Læknaneminn - 01.04.2016, Síða 140

Læknaneminn - 01.04.2016, Síða 140
Fr óð le ik ur Ra nn só kn ar ve rk ef ni 3 . á rs n em a 140 fylgikvilla, bæði fyrir móður og barn, en jafnframt hefur verið sýnt fram á að meðferð við MGS bætir afdrif móður og barns. Rannsóknin skoðar algengi MGS á Landspítalanum frá 1.mars 2012 – 1.mars 2014 og afdrif kvenna og barna þeirra. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til allra kvenna með MGS sem fæddu einbura á LSH á tímabilinu 1.mars 2012 – 1.mars 2014 (n=345). Fyrir hverja konu með MGS voru valin tvö viðmið, konur án MGS en að öðru leyti með sömu bakgrunnsbreytur (n=612). Skráður var aldur móður, kynþáttur, hæð, þyngd og líkamsþyngdarstuðull, meðgöngulengd og fæðingarþyngd nýburans. Einnig voru skráðir fylgikvillar á meðgöngu, fæðingarmáti og fylgikvillar í fæðingu, sem og fylgikvillar nýburans. Fyrir konur með MGS voru að auki skráðar upplýsingar um sykurþolprófið og meðferð. Lýsandi tölfræði var notuð til að bera saman hópana. Niðurstöður: Meðgöngusykursýki greindist hjá 345 konum af 6631, þ.e 5,2% meðganga á LSH. Alls þurftu 117 konur (33,9%) insúlínmeðferð en hjá 228 konum (66,1%) dugði mataræðisbreyting og hreyfing til að halda blóðsykri innan eðlilegra marka. Konur með MGS voru marktækt þyngri við fyrstu mæðraskoðun en konur án MGS (88,2 kg og 76,3; p=4*10­15). Þegar tilfellahópur var borinn saman við viðmiðunarhóp sást að framköllun fæðingar var algengari (51,6% og 22,7%; p=0.0001) en ekki var marktækur munur á tíðni fæðinga með keisaraskurði. Konur með MGS voru líklegri til að vera með langvinnan háþrýsting (7,8% og 2%; p=0,00001) og vanvirkan skjaldkirtil (5,5% og 2,1%, p=0,005). Konur með MGS voru ekki líklegri en viðmiðunarhópur til að fá meðgönguháþrýsting eða meðgöngueitrun. Nýburar kvenna með MGS voru líklegri til að vera þungburar (7,3% og 3,6%; p=0,012), þurfa skammtímaeftirlit á vökudeild (17,4% og 11,1%; p=0,0061), fá nýburagulu (6,7% og 3,3%; p=0,015) og blóðsykurfall (3,48% og 0,16%; p=0,00002). Fyrirburafæðing (< 37 vikur) var einnig algengari (7,5% og 2,9%; p=0,0011). Ekki var marktækur munur á tíðni axlarklemmu (p = 0,2) og viðbeinsbrota (p=0,85). Ályktanir: Algengi MGS hefur aukist úr 4,4% í 5,2%. Konur með MGS eru þyngri en konur í viðmiðunarhópi, þær eru líklegri til að vera með háþrýsting fyrir þungun og fæðing er oftar framkölluð. Ekki var marktækur munur á tíðni keisaraskurða á milli hópanna. Börn MGS kvenna eru líklegri til að vera þungburar, fá gulu og/eða blóðsykurfall en börn kvenna í viðmiðunarhópi. Analysis of single nucleotide polymorphisms (SNPs) associated with risk of classical Hodgkin lymphoma in patients with infectious mononucleosis: Identification of a common genetic risk. María Björk Baldursdóttir Leiðbeinendur: Karen McAuley, Ruth Jarrett Background: Infectious Mononucleosis (IM) is a benign lymphoprolifer ation that results from primary Epstein­Barr virus (EBV) infection, delayed until adolescence or young adulthood. It is well established that EBV is also a co factor in the development of many malignant diseases, one of them being Hodgkin Lymphoma (HL). In addition to EBV infection, a history of IM has further been identified as a risk factor for HL. A genetic predisposition to both diseases has been proposed. This study aimed to evaluate single nucleotide polymorphisms (SNPs) associated with HL, in relation to IM development, to try and determine a common genetic factor between the diseases. Method: DNA samples from 343 individuals, 194 IM cases and 149 controls (EBV seropositive and asymptomatic EBV seroconverters), were genotyped using TaqMan PCR technology for five SNPs associated with risk of HL and defense against viral infection. Two SNPs are located in genes encoding the EOMES and TCF3 proteins, essential for B and T cell development. Two SNPs locate to the IL­28b gene and the fifth SNP to the HLA class II locus and the DP­ beta 2 gene. Minor allele frequency and genotype distribution were compared across the study groups. Results: The G allele of SNP rs6457715 (DP­ beta 2 gene), is associated with increased risk of IM development (OR: 1.7, CI: 1.039­2.924, P=0.035). This association was pronounced for the GG genotype (OR: 7.3, CI: 1.984­ 26.735, P=0.003). Previous association with the HLADRB1*01:01 allele and IM was also confirmed (OR: 4.7, CI: 1.713­12.919, P=0.003). Conclusion: The results suggest a common genetic factor, located in the DP­beta 2 gene, for IM and EBV­positive HL. Further investigation of the role of this gene, along with SNPs in linkage with this gene is required in larger study groups. Yfirlið á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins. Orsakir og afleiðingar Marta Ólafsdóttir Leiðbeinendur: Ásgeir Haraldsson, Gylfi Óskarsson, Sigurður Einar Marelsson, Valtýr Stefánsson Thors Inngangur: Yfirlið eru skyndilegt en skammvinnt meðvitundarleysi vegna tímabundinnar minnkunnar á blóðflæði til heilans. Í flestum tilfellum eru orsakir óþekktar, en helstu þekktar orsakir slíkra yfirliða eru taugaviðbragðamiðluð, réttstöðutengd eða vegna hjartakvilla. Mjög mikilvægt er að leita frekari skýringa á þessum yfirliðum því í sumum tilfellum getur hinn undirliggjandi sjúkdómur verið lifshættulegur. Á Íslandi hafa orsakir og afdrif slíkra yfirliða í börnum ekki verið teknar saman, og því var þessi rannsókn gerð.  Markmið rannsóknarinnar var að auka þekkingu á orsökum yfirliða á Barnaspítala Hringsins sem nýtist á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins til að bæta greiningu og þar með þjónustu við þessi börn og fjölskyldur þeirra. Efniviður og aðferðir: Í rannsókninni voru fundnar allar sjúkraskrár á bráðamóttöku Barnaspítala hringsins sem mögulega tengjast skyndilegu yfirliði á árunum 2010­2014, að báðum árum meðtöldum. Leitað var eftir öllum greiningarnúmerum (ICD­ greiningar) sem tengjast yfirliði, þ.m.t. yfirlið sem orsakast af hjartasjúkdómum, taugasjúkdómum eða öðrum vandamálum. Ennfremur var leitað eftir yfirliði/syncope/meðvitundarleysi í komuástæðum. Úr sjúkraskrám var aflað upplýsinga um kyn, aldur, dagsetningu komu, komuástæðu, útskriftargreiningu og aðra undirliggjandi sjúkdóma. Gögn voru dulkóðuð og slegin inn í Excel og t­prófi, fisher­prófi, binomial prófi og kí­ kvaðratprófi beitt við úrvinnslu gagnanna í R Studio® Niðurstöður: Alls voru 706 tilfelli hjá 607 sjúklingum sem uppfylltu þátttökuskilyrði rannsóknarinnar. Af þeim voru 90.9% ekki með frekari greiningu umfram yfirlið. Allar frekari greiningar voru of fátíðar til að hægt væri að gera á þeim frekari tölfræðiskoðun á kynjaskiptingu og aldursdreifingu. Hlutfall yfirliða af öllum komum á Bráðamóttöku Barnaspítalans var 1.1%, eða um 141 heimsókn á ári. Af sjúklingunum 607 voru stúlkur marktækt fleiri en drengir (p­value = 2.865e­07) eða 367 stúlkur (59.9%) móti 240 drengjum (40.1%). Aldursdreifing sjúklinganna sýndi að flest tilfellin voru hjá aldrinum 12­18 ára, og var munurinn marktækur (p­value < 2.2e­16 ). Ályktanir: Yfirlið eru nokkuð algengt vandamál á Barnaspítala Hringsins. Hlutfall yfirliða af öllum komum á Bráðamóttöku Barnaspítalans er áþekkt því er þekkist annars staðar. Þetta er töluverður fjöldi og því mikilvægt að þekkja orsakirnar vel. Aldurs­ og kynjaskipting yfir allt þýðið var svipað því sem þekkist annars staðar í Evrópu og víðar. Bæta má greiningu á orsökum yfirliða á Barnaspítala Hringsins. Áhrif mismunandi rafskauta á legrafritsmerkið Marta Sigrún Jóhannsdóttir Leiðbeinendur: Ásgeir Alexandersson, Brynjar Karlsson, Þóra Steingrímsdóttir Inngangur: Legrafrit (e. electrohysterography, EHG) er tækni sem mælir rafvirkni í legvöðvanum og er hægt að beita til að mæla hríðir. Vonir standa til að með þessari tækni megi betur greina hvort um alvöru fæðingahríðir sé að ræða eða einungis samdrætti sem ekki leiða til fæðingar. Rannsóknarhópar víða um heim vinna að þróun legrafritstækni en misræmi er talsvert í birtum niðurstöðum þeirra, hugsanlega vegna mismunandi rafskauta sem notuð eru við mælingarnar. Rannsóknin fólst í samanburði á þrenns konar rafskautum til að kanna hvort munur væri á merkinu sem þau gefa frá sér við mælingu samdrátta. Einblínt var á tíðnieiginleika merkisins. Einnig var kannað hvort að staðsetning rafskauta ofan eða neðan nafla hefði kerfisbundin áhrif á ritið. Efniviður og aðferðir: Tíu konur í framköllun fæðingar á Kvennadeild Landspítalans í mars og apríl 2015 tóku þátt og voru legvöðvasamdrættir þeirra mældir með legrafritun auk venjulegs hríðamælis í u.þ.b. 30 mínútur. Mæld voru merki frá leginu í 39 samdráttum. Þrjár gerðir rafskauta voru bornar saman við mælingarnar, tvö rafskaut af hverri gerð. Engum persónuupplýsingum um þátttakendur var safnað.  Niðurstöður: Mælingarnar sýndu að mikill breytileiki var á mæligildum samdrátta hjá sömu konu og einnig milli kvenna. Þessi breytileiki var mun meiri en breytileiki merkisins milli rafskautategunda. Ekki mældist marktækur munur á legrafritsmerkinu vegna mismunandi staðsetningar og var munurinn hverfandi miðað við breytileika milli kvenna og samdrátta. Ályktanir: Með þessari rannsókn var ekki sýnt fram á að gerð rafskauta hefði afgerandi áhrif á tíðnieiginleika legrafritsmerkisins. Þar sem munur á milli rafskauta er lítill í samhengi breytileika milli samdrátta benda mælingar til þess að gerð rafskauta sé lítill áhrifavaldur í mismun í birtum niðurstöðum fyrir þessa tegund merkja. Því má færa rök fyrir því að nota megi þau rafskaut sem henta best hverju sinni án þess að það hafi áhrif á gæði mælinganna. Ekki var hægt að sýna fram á marktækan mun milli mælinga ofan og neðan nafla og ætti því almennt ekki að skipta máli á hvorum staðnum er mælt. Þroski minnstu fyrirburanna 1988-2012 Olga Sigurðardóttir1, Kristín Leifsdóttir2, Ingibjörg Georgsdóttir3 og Þórður Þórkelsson1,2 Læknadeild Háskóla Íslands1, Barnaspítali Hringsins2 og Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins3 Inngangur: Framfarir í meðferð minnstu fyrirburanna (fæðingarþyngd ≤ 1000 g) hafa verið miklar á síðastliðnum áratugum og lífslíkur þessa sjúklingahóps hafa umtalsvert. Börnin sem lifa af verða sífellt fleiri og þau fæðast minni og óþroskaðri en áður. Vegna smæðar sinnar og vanþroska eru þessi börn útsett fyrir ýmsum vandamálum, bæði strax eftir fæðingu og seinna á lífsleiðinni. Áhættan á skertum taugaþroska er mikil og eykst í öfugu hlutfalli við meðgöngulengd. Rannsóknir sýna að allt að fjórðungur hópsins glímir við alvarlegar hamlanir (e. severe disability) seinna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.