Læknaneminn - 01.04.2016, Side 141

Læknaneminn - 01.04.2016, Side 141
Fr óð le ik ur Ra nn só kn ar ve rk ef ni 3 . á rs n em a 141 á lífsleiðinni en hátt í helmingur hópsins þroskast eðlilega. Skertum taugaþroska fylgja margskonar vandamál sem spanna breytt svið; skerðing á vitsmunaþroska, málþroska, hreyfifærni, hegðun, sjón og heyrn. Markmið þessarar rannsóknar voru að skoða þroska og hamlanir minnstu fyrirburanna á Íslandi og meta hvaða þættir spá fyrir um seinkaðan þroska og hömlun hjá þessum börnum. Auk þess hvort að samhengi sé á milli ófullnægjandi vaxtar á fyrstu tveimur aldursárunum og þroska minnstu fyrirburanna. Efni og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra barna sem fæddust á Íslandi 1988­ 2012, voru ≤ 1000 g við fæðingu og útskrifuðust á lífi. Upplýsingar um meðgöngu, fæðingu og nýburaskeið barnanna voru fengnar úr mæðraskrám og sjúkraskrám barnanna. Upplýsingar um vöxt eftir útskrift voru sóttar á heilsugæslustöðvar. Til að meta þroska og hamlanir innan rannsóknarhópsins voru gögn frá Greiningar­ og ráðgjafarstöð ríkisins (GRR) fengin fyrir þau börn sem þangað var vísað. Niðurstöður: Af 194 börnum lágu fyrir upplýsingar um 189. 61 barni (32,3%) var vísað á GRR. Í þeim hópi voru 13 börn (6,9%) með væga frávik í þroska án hömlunar og 32 börn (16,9%) með hömlun. Af þeim voru 7 (3,7%) með væga hömlun (e. mild disability) og 25 (13,2%) með mikla hömlun (e. major disability). Eftir leiðréttingu fyrir mögulegum blöndunarþáttum stóðu fjórir þættir eftir sem sjálfstæðir áhættuþættir fyrir hömlun. Börn með hömlun (n=32) höfðu lægri Apgar eina mínútu eftir fæðingu (p=0,028, ÁH=2,4, ÖB: 1,14–5,07) samanborið við börn án hömlunar (n=157). Hlutfall fjölbura var hærra í hópi hömlunar (p=0,003, ÁH=2,21, ÖB: 1,19­4,09) og næringargjöf með sondu eftir fæðingu hófst seinna (p=0,007, ÁH=2,14, ÖB:1,11­4,11). Heilablæðing af gráðu 3­4 hafði einnig forspárgildi fyrir síðari hömlun (p=0,02, ÁH=4,08, ÖB:1,69­9,80). Í kringum tveggja ára aldur voru börn með hömlun marktækt vaxtarskertari í hæð en börn án hömlunar (p=0,0461). Einnig voru þau vaxtarskertari í þyngd en sá munur náði ekki tölfræðilega marktækni (p=0,07). Ályktanir: Tæplega 17% minnstu fyrirburanna glíma við hömlun og samrýmist það fyrri rannsóknum á minnstu fyrirburunum á Íslandi. Sjálfstæðir áhættuþættir fyrir hömlun voru að fæðast sem fjölburi, lágur Apgar eftir eina mínútu, heilablæðing af gráðu 3­4 og að hefja næringargjöf í sondu eftir meira en fjóra daga eftir fæðingu. Meðgöngulengd var ekki áhættuþáttur eins og við var að búast og skýrist ef til vill af litlu þýði og löngu rannsóknartímabili. Í kringum tveggja ára aldur voru börn með hömlun vaxtarskertari í hæð en börn án hömlunar. Ekki var marktækur munur á þyngd hópanna eins og við var að búast og kann það að skýrast af litlu þýði og vöntun upplýsinga. Ákvarðast lyfjanæmi í BRCA1 vanvirkum frumulínum af TP53 stökkbreytingum? Sæþór Pétur Kjartansson Leiðbeinandi: Dr. Ólafur Andri Stefánsson Inngangur: Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein kvenna í heiminum í dag. Því er mikilvægt að skilja hvaða áhrif stökkbreytingar og tjáning próteina hafa á lyfjanæmi brjóstakrabbameins. BRCA1 og TP53 stökkbreytingar eru algengar í brjóstakrabbameinum og óstökkbreytt gegna þau bæði hlutverki við svörun og villulausa viðgerð tvíþátta brota DNA, t.d. vegna frumudrepandi krabbameinslyfja. ATM kínasinn gegnir lykilhlutverki við miðlun viðgerðar DNA­ brota og fosforýlerar bæði BRCA1 og TP53 próteinin. Virkjun TP53 gegnum fosfórýleringu fyrir tilstilli ATM kínasa færir svar við DNA skemmdum frá stöðvun á frumuhring yfir í stýrðan frumudauða. Við bælingu ATM kínasa í TP53 vanvirkum frumulínum virðast þær verða næmari fyrir DNA skemmdum, t.d. vegna krabbameinslyfja. Markmið rannsóknarinnar voru annars vegar að ákvarða hvort að næmi fyrir frumudrepandi lyfjameðferð í BRCA1 vanvirkum frumum sé háð stökkbreytingum í TP53 geni og hins vegar að ákvarða hvort að ATM hindrun eykur næmi fyrir frumudrepandi lyfjum í viðurvist TP53 stökkbreytinga. Efni og aðferðir: Notast var við 5 frumulínur, MDA­MB­436, MDA­MB­134­VI, HCC38, HCC1937 og UACC­3199. Þar af eru þrjár með metýlerað stýrilsvæði BRCA1 og tvær með óvirkjandi stökkbreytingu BRCA1, jafnframt eru þrjár með óvirkjandi stökkbreytingu í TP53, ein með villigerð TP53 og ein óþekkt m.t.t. TP53. Frumum var sáð á 96 holu bakka og lyfjunum doxórúbicíni, 5­flúoróúracíl og ATM hindranum KU60019 bætt við, bæði einum og sér og í lyfjablöndum annars vegar doxórúbicíns og KU60019 og hins vegar 5­flúoróúracíl og KU60019. Magn lifandi frumna var metið með MTT litunarprófi. MTT kristallar leystir upp í DMSO leysi og ljósmælt. Lifunarkúrfur teiknaðar upp í Graphpad Prism með ólínulegu falli á lógarithmískum skala. IC50 gildi metin í Graphpad Prism og reiknuð með línulegu falli í Excel. Punktarit teiknuð upp í tölfræðiforritinu R. Niðurstöður: Lyfjanæmi fyrir doxórúbicíni, einungis HCC1937 hefur mun minna næmi en aðrar frumulínur (IC50 =1,58­2,62 μM). Lyfjanæmi fyrir 5­flúoróúracíl, einungis UACC­3199 og HCC1937 eru næmar að einhverju leiti ((IC50(UACC­3199) = 34,17­56,13 μM, IC50(HCC1937)= 65,11 – 476,11 μM)) . Lyfjanæmi fyrir KU60019, allar frumulínur sýna svörun, en næmust frumulínanna er HCC38 (IC50 = 6,53­8,04 μM). Næmi fyrir frumudrepandi lyfjum virtist ekki aukast eftir hindrun ATM kínasa með KU60019. Aftur á móti gæti mótvirkni verið til staðar milli ATM hindra og 5­flúoróúracíl í HCC38 og UACC­3199 frumulínunum. Ályktanir: TP53 stökkbreytingar virðast ekki segja til um lyfjanæmi BRCA1 óvirkjaðra frumulína einar og sér heldur spila þar fleiri þættir hlutverk. BRCA1 óvirkjun gæti aukið lyfjanæmi fyrir doxórúbicíni, en rannsóknum ber ekki saman um áhrif þess, svo ekki er hægt að fullyrða að aðrir þættir beri ekki ábyrgð á næmi frumulínanna fyrir doxórúbicíni. ATM hindrun með KU60019 eykur ekki lyfjanæmi í BRCA1 óvirkjuðum frumum í rannsókninni, hugsanlega vegna þess að samspil þess og frumudrepandi lyfja virðist vera bæði skammta og tímaháð. Liðsýkingar á Íslandi – Faraldsfræði liðsýkinga á Íslandi á árunum 2003-2014 Signý Lea Gunnlaugsdóttir1, Helga Erlendsdóttir1,3, Kristján Orri Helgason1,3, Sigurður Guðmundsson1,2 og Magnús Gottfreðsson1,2. Læknadeild Háskóla Íslands1, Smitsjúkdómadeild Landspítalans2, Sýklafræðideild Landspítala3. Inngangur og markmið: Bráðar liðsýkingar af völdum baktería eru sjaldgæfar en alvarlegar sýkingar. Þrátt fyrir framfarir í greiningu og meðferð liðsýkinga virðist nýgengi þeirra vera að aukast. Líklegar ástæður fyrir þessu aukna nýgengi er hækkandi meðalaldur, mikil aukning í notkun nýrra ónæmisbælandi lyfja og aukning á ýmiss konar íhlutun í liði. Niðurstöður fyrri rannsóknar á liðsýkingum hérlendis 1990­2002 sýndu nýgengisaukningu fyrst og fremst vegna fjölgunar slíkra inngripa í greiningar­ og meðferðarskyni. Markmið þessarar rannsóknar var því að varpa ljósi á faraldsfræði liðsýkinga á Íslandi á árunum 2003­ 2014 með tilliti til aldurs og kyns sjúklinga, klínískrar birtingarmyndar, áhættuþátta, sýklafræðilegra orsaka, meðferðar og afdrifa sjúklinga, auk þess að rannsaka nýgengi liðsýkinga og meta þann fjölda sýkinga sem verður í kjölfar hvers kyns íhlutun í liði. Efniviður og aðferðir: Framkvæmd var aftursýn, lýsandi rannsókn á liðsýkingum á Íslandi 2003­2014. Listi yfir jákvæðar liðvökvaræktanir á tímabilinu fékkst út tölvukerfi sýklafræðideildar Landspítala. Sjúklingarnir sem þannig fundust þurftu einnig að hafa fengið fulla meðferð við liðsýkingu; annars var talið að um mengun eða annars konar sýkingu væri að ræða. Farið var yfir sjúkraskrár þátttakenda og klínískar upplýsingar skráðar í FileMaker gagnagrunn. Við tölfræðilega úrvinnslu var notast við tölfræðiforritið R. Niðurstöður: Frá ársbyrjun 2003 til loka ársins 2014 greindust 289 tilfelli liðsýkinga sem staðfest voru með jákvæðri liðvökvaræktun. Sýkingar í eigin lið reyndust 209 talsins og sýkingar í gervilið voru 80 talsins. Nýgengi sýkinga í eigin lið jókst ekki á tímabilinu en meðalnýgengið var 5,6 tilfelli/100.000/ ár. Aldursbundið nýgengi var marktækt hæst hjá einstaklingum eldri en 60 ára og á meðal barna yngri en tveggja ára, en lægst hjá aldurshópnum 6­9 ára. Marktækur munur var á kynjahlutföllunum á meðal fullorðinna (p<0,0001). Sýkingin var oftast bundin við einn lið og var hnéliðurinn oftast sýktur bæði í börnum og fullorðnum. S.aureus var algengasta bakterían í liðsýkingum barna og fullorðinna. Í fullorðnum voru streptókokkar svo næstalgengustu sýklarnir en í börnum reyndist K.kingae næstalgengust. Sýkingu mátti rekja til inngrips í lið í 6% tilfella barna (2/32) og 34,5% tilfella fullorðinna (61/177). Ekki var breyting á fjölda meðferðartengdra sýkinga á milli ára. Heildardánartíðnin á tímabilinu reyndist 5,3%. Þegar kom að sýkingum í gerviliðum reyndist meðalnýgengið vera 2,1 tilfelli/100.000/ ár á tímabilinu og ræktuðust S.aureus og kóagulasa­ neikvæðir staphylókokkar í meira en 60% tilfella. Sýkingu mátti rekja til liðskiptaaðgerðar í 41% tilfella. Ályktanir: Þessar niðurstöður sýna að nýgengi liðsýkinga virðist ekki vera á uppleið, en það hefur haldist stöðugt á tímabilinu eftir hækkun áratugarins á undan. Hlutfall sýkinga í kjölfar inngripa er enn hátt en ekki var aukning á fjölda meðferðartengdra sýkinga á milli ára. Liðsýkingar eru enn, þrátt fyrir virk sýklalyf, orsök varanlegra liðskemmda og hreyfihamlana og því mikilvægt að læknar kunni vel til verka við hvers kyns íhlutun í liði og að brugðist sé hratt og rétt við þegar grunur leikur á að um liðsýkingu sé að ræða. Áhrif prótónpumpuhemla á svörun krabbameinsfruma við doxorubicin og jónandi geislun Sindri Baldursson Leiðbeinendur: Helga M. Ögmundsdóttir, Garðar Mýrdal Inngangur: pH og pH­halli eru mikilvægir þættir í fjölmörgum líffræðilegum ferlum frumunnar. Á undanförnum árum hefur athygli beinst í auknum mæli að breytingu á pH í krabbameinsfrumum, en pH í umfrymi þeirra hækkar á meðan pH í utanfrumuefni æxla lækkar. pH­halli yfir frumuhimnu krabbameinsfruma snýst því við borið saman við líkamsfrumur við eðlilegar aðstæður, og hefur það að mörgu leyti verndandi áhrif á krabbameinsfrumuna. Þessi breyting á pH greinir því krabbameinsfrumur frá eðlilegum líkamsfrumum og myndar þannig mögulegt skotmark fyrir krabbameinsmeðferð. Með því að snúa hallanum aftur inn í frumuna væri mögulega hægt að auka aðgengi lyfja í krabbameinsfrumurnar eða hvetja frumurnar í caspasa­miðlaða apoptosis. Fyrri rannsóknir á prótónskutlunni úsnínsýru hafa sýnt áhrif á meðferð með krabbameinslyfinu doxorubicin og jónandi geislun. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvort lyf sem verka á sýrustig fruma hafi áhrif á svörun krabba­ mein sfruma við meðferð með krabba meinslyfinu doxorubicin og jónandi geislun. Efni og aðferðir: Áhrif prótónpumpuhemilsins esomeprazole (ESOM) á frumulínurnar T47D og MCF7 úr brjóstakrabbameini, MCF10­A úr
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.