Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2016, Qupperneq 142

Læknaneminn - 01.04.2016, Qupperneq 142
Fr óð le ik ur Ra nn só kn ar ve rk ef ni 3 . á rs n em a 142 góðkynja brjóstmeini og Mel501 úr sortuæxli voru könnuð. Frumurnar voru meðhöndlaðar á 96­holu bökkum og lifun þeirra var síðan metin 72 klst seinna með crystal violet litun. Reiknað var IC50 gildi, þ.e. styrkur lyfs sem veldur 50% minnkun í lifun. Einnig voru framkvæmdar samvirknitilraunir þar sem ESOM var prófað með doxorubicin og jónandi geislun. Samvirkni milli ESOM og doxorubicins/ jónandi geislunnar var metin með forritinu Compusyn og tjáð sem samverkunargildi, CI, þar sem gildi <1 er túlkað sem samvirkni (synergy) og gildi > 1 bendir til mótvirkni. Niðurstöður: ESOM hafði frumudrepandi áhrif á allar frumulínurnar, MCF10­A var næmust með IC50 gildi 56 µM, og 501Mel minnst næm með IC50 gildi 166 µM. Samverkunargildi fyrir ESOM með doxorubicini reyndust vera á bilinu 1,21­1,95 fyrir T47D, og 1,03­1,86 fyrir 501Mel. Samverkunargildi með jónandi geislun reyndist vera á bilinu 1,31­1,61 fyrir T47D. Umræða og ályktanir: Fyrri rannsóknir með úsnínsýru og jónandi geislun sýndu samvirkni við doxorubicin en mótvirkni við jónandi geislun. Aftur á móti hafði ESOM mótverkandi áhrif bæði á svörun við doxorubicini og jónandi geislun. Möguleg skýring á mótvirkni við doxorubicin gæti falist í breytingum á dreifingu lyfsins í krabbameinsfrumunum en skýring á mótvirkni við jónandi geislun blasir ekki við á þessu stigi. Esomeprazole og aðrir prótónpumpuhemlar eru í mikilli almennri notkun sem magalyf, og áhrif þeirra á meðferð við krabbameini eru lítt rannsókuð. Þessi og aðrar nýlegar rannsóknir sýna að sýrustigsbreytandi lyf hafa áhrif á svörun fruma við krabbameinslyfjum og jónandi geislun in vitro. Ef þau reynast einnig hafa áhrif in vivo gæti það haft verulega klíníska þýðingu. Krabbamein í penis á Íslandi sl. 1989-2014. Nýgengi og lífshorfur. Sindri Ellertsson Csillag Leiðbeinendur: Rafn Hilmarsson og Guðmundur Geirsson Inngangur: Krabbamein í penis er sjaldgæfur en alvarlegur sjúkdómur sem herjar einkum á karla 60 ára og eldri en sjúkdómurinn hefur aldrei verið rannsakaður skipulega á Íslandi. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna nýgengi og lífshorfur karla sem greindust með krabbamein í penis á tímabilinu 1989 – 2014 auk þess að greina meðferðarkosti og árangur þeirra. Efni og aðferðir: Rannsóknin tók til allra karla sem greindust með ífarandi krabbamein í penis. Upplýsingar um greiningu fengust frá Krabbameinsskrá Íslands og upplýsingar um sjúklinga úr sjúkraskrám LSH og FSA auk Dánarmeinaskrá Landlæknisembættisins. Við útreikning á aldursstöðluðu nýgengi var miðað við aljþóðlegan staðal og við lifunargreiningu var notast við Kaplan­Meier­aðferðina. Fjölbreytulíkan Cox var notað til að meta forspárþætti lifunar og Clavien­ Dindo flokkunarkerfið var notað við skráningu á fylgikvillum. Niðurstöður: Alls greindist 61 karl með ífarandi krabbamein í penis á tímabilinu. Þar af reyndust 58 (95%) vera með flöguþekjukrabbamein. Meðalaldur við greiningu var 67.9 ár (miðgildi = 69 ár). Aldursstaðlað árlegt nýgengi var að meðaltali 1.12 af 100.000 (95% ö: 0.85 – 1.40) á rannsóknartímanum en engin marktæk breyting varð á þróun nýgegis á rannsóknartímanum (p=0.30). Meinafræðilegt æxlisstig frumæxla var T1 (69%), T2 (24%), T3 (5%) og TX (2%). Alls fengu 12 sjúklingar (21%) meinvörp í náraeitla og var meinafræðilegt æxlisstig þeirra N1 (25%), N2 (9%), N3 (33%) og NX (33%). 21 þvagfæraskurðlæknir framkvæmdi alls 77 aðgerðir á 56 meinum á tímabilinu. Læknandi meðferð var beitt í 95% tilvika. Reðursparandi aðgerðum var beitt í 74% tilvika T1 æxla og í helmingi tilvika alls. Fjölgun reðursparandi aðgerða eftir 2002 var þó ekki tölfræðilega marktæk (p=0.30). Eitlaútrýming var gerð hjá sjö sjúklingum en sjö fengu annars konar meðferð. Fyrirbyggjandi meðferð var beitt í tveimur tilvika (14%), læknandi meðferð í sex (43%) og líknandi í sex (43%). Lítill munur var á árangrinum af eitlaútrýmingu annars vegar og öðrum meðferðum hins vegar en endurkomutíðnin var sú sama 6/7 (86%). Meinafræðilegt æxlisstig frumæxlis var sjálfstæður forspárþáttur þess að fá meinvörp í náraeitla (p<0.05). 20 Sjúklingar (36%) fengu fylgikvilla eftir aðgerð á frumæxli og fimm (36%) eftir meðferðir á náraeitlum en 67% fylgikvillanna voru minniháttar (Clavien­Dindo flokkur I). Marktækt færri fylgikvillar voru skráðir eftir reðursparandi aðgerðir en brottnámsaðgerðir (p<0.001). Miðgildi eftirfylgnitímans var 29 mánuðir (spönn: 0­307). 5 ára heildarlifun var 53% og 5 ára sjúkdómstengd lifun 76%. Aldur var forspárþáttur heildarlifunar (p<0.05) en meinvörp í eitlum (N1+) var forspárþáttur sjúkdómstengrar lifunar (p<0.05). Ályktanir: Rannsóknin sýnir að nýgengi og lífshorfur sjúklinga með krabbamein í penis hefur verið stöðug sl. 26 ár og ekki hafa orðið teljandi breytingar á meðferðinni á tímabilinu. Jafnframt er nýgengi og lifun áþekk því sem gerist í nágrannalöndunum og sömuleiðis árangur af meðferðum. Rannsóknin staðfestir einnig að meinvörp í náraeitlum eru mikilvægasti forspárþáttur lifunar. Ífarandi sýkingar af völdum grúppu B streptókokka í fullorðnum á Íslandi Tómas Magnason Meðhöfundar: Helga Erlendsdóttir, Magnús Gottfreðsson og Erla Soffía Björnsdóttir Inngangur: Streptókokkar af flokki B (group B streptococcus; GBS) var fyrst lýst sem sýkingarvaldi í mönnum árið 1938. Sýkingar voru frekar fátíðar fram að 1970, en varð þá einn helsti sýkingarvaldur í nýburasýkingum. Síðustu áratugi hefur ífarandi GBS sýkingar í fullorðnum aukist, þá sérstaklega í öldruðum og fólki með undirliggjandi sjúkdóma GBS hefur um sig fjölsykruhjúp sem er notaður til að flokka þær í 10 mismunandi hjúpgerðir (serotypes) sem eru Ia, Ib og II – IX. Til viðbótar hefur hver stofn eina tegund af yfirborðsprótínum (surface proteins) og eina eða tvær gerðir af festiþráðum (pili). Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka hugsanleg tengsl milli birtingarmyndar sýkingar eða undirliggjandi sjúkdóma við fyrrnefnda byggingarþætti bakteríanna. Efni og aðferðir: Fyrir lá listi allra ífarandi GBS sýkinga í fullorðnum (>16 ára) á Íslandi á árunum 1975­ 2012, alls 133 sýkingar. Einnig lágu fyrir upplýsingar um hjúpgerð, yfirborðsprótín og festiþræði sömu stofna. Úr sjúkraskrám var safnað upplýsingum um einkenni, birtingarmyndir, heilsufar og undirliggjandi sjúkdóma. Upplýsingar um greiningu fannst hjá 117 sjúklingum og um undirliggjandi sjúkdóma hjá 116. Niðurstöður: Konur voru 79, þar af 6 þungaðar, en karlar voru 54. Meðalaldur fullorðinna annarra en þungaðra kvenna var 65 ár og dánarhlutfall innan 30 daga var 14.3%. 6 sjúklingar sýktust oftar en einu sinni. Nýgengi var 0.17/100000/ár tímabilið 1975­1985, en 3.54/100000/ár tímabilið 2004­ 2012 og var aukningin mest meðal 70 ára og eldri. Sýkillinn var ræktaður úr blóði (87%), liðvökva (12%) og heila­ og mænuvökva (1%). Algengustu hjúpgerðirnar voru hjúpgerð Ia (23.3%), V (18.8%) og III (15.8%). Algengustu birtingarmyndirnar voru húð­ og mjúkvefjasýkingar (33.3%), blóðsýkingar (18.0%) og bein­ og liðsýkingar (15.3%). Af alvarlegum undirliggjandi sjúkdómum komu illkynja sjúkdómar (34.5%), hjartasjúkdómar (25.5%) og lungnasjúkdómar (20.9%) oftast fyrir. Ályktun: Mikil aukning hefur orðið á GBS sýkingum á Íslandi síðustu áratugi. Ástæður aukningarinnar eru ekki að fullu ljósar. Áhættuhópar þessarar sýkingar eru aldraðir og sjúklingar með undirliggjandi sjúkdóma, en tekist hefur að halda nýgengi hjá nýburum lágu, meðal annars vegna fyrirbyggjandi sýklalyfjagjöf ef móðir fær hita í lok meðgöngu eða fæðingu. Þróun bóluefnis gegn annars vegar hjúpgerðum og hins vegar festiþráðum er hafin, en ljóst er að frekari rannsókna er þörf til að sporna gegn þessari neikvæðu þróun sýkingarinnar. Skilyrt verkjastilling hjá vefjagigtarsjúklingum og heilbrigðum Valgerður Bjarnadóttir Leiðbeinendur: Arnór Víkingsson, Gyða Björnsdóttir og Eggert Birgisson Inngangur: Sársauki er flókið fyrirbæri byggt á skynboðum frá sársaukanemum en einnig hafa ýmsir vitrænir og tilfinningalegir þættir áhrif á úrvinnslu sársaukaboða í heilanum. Heilinn hefur einnig áhrif á aðflæði sársaukaboða og getur magnað þau upp eða dempað eftir aðstæðum. Skilyrt verkjastilling (skammst; SVS) er dæmi um slíka dempun en hún felst í því að sársaukafullt áreiti á líkamshluta minnkar sársaukanæmi annars staðar á líkamanum. Rannsóknir hafa sýnt að virkni SVS er minni hjá þeim sem þjást af langvinnum verkjum, t.d. vegna vefjagigtar, en hjá heilbrigðum. Tilgangur rannsóknarinnar var að rannsaka SVS hjá íslenskum vefjagigtarsjúklingum miðað við heilbrigð viðmið og kanna hvort óvirka SVS mætti útskýra með líkamlegum, andlegum eða félagslegum þáttum. Efni og aðferðir: Rannsóknin byggir á gögnum samstarfsrannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar, Þrautar ehf og fleiri aðila um erfðir langvinnra verkja. Að fengnu upplýstu samþykki fara þátttakendur í ýmsar sársaukanæmismælingar, m.a. próf sem ætlað er að kanna SVS. Í því prófi er þrýstingsáreiti beitt á þumalfingursnögl víkjandi handar þátttakenda í 20 sekúndur án skilyrðandi áreitis og þeir beðnir um að gefa sársaukanum einkunn á bilinu 0­100 á VAS­kvarða (e. visual analog scale). Eftir skilgreinda hvíld er prófið endurtekið á sama hátt samhliða skilyrðandi áreiti þar sem hin höndin er í 6­12°C köldu vatni. Þátttakendur eru einnig beðnir um að gefa sársaukanum sem kalda vatnið olli þeim einkunn. Í lok mælingar er tekin blóðprufa og þéttni nokkurra prótína í sermi þátttakenda mæld með ELISA­aðferð (Brain derived neurotrophic factor; BDNF, C­reactive protein, interleukin­6, ­8 og ­10, interleukin­1ra). Þátttakendur svara spurningalista um ástand sitt á prófdegi og svara jafnframt ítarlegri spurningalista, m.a. um sjúkdómasögu, verki og félagslega stöðu. SVS var skilgreind sem virk ef sársaukinn minnkaði um a.m.k.10 stig á VAS­kvarða við innleiðingu kalda vatnsins en einnig var litið á muninn milli mælinganna tveggja sem magnbundinn eiginleika í tölfræðilegri úrvinnslu. Tölfræðileg úrvinnsla fór fram í Rstudio. Niðurstöður: Þegar vinna að verkefninu hófst var stærð þess úrtaks sem lokið hafði SVSprófi 240 manns; 139 vefjagigtarsjúklingar og 101 viðmið (eftir að þeir sem tekið höfðu verkjalyf innan við 12 klst fyrir prófið höfðu verið undanskildir). Samkvæmt spurningalistum þjást þó rúm 20% viðmiðanna af langvinnum verkjum og fleiri gáfu sögu um verki seinustu þrjá mánuði. SVS var normaldreifð í úrtakinu. Ekki var marktækur munur á milli sjúklingahópsins og viðmiðanna hvað varðar virkni SVS, en 46.5% viðmiða og 45.3% vefjagigtarsjúklinga sýndu virka SVS (p=0.96). Þá fundust engin marktæk tengsl þunglyndis, kvíða eða verkja s.l. viku við SVS. Línuleg aðhvarfsgreining á SVS leiddi í ljós að þeir þættir sem helst höfðu áhrif voru aldur þátttakenda (óvirkari SVS með hækkandi aldri), sársauki sem kuldaáreitið olli (hærri einkunn bætti virkni SVS) og einnig gætti nokkurrar fylgni milli þess að hafa verri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.