum rannsóknarstöðva í Mjódd og Glæsibæ. Upplýsingar um notkun blóðfitu­ og blóðþrýstingslækkandi lyfja 6 mánuðum fyrir og eftir tölvusneiðmyndina voru fengnar hjá lyfjagagnagrunni Landlæknis. Skoðuð var fylgni á milli kalkskors og annarra áhættuþátta. Niðurstöður: Kalkskor lá fyrir hjá 379 körlum og 348 konum (n = 727). Kalkskor var marktækt hærra hjá körlum en konum (136,6 ± 275,8 vs 54,5 ± 143,3, p < 0,001). Jákvæð fylgni var á milli aldurs og kalkskors hjá bæði körlum (rs = 0,315, p < 0,001) og konum (rs = 0,309, p = 0,001). Jákvæð fylgni var á milli kalkskors og líkamsþyngdarstuðuls (rs = 0,1020619, p = 0,006454). Fylgni var við reykingar, en meðalkalkskor hjá núverandi eða fyrrum reykingfólki var 118,2, en 66,5 hjá þeim sem höfðu aldrei reykt (p < 0,001). Meðalkalkskor hjá einstaklingum á blóðþrýstingslyfjum var 130,4 + 272,2, en 67,1 + 168,5 hjá þeim sem tóku ekki blóðþrýstingslyf (p < 0,001). Jákvæð fylgni fannst við blóðsykurgildi (rs = 0,1449489, p = 0,015) og HbA1c (rs = 0,200564, p = 0,018). Þegar einstaklingar á blóðfitulækkandi lyfjum voru útilokaðir fannst öfug fylgni á milli HDL­ kólesteróls og kalkskors (rs = ­0,138, p = 0,026). Engin fylgni var á milli kalkskors og heildarkólesteróls né kalkskors og LDL­kólesteróls. Þegar karlmenn voru skoðaðir sérstaklega fannst ekki marktæk fylgni millli kalkskors og blóðfitugilda. Hjá konum fannst marktæk fylgni milli kalkskors og þríglýseríða (rs = 0,292, p = 0,002) og þríglýseríða/HDL­kólesteról hlutfalls (rs = 0,235, p = 0,012). Ályktanir: Karlar hafa hærra kalkskor en konur. Jákvæð fylgni er milli kalskors, aldurs, reykinga, líkamsþyngarstuðuls, háþrýstings og blóðsykurs. Fylgni er á milli HDL­kólesteróls og kalkskors. Þegar kynin voru skoðuð í sitt hvoru lagi fannst jákvæð fylgni á milli þríglýseríða og þríglýseríða/HDL­ kólesteról hlutfalls hjá konum, en engin marktæk fylgni við blóðfitur hjá körlum. Þróun á aðferð til sérhæfingar miðlagsstofnfrumna: Mat á áhrifum frostþurrkunar á notagildi roflausna úr útrunnum örveruóvirkjuðum blóðflögueiningum við beinsérhæfingu miðlagsstofnfrumna Kristján Torfi Örnólfsson Leiðbeinendur: Ólafur Eysteinn Sigurjónsson Inngangur: Miðlagsstofnfrumur (MSF) (e. mesenchymal stem cells) eru fjölhæfar stofnfrumur sem búa yfir hæfni til ónæmismótunar og geta sérhæfst yfir í ýmsar frumugerðir af miðlagsuppruna, t.a.m. beinfrumur, brjóskfrumur og fitufrumur. MSF hafa mikið verið rannsakaðar sem efniviður til notkunar í meðferðum við sjúkdómum af ónæmisfræðilegum toga og ýmsum stoðkerfissjúkdómum. Við ræktun á MSF in vitro er mest notast við kálfasermi sem íbæti fyrir frumuæti. Notkun dýrasermis við ræktun á frumum sem nota á í læknisfræðilegum tilgangi getur haft í för með sér hættu á dýrasmiti og ónæmisviðbrögðum hjá þega frumnanna. Því hefur verið leitað að öðrum valkostum og hefur m.a. verið stungið upp á notkun blóðflöguafurða í þessu samhengi. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á notagildi roflausna úr útrunnum blóðflögueiningum, sem frumuætisíbæti við ræktun og sérhæfingu á miðlagsstofnfrumum.  Frostþurrkun roflausna auðveldar bæði geymslu og flutning þeirra en ekki þarf að geyma þær undir frostmarki eins og við á um roflausnir sem ekki eru frostþurrkaðar. Því gætu töluverðir fjármunir sparast ef unnt væri að nota frostþurrkaðar roflausnir í stað roflausna sem ekki eru frostþurrkaðar við frumuræktir. Markmið rannsóknarinnar var að meta áhrif þess að nota frostþurrkaðar roflausnir úr útrunnum örveruóvirkjuðum blóðflögueiningum í stað samskonar roflausna sem ekki voru frostþurrkaðar á beinsérhæfingu miðlagsstofnfrumna. Efni og aðferðir: Miðlagsstofnfrumur úr þremur gjöfum voru sérhæfðar í beinsérhæfingaræti íbættu annars vegar 10% (w/v) frostþurrkuðum roflausnum úr útrunnum örveruóvirkjuðum blóðflögueiningum (FROST) og hins vegar samskonar roflausnum (10% v/v) sem ekki voru frostþurrkaðar (PIPL). Áhrif á umfang og gæði beinsérhæfingarinnar voru metin með greiningu á genatjáningu með qPCR, steinefnaútfellingu með alizarin red litun og magnmælingu á bundnu litarefni og virkni alkalísks fosfatasa með ensímprófi. Niðurstöður: Munur fannst á gæðum beinsérhæfingar frumnanna eftir því hvort roflausnirnar sem notast var við voru frostþurrkaðar eða ekki. Þetta fannst bæði við magnmælingu á steinefnaútfellingu og við greiningu á genatjáningu þar sem notkun frostþurrkuðu roflausnanna virtist hafa í för með sér lakari beinsérhæfingu.  Umræður: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að frostþurrkun roflausna úr blóðflögueiningum dragi að einhverju leyti úr notagildi þeirra við beinsérhæfingu á miðlagsstofnfrumum. Þó er þörf á umfangsmeiri rannsókn til frekari staðfestingar á þessum niðurstöðum. Meðgöngusykursýki á Íslandi Margrét Helga Ívarsdóttir Leiðbeinendur: Hildur Harðardóttir, Arna Guðmundsdóttir, Ómar S. Gunnarsson Inngangur: Algengi meðgöngusykursýki (MGS) í heiminum í dag er á bilinu 1­14%. Á Íslandi var tíðnin 4,4% árin 2007­8. Í febrúar 2012 tóku gildi nýjar klínískar leiðbeiningar hérlendis um greiningu og skimun fyrir MGS, með lægri blóðsykurgildum en áður var miðað við. Því var búist við að algengi MGS myndi aukast í allt að 16%. MGS fylgir aukin tíðni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.